7.2.2014 | 01:40
Þetta gerist því miður oft í sambandi við stórmót.
Miklar framkvæmdir vegna Ólympíuleika hafa oft valdið mikilli röskun á stöðu og högum fólks, sem býr í nágrenni vettvangsins og þetta virðist vera á leið með að verða frekar að reglu en undantekningu.
Einkum hefur þetta átt við þegar leikarnir hafa verið haldnir á nýjum stöðum eða stöðum, þar sem hefur þurft að reisa mikil íþróttamannvirki, þjónustufyrirtæki og samgöngumannvirki.
Stundum hafa skaðabætur vegna flutninga fólks og upptöku eigna verið skammarlega lágar og skapast mikill ágreiningur á milli mótshaldaranna og þeirra sem verða fyrir barðinu á öllum fyrirganginum og umsvifunum, sem fylgja þeim fyrirferðarmiklu fyrirbærum sem stærstu íþróttamót heims á borð við Ólympíuleika.
Framkvæmdirnar röskuðu lífi þeirra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo gerist það líka að fólk gagnrýnir forsetann og ráðherrana sem fara frá Íslandi.
Fastir liðir eins og venjulega.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2014 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.