Dansað á línunni í andófi.

Rússneski brettakappinn Alexey Sobolev virðist dansa á línunni á myndskreyttu bretti sínu á Ólympiuleikunum í Sotsjí ef marka má ummæli hans eftir að mynd á bretti hans hefur vakið umtal.

Hann forðast að segja neitt um málið, greinilega til þess að rússnesk yfirvöld eða ábyrgðarmenn rússnesku keppendanna og stjórnarmenn leikanna eigi erfiðara með að negla hann fyrir tiltækið.Three_Proud_People[1]

Þetta leiðir hugann að fyrsta sambærilega tiltækinu á Ólympíuleikum, sem gerðist í Mexíkó 1968, þegar tveir fljótustu mennirnir í 200 metra hlaupinu, Tommy Smith og John Carlos, lyftu krepptum hnefnum með svörtum hoskum á verðlaunapallinum, en þetta var merki réttindabaráttu blökkumanna.

Þeir voru reknir úr bandaríska liðinu og refsað fyrir tiltækið. og Avery Brundage, formaður alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar, fordæmdi gjörð þeirra.

Atvikið lifir hins vegar sem einn af markverðum atburðum 20. aldarinnar og ekki síður sem áhrifaríkur atburður í mannréttindabaráttu almennt, enda voru mannréttindamál víða í hörmulegu ástandi í heiminum, ekki bara í Suðurríkjum Bandaríkjanna, heldur líka í Suður-Afríku og einræðisríkjum heimsins og einnig voru þeir Smith og Carlos að mótmæla því að Muhammad Ali skildi vera sviptur heimsmeistaratitli sínum í hnefaleikum og keppnisrétti í íþrótt sinni.

Eftir 1968 hafa viðlíka atburðir ekki gerst á Ólympíuleikum, enda hafa stjórnendur íþróttamála sett keppendum sinna landa reglur í því efni.

1968, eins og nú, gera mótsagnir það að verkum, að svona atburðir eru og verða umdeilanlegir.

Þannig var ekki amast við því að heilsað væri með nasistakveðju á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 og var það réttlætt með því að þar væri um þjóðarkveðju að ræða hliðstæða við þjóðsöngvana.

Og auglýsingaiðnaðurinn tröllríður íþróttamótum í formi beinna og óbeinna auglýsinga á búningum og búnaði.

Það takast á tvenn sjónarmið: Annars vegar tjáningarfrelsi fólks og réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og hins vegar viðleitni til þess að halda Ólympíuleikunum utan við stjórnmál og láta ekki allt fara úr böndunum í því efni.

Það hefur reynst erfitt eins og sást þegar margar vestrænar þjóðir sniðgengu leikana í Moskvu 1980 og kommúnistaríkin svöruðu með því að sniðganga leikana í Los Angeles 1984.

Og síðan er alltaf erfitt að dæma um hvort þessir leikar eða hinir eigi það skilið að verða brennimerktir. Þannig gengu leikarnir í Peking fyrir sig án nokkurra svona mála og spyrja má hvort tilefni til alls kyns mótmæla hafi ekki verið meira þá.    


mbl.is Á Pussy Riot bretti í Sotsjí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
enda er hann Óli grís,
enn með réttu kyni.

Þorsteinn Briem, 7.2.2014 kl. 12:23

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Furðuleg fréttamennska á vesturlöndum að láta skríl og hinsegin fólk stela Ólypiuleikum frá venjulegu fólki, þarna eru stórviðburðir í ganga og ein stærsta uppbygging í heiminum í dag.

það þarf að leita á Google.ru til að sjá eitthvað

Sturla Snorrason, 7.2.2014 kl. 13:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mér sýnist Sturla Snorrason vera venjulegur fáviti.

Þorsteinn Briem, 7.2.2014 kl. 13:13

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 7.2.2014 kl. 13:20

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Hýr sveifla fyrir Steina Breim : http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1353390/

FORNLEIFUR, 7.2.2014 kl. 13:32

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gyðingleg sveifla fyrir "Fornleif":

holocaust

Þorsteinn Briem, 7.2.2014 kl. 13:56

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Æi Breimi, nú ertu víst farinn yfirum. Þú ættir víst ekki að vera að tala um hegningarlög og fávita.

Þér ætti að vera ljóst, að ekkert ljótt er í því sem ég setti hlekk að. Karla eins og Pútín er hægt að hnébeygja með húmor, og það er fyrirbæri sem þú hefur greinilega misskilið.

Reyndar er myndin sem þú setur hér hjá Ómari þýsk sveifla, sem Íslendingar tóku og taka enn þátt í. Það varðar líka við hegningarlög.

FORNLEIFUR, 7.2.2014 kl. 14:02

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrsta lagi er ég ekki hommi og í öðru lagi er ættarnafn mitt Briem, ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því hér síðastliðin sjö ár, "Fornleifur".

Þorsteinn Briem, 7.2.2014 kl. 14:05

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Sagði ég einhvers staðar að þú værir hommi, eða ert þú einn af þessum mönnum sem lesa allt á milli línanna,  Steini? Ég er dálítið lesblindur, og gat ekki ímyndað mér að þú værir Briem.

FORNLEIFUR, 7.2.2014 kl. 14:51

11 Smámynd: FORNLEIFUR

... þú ert ekkert líkur Anítu

FORNLEIFUR, 7.2.2014 kl. 14:53

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vonandi lendirðu ekki í öskubakkanum, "Fornleifur".

Þorsteinn Briem, 7.2.2014 kl. 15:10

13 identicon

Steini Briem það borgar sig ekki að eiða orðum a sjúka zionista sem alt vilja drepa lika gyðinga

 http://www.youtube.com/watch?v=Ji_QLK9EBS8

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband