7.2.2014 | 18:40
Nauðsynlegt að hægt sé að sjá númerin eftir á.
Ef ævinlega væri hægt að sjá eftir á úr hvaða númeri hefur verið hringt í farsíma er afsökunin fyrir því að svara undir stýri engin. Hægt er að stöðva bílinn við fyrsta tækifæri og skoða, hvaðan var hringt eða í versta falli og algerum undantekningartilfellum að ýta á svartakkann og afgreiða málið með því að kalla upp að maður sé í akstri og hringi til baka við fyrsta tækifæri.
Rannsóknir hafa sýnt að meira að segja símtöl í gegnum handfrjálsan búnað draga úr athygli og auka slysahættu, þannig að staðlað svar í einni setningu, sem búið er að læra áður utanað, er þó skömminni skárra.
Stærsti gallinn í hegðun okkar varðandi símanotkun er sá, hve margir hringja úr leyninúmerum eða í gegnum skiptiborð fyrirtækja þar sem ómögulegt er að finna út eftir á hver hringdi.
Ég held því að nauðsynleg sé herferð í þeim efnum að fólk hringi þannig að símanúmer hringjandans sjáist eftir á.
90% telja símanotkun við akstur hættulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
eg held það sje nauðsinnilegt að losa sig alveg við mobile phone
http://www.youtube.com/watch?v=rSkDK3dbGqA
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 08:08
meira fra þessum ágæta manni
http://www.youtube.com/results?search_query=barrie%20trower&sm=1
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.2.2014 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.