Hef aldrei keypt sjálfur á mig föt sem betur fer.

David Beckham er skynsamur maður, játar að hafa lítið vit á fatnaði og lætur Vicotoríu ráða sem mestu í þeim efnum.

Það eru einfaldlega til fyrirbæri, sem mann skortir bæði smekk og vit til að höndla, og þá er best að játa það í stað þess að þrjóskast við að gera það sem maður getur ekki, - nógu margt er það nú samt sem mistekst hjá manni.

Foreldrar mínir voru bæði áhugasöm um fatnað og höfðu yndi af því að klæða sig sem best alla tíð. 

Fljótlega kom í ljós að því fór víðs fjarri að ég hefði erft þessa hæfileika þeirra og smekk og til þess að bjarga málum tók móðir mín það að sér að koma í veg fyrir vandræði sem hlytust af lélegum klæðaburði mínum og "fór með mig" í búðir til að leysa vandann.

Þegar ég gifti mig tók eiginkonan við þessu hefur séð um það fram til þessa dags. Hún þarf að vísu ekki "að fara með mig í búðir" því að hún veit upp á sentimetra allar stærðir sem skipta máli.  

Ég hef því aldrei á ævinni keypt mér föt.

Í hitteðfyrra fór ég  að vísu í búð og keypti föt handa Gáttaþef en hann telst ekki með.

Og kaup á íþróttafatnaði eða útivistarfötum teljast ekki með, en þau kaup hafa nánast horfið hvort eð er síðustu árin og hin gömlu  látin nægja.


mbl.is Finnst hann stundum púkalegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji, mikið væri ég til í að hafa þetta svona, þurfa ekki að brjóta heilann um þetta sjálfur og láta konuna bara um að versla á mig fötin. En hún hefur engan áhuga á því þannig að ég sit uppi með þessa ábyrgð.

Helst mundi ég vilja hafa þetta eins og Steve Jobs sem var alltaf í sömu fötunum, átti fullt af eins peysum og eins gallabuxum á lager og þurfti aldrei að eyða orku í að brjóta heilann um það hvað ætti nú að klæða sig í á morgnanna.

Jonni (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband