Sex atriði sem þurfa að ganga upp.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefnir sex atriði sem öllu þurfa að ganga upp til þess að hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftunuml og halda gengi krónunnar samt stöðugu.

Til þess þarf næstum því kraftaverk og án þess að það sé verið að draga úr því að menn stefni að þessu og að þetta sé mögulegt er hitt jafn ljóst, að það er ekki vænlegt að tala um það að þetta sé ekkert mál, geti gengið í gegn eins og ekkert sé, næstum því með einu pennastriki.

Það þarf meira en kosningaloforð til þess.  


mbl.is Höftin fara ekki í einu vetfangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á meðan hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn að töluverðu leyti stjórnað gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Eignir útlendinga í íslenskum
krónum eru hins vegar um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:


Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar


30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

Þorsteinn Briem, 9.2.2014 kl. 18:20

2 identicon

Það var nú líka gott hjá Bjarna að undirstirka að hagsmunir þessa erlendu braskara sem keyptu gjaldþrota gömlu bankana eru ekkert í forgangi - vonandi satt því hellingur af $ hefur áhrif víða 

Aflétting gjaldeyrishaftana á að vera á forsendum hagsældar Íslands

Grímur (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 19:28

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 9.2.2014 kl. 19:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í rúmlega fimm ár og ekki sér enn fyrir endann á þeim.

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Á meðan
hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Falli
hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 9.2.2014 kl. 19:48

5 identicon

Sæll Ómar.

Ég hef tekið eftir því að Samfylkingin sérstaklega virðist
þurfa á því að halda að þessum höftum sé aflétt.

Ertu ekki sammála því að hagsmunir Íslendinga taki fram
hagsmunum þeirra sem tóku afstöðu gegn Íslandi og
íslenskum hagsmunum og/eða veðjuðu út frá peningalegum
hagsmunum einvörðungu og tóku með því áhættu sem
þeir hljóta þá að standa og falla með; er einhver sérstök
ástæða til þess að þeir hafi stöðu umfram Íslendinga, -
finnst þér það virkilega og hvers vegna ættu þeir þá að hafa
slíka stöðu? Væri ekki öllu nær að mæta þeirri spákaupmennsku
allri með því að færa niður allar kröfur þeirra um 80 - 90% ?

Húsari. (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 21:26

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stígandi lukka er best. Í fyrsta skipti í herrans mörg ár er farið að reka þjóðfélagið eins og fyrirtæki. Margt sem fjármálaráðherra er að segja hljómar vel, en villikettirnir eru margir. Ef vogunarfyrirtækin eru búin að fá greitt í gjaldeyri um 1000 milljarða er það óhemju fé fyrir glataða banka. Hversvegna eiga þau að hafa forgang, eins og fjármálráðherra segir.

Sigurður Antonsson, 9.2.2014 kl. 21:29

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 9.2.2014 kl. 22:29

8 identicon

Sæll Ómar.

Ekkert hindrar viðskipti aðila á milli og þurfi menn svo mjög
á því að halda að leysa fjármuni sína út sem þeir sjálfir
vitandi vits settu þar þá geta þeir gengið til samininga
hvenær sem er. Ekkert skyldar íslensk yfirvöld hins vegar til
að greiða fyrir slíkum viðskiptum eða yfirleitt að eiga nokkra
aðild þar að.

Hér er um frjáls viðskipti að ræða og það snýr að Íslendingum
að gæta að hagsmunum Íslands, það eru þeir hagsmunir sem
hver þjóðhollur maður hlýtur að hafa í huga en ganga ekki erinda
þeirra sem sáu sér hag í því ástandi sem skapaðist hér 2008.

Annars væri fróðlegt að sjá nöfn þessara blaðgullsdrengja!

Húsari. (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 00:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Menn gapa hér undir dulnefnum en heimta svo nöfn annarra manna.

Og þeir geta að sjálfsögðu kallað þá sem fengið hafa eignir ókeypis hér á Íslandi með löglegum hætti hrægamma ef þeir vilja, til að mynda þá sem fengu peninga að láni á áttunda áratugnum og greiddu þá engan veginn að fullu til baka.

Við skulum vona að "Húsari" sé ekki einn þeirra.

Þorsteinn Briem, 10.2.2014 kl. 01:01

10 identicon

Sæll Ómar.

Ánægjulegt að lesa athugasemd Sigurðar Antonssonar því
hún endurspeglar þá bjartsýni sem sjá má hvarvetna
í samfélaginu og þá trú að loksins eru þar sjórnvöld sem
virðast ráða við ástandið og hafa þegar afrekað það að
koma Íslandi á beinu brautina.
Skoðanakannanir benda eindregið í þessa átt þó svo að
auðvitað geti það ekki verið tilefni til hátíðahalda fyrir
stjórnarandstöðuna að fylgið skuli fjúka út í veður og vind.

Húsari. (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 01:28

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef menn telja að það sé hægt að "færa eignir útlendinga niður um 80-90%" bara rétt si svona má alveg eins spyrja, hvort það megi bara ekki taka þetta allt af þeim 100% og þá er málið væntanlega dautt og allt í fína lagi.

Af hverju er þetta þá ekki gert og búið að gera það mun fyrr?

Af því að það vorum við sjálf sem spenntum upp miklu hærri vexti hér í gróðærinu en í nágrannalöndunum og kölluðum með því bókstaflega á það að útlendingar keyptu sér bankainnistæður í bönkunum okkar.

Þetta var talin "traust efnahagsstjórn" og "tær snilld" á sínum tíma, þrátt fyrir aðvörunarorð, sem komu fram fyrir Hrun um að þetta væri stórhættulegt.

Magir hinir sömu og dásömuðu þetta íslenska efnahagsundur á sínum tíma skella nú fram þeirri tæru snilld að ná taka þetta fé allt af útlendingunum eða minnsta kosti 80-90% af því og halda að með því muni allt lagast á augabragði.

Og að traust okkar sem viðskiptaaðila út á við og vilji útlendinga til að fjárfesta hér muni vaxa með þessu, en þetta telja þessir sömu menn að allt byggist á að keppa eftir.  

Ómar Ragnarsson, 10.2.2014 kl. 01:44

12 identicon

Sæll Ómar.

Áhugi minn beinist einungis að því að
Íslendingar nái sér uppúr þeirri kreppu sem skapaðist
hér eftir hrun þar sem a.m.k annar hver Íslendingur hafði tapað
aleigunni eða verulegum hluta eigna sinna.

Ég hef ekki trú á því að þeir fjárfestar eða eignamenn sem
settu fjármuni sína inní kerfið til, að því er virðist, að hagnast
sem mest þá er það var sem veikburðast séu í metum
nokkurs staðar. Og vitanlega voru þeir í fullum rétti að
ráðstafa fjármunum sínum að vild sinni.

Mér finnst hins vegar enn og aftur að öllu sé snúið á haus
ef það er helsta vandamálið að þessir menn af öllum skuli
ekki ganga fyrir íslenskri þjóð og íslenskum hagsmunum.
Þar verður samið með einhverjum hætti að lokum;
menn munu ekki grípa til eignaupptöku.

En segðu mér eitt, Ómar, stendur þér ekki nær hjarta land þitt
og þjóð; Ísland. Þú veist það jafnvel og ég að hrunið kostaði mörg
mannslíf þó ekki verði það sannað og það skók alla innviðu
svo við lá að flest kollvarpaðist.

Geta einhverjir blaðgullsdrengir verið aðaláhyggjuefnið
eftir slíkar hamfarir?

Húsari. (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 02:24

13 identicon

Ómar, það stendur ekki til að taka neitt af einum né neinum.

það er bara hreinlega ekki hægt bótalaust.

Þess vegna þurfa þeir sjálfir að koma og bjóðast til þess að skilja, og afskrifa hluta krónueigna sinna í landinu gegn því að fá rest greidda út í erlendum gjaldeyri.

Það verður enginn þvingaður, og þetta verður ekkert tekið af þeim.

Þess vegna er töfin, að frumkvæðið verður að koma frá kröfuhöfunum sjálfum.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband