"Frelsi frá ótta", hluti af fjórfrelsi Roosevelts.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin, svo sem lykilsetningin í ræðu Roosevelts Bandaríkjaforseta um hið fjórfalda frelsi, sem vera ætti keppikefli mannkynsins: Skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi, frelsi frá ótta og frelsi frá skorti.

Í landi frelsisins, Bandaríkjunum, mætti ætla að lengst sé komið á þeirri braut að innleiða fjórfrelsi forseta þeirra.

En fádæma byssueign Bandaríkjamanna og morð með skotvopnum vitnar einmitt um hið gagstæða.

Þegar svo er komið að það þykja eðlileg viðbrögð við hávaðasamri tónlist í bíl að skjóta einn hinna ógnandi manna, sem í bílnum sitja "í sjálfsvörn" hlýtur eitthvað að vera að, enda eru svona dæmi, sem ekki þekkjast hér á landi, að skjóta menn í sjálfvörn, nánast daglegt brauð í Bandaríkjunum.

Þegar óttinn er líka orðinn svo mikill á æðstu stöðum að stundaðar eru einhverjar umfangsmestu og tæknivæddustu njósnir um persónuhagi fólks, jafnvel vinveittra forystumanna bandalagsríkja, er greinilegt að ótti og tortryggni í landi frelsis og óttaleysis er kominn á alvarlegt stig.


mbl.is Segist hafa skotið piltinn í sjálfsvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband