16.2.2014 | 11:36
Nei, hann getur það ekki.
Kosningabarátta Baracks Obama Bandaríkjaforseta 2008 var hrein markaðssnilld þar sem allar nýjustu tækninýungar á sviði auglýsingamennsku, til dæmis á netinu, voru notaðar út í hörgul.
Bandaríkin og hinn vestræni heimur voru í sárum þetta haust efnahagshrunsins og slagorðið "Yes, we can!", - "Já, við getum það!" svínvirkaði, enda flutti Obama innblásnar ræður af stakri snilld og heillaði fólk upp úr skónum.
Fljótlega eftir að Obama tók við völdum fór að halla undan fæti hjá honum og hið spillandi umhverfi bandarískra stjórnmála og það umhverfi sem Bandaríkjaforseti lifir í í Washington að ná meiri og meiri tökum á honum.
Nefna má mörg dæmi um þetta en kannski er nóg að nefna sífellda hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins sem lýsandi dæmi um það hvernig gríðarlegum vanda er velt á undan sér með því að sætta sig við að hann verði sífellt stærri og stærri.
Nú síðast hefur Bandaríkjaforseti orðið uppvís að því að setja nýtt met meðal vestrænna þjóðarleiðtoga varðandi víðfeðma árás á frelsi og friðhelgi einkalífsins og hlerar meira að segja og njósnar um nánustu erlenda vini og bandamenn sína í hópi þjóðarleiðtoga.
Nýjasta metið í að veita sendiherrastöður til að borga fyrir peningaaðstoð auk alls annars, sem á undan er komið, er að snúa kjörorðinu "Já, víð getum það!" varðandi það að uppræta spillingu og ná árangri, upp í andstæðu sína: "Nei, við getum það ekki!"
Obama, hvílík vonbrigði. Nei, hann getur það ekki, því miður.
Gerði grín að verðandi sendiherra á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Obama er mikill aðdáandi House of Cards
Þorsteinn Briem, 16.2.2014 kl. 12:29
Hvaða stjórnmálaleiðtogi hefur ekki valdið vonbrigðum?
Vænting um að kosningar leiði til breytinga
en svo breytist ekki neitt
hvorki hér á landi né annars staðar
Grímur (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 13:31
Ég hef búið á vinstri ströndinni í fjölda ára og verð að segja að þetta hefur allt verið fyrirsjàanlegt. Hann hefur enga reynslu og pressan ákvað að bregðast hlutverki sínu og spyrja engra spurninga. Skandalarnir eru óteljandi, til dæmis að nota skattayfirvöld til að klekkja á pólitískum andstæðingum, og enn þegja fréttamenn.
Þeir sem eru andstæðir stefnumálum hans eru rasistar og þar með ómarktækir. Það er með ólíkindum hversu honum hefur tekist að breyta mörgu til hins verra en hann reyndar lofaði að "fundamentally transform America". Honum hefur ekki alveg tekist að fylgja Chavez eftir sem betur fer.
Erlendur (IP-tala skráð) 16.2.2014 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.