17.2.2014 | 10:18
Þetta hefur alltaf verið svona.
Ég var svo barnalegur að standa í þeirri trú að þær tölur sem hafa birst um meðalaldur bíla á Íslandi miðaðist við þá bíla sem væru í umferð hverju sinni en ekki þá sem standa einhvers staðar ónotaðir og eru ekki í umferð.
Síðan skekkir það myndina enn frekar að margir gamlir bílar eru ýmist fornbílar sem ekki er ekið nema afar takmarkað og standa flestir inni á veturna, eða þá það gamlir bílar, að þeir eru notaðir sem bílar númer tvö og þeim ekið minna þegar um fleiri en einn bíla er að ræða í eign sama aðila eða fólks í sambúð.
Í slíkum tilfellum er hagkvæmara að aka nýrri bílnum, sem hefur lægri bilanatíðni, eyðir minna og er öruggari að öðru jöfnu.
Meðalaldur bifreiða á Íslandi ofmetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólksbílar hér á Íslandi voru að meðaltali tólf ára gamlir árið 2012 (11,95 ára en 11,6 ára 2011).
Ársskýrsla Umferðarstofu 2012
Árið 2011 voru 206.123 fólksbílar á skrá hér á Íslandi og 39.297 þeirra voru fimm ára eða yngri, eða 19%, og 111.761 tíu ára eða yngri, eða 54,2%, en 167.663 fimmtán ára eða yngri, eða 81,3%, og 184.270 tuttugu ára eða yngri, eða 89,4%.
Eldri en 20 ára voru hins vegar 21.853, eða 10,6%.
Þorsteinn Briem, 17.2.2014 kl. 12:50
Spurning hvernig eigi að telja þína bíla?
Þórhallur Birgir Jósepsson, 17.2.2014 kl. 14:09
Telja þá sem eru á númerum, en það eru sex bílar, þar af fimm fornbílar, sem er helst ekki ekið nema nokkra kílómetra á þriggja vikna fresti.
Fyrir utan þessan eina, sem er ekki fornbíll er einn Nissan Terrano´97 sem er til sölu á bílasölunni Ósi á Akureyri. Þessi bíll gæti verið seldur á morgun og því á mörkum þess að telja hann til minna bíla.
Ómar Ragnarsson, 17.2.2014 kl. 22:02
Steini : Punkturinn í fréttinni er að útreikning á aldur bílaflotans hér á landi miði við bíla á skrá, en ekki við bíla sem megi aka í umferð, sem sagt eru á gildum skiltum. Þetta ýkir meintan stóra vanda með að bílaflotinn sé svona svakalega gamall.
Í samanburðarlöndunum virðist tölfræðin hins vegar miða við bílar sem mega vera í umferð.
Og eins og Ómar bendir á, er raunverulegur meðalaldur bíla sem eru í umferð, enn lægri en sem þessi leiðrétting í átt að norminu v. tölfræði þýði, því eitthvað af eldri bílunum er líklega ekið mun sjaldnar enn þessar nýjar. Stórt hlutfall bílaleigubíla hér á landi gæti haft áhrif í sömu átt ? ( En hins vegar mögulega gert það að verki að fjöldi ekinna km á tveggja ára gamlan bíl sé meiri en í öðrum löndum ?
Morten Lange, 18.2.2014 kl. 00:23
Ég tók eftir þessu, Morten Lange.
Hins vegar skiptir að sjálfsögðu miklu máli hversu vel er farið með bíla, hvernig vegir og götur eru í viðkomandi landi, hversu mikil hætta er á að bílarnir ryðgi og hve mikið þeir eru keyrðir.
Flestir Íslendingar með bílpróf eiga fólksbíl en Íslendingar hjóla og nota strætisvagna mun meira en áður, þannig að fólksbílar þeirra geta nú enst töluvert lengur en áður og því afskráðir seinna en ella.
Hjólreiðamenn í Reykjavík voru þrefalt fleiri árið 2012 en 2009.
Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi voru 31% fleiri árið 2012 en 2009.
Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi um 21% árið 2011 en um 9% árið 2002.
Aðgerðir í loftslagsmálum - Maí 2013, bls. 28-33
Þorsteinn Briem, 18.2.2014 kl. 02:07
Takk fyrir að benda á þessa þróun, Steini !
Hér er annars blogg Árna Davíðssonar þar sem hlekk er í úttektargrein hans um aldur bifreiða :
Fjöldi fólksbíla og meðalaldur fólksbílaflotans
( http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1321204/ )
Morten Lange, 19.2.2014 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.