"Hagkvæmasti virkjunarkosturinn."

Svonefndri Skaftárveitu var mjög haldið að landsmönnum um árabil og hið sama sagt um hana og Norðlingaölduveitu að þetta væri hagkvæmasti virkjunarkostur landsins.

Meginhugmyndin var sú sama og með Norðlingaölduveitu, að taka stórt vatnsfall og leiða það yfir í virkjanakerfi Landsvirkjunar á Tungnaár-Skaftársvæðinu þannig að hægt væri að fá meira afl út úr virkjununum, sem þegar eru á því svæði.

Taka átti Skaftá úr farvegi sínum og leiða hana yfir í Langasjó, og gera þaðan jarðgöng til að halda áfram með vatnið yfir í Tungnaá.

Talinn var mikill kostur fólginn í því að veita þar með Skaftárhlaupum yfir í Langasjó og koma í veg fyrir aurburð niður eftir farvegi Skaftár, sem berst í Eldhraun og býr til aura, sem fýkur úr yfir syðstu gígana í Lakagígum.

Einnig að seinka því að veiðilækirnir tveir Tungulækur og Grenlækur í Landbroti, þurrkuðust upp. Langisjór

Miðað við það sem sagt var um Lagarfljót, að það yrði miklu fallegra drullubrúnt heldur en með sínum blágræna lit má búast við að sama hefði verið sagt um Langasjó.

Á ráðstefnu um þessa framkvæmd kom fram að seinkun uppþurrkunar lækjanna í Landbroti myndi varla nema meiru en nokkrum áratugum og að Langisjór myndi fyllast upp af auri á 70 árum en þetta voru taldar léttvæg atriði, þótt fegursta fjallavatn Íslands og hugsanlega Evrópu ætti í hlut.

Ég fjallaði að sjálfsögðu um þetta allan tímann eftir kröfum heiðarlegrar fjölmiðlunar um að veita upplýsingar og miðla ólíkum skoðunum og sjónarmiðum en það var ekki tekið út með sældinni, ekki frekar en að sýna fossana í Efri-Þjórsá og sýna virkjanasvæði Kárahnjúkavirkjunar.

Af því að aðrir fjölmiðlamenn gerðu þetta ekki með því að sýna virkjanasvæðið allt, þar með talinn Langasjó, var talað um  að ég hlyti að vera hlutdrægur úr því að ég væri einn um að gera þetta.

Eins og oft er gert enn, var málinu snúið á haus með svona málflutningi, því að auðvitað var það ámælisvert sem stundað var í fjölmiðlum, að stunda kranablaðamennsku og halda nauðsynlegum upplýsingum frá fólki.

Nú hefur Langisjór verið friðaður sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, en samt verður að halda vöku sinni, því að á sínum tíma héldu tveir ráðherrar því ákveðið fram, að ef sjónarmið "hagkvæmni og atvinnuuppbyggingar" krefðust, væri sjálfsagt mál að aflétta friðunum eftir þörfum.


mbl.is Sjá mikla möguleika við Langasjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fólk á að læra af kárahbjúkum að færa til sandin sé svo sem ekki kostina við þaðen hvernig komum við sandinum niður í sjó án vandræða eða er í lagi að hraunið fillist og það síðan grætt upp þettað þarf að áhveða það þyðir ekkert að láta sandin valsa um óáreitan höfum reint það skapar bara uppfok en ef hraunið fillist og gert skipulega mætti fara í uppgræðslu smámsaman skipulega

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.2.2014 kl. 16:40

2 identicon

Það er lítið talað um af hverju er þetta brölt núna með Norðlingaölduveitu, hvers vegna "þarf að ráðast í þessar framkvæmdir". Mig grunar að það sé af því að allar áætlanir hjá LV með aur og sand eru kolrangar. Króksárlón er orðið fullt af sandi og virkar engan veginn sem vatnsmiðlun og sama gegnir með Þórisvatn. Þess vegna þarf að finna nýtt vatnsforðabúr sem verður Norðlingaölduveita.

Almar Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 00:08

3 identicon

Labdslagið við Langasjó er ekkert smá flott. En væntanlega verður veiðitími í styttra lagi, - e.t.v. ekki nema 2-3 mánuðir.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 07:25

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í kvöld var frétt í Sjónvarpinu um nýtt tengivirki á Grundartanga sem getur hleypt 75 viðbótarmegavöttum inn þangað. Fréttamaðurinn gleymdi að spyrja hvaðan sú orka ætti að koma en viljann til þess að ná í orku með nýjum virkjunum vantar ekki úr því að farið var í þá framkvæmd að leiða inn meira rafmagn á Grundartanga.

Ómar Ragnarsson, 18.2.2014 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband