Hinn grimmi veruleiki í heilbrigðiskerfinu.

Eitt af því helsta sem tryggt hefur búsetu á Íslandi fram til þessa er að hér hefur verið heilbrigðiskerfi, sem hefur verið sambærilegt við það sem best gerist erlendis.

Ef það breytist verulega verður kippt fótunum undan því að fólk vilji búa á því útskeri sem Ísland er, þrátt fyrir góðar flugsamgöngur við útlönd.

Váboðarnir hrannast upp og margir þeirra felast í sífellt lengri bið eftir afgreiðslu, hvort sem er erftir læknisaðgerðum eða lyfjaafgreiðslu.

Það er dapurlegt að hitta fólk, sem væri á ferli á eðlilegan hátt eins og aðrir borgarar, en staulast um á hækjum mánuðum saman og kemst varla úr húsi, jafnvel í hátt á annað ár vegna þess hve biðlistinn eftir aðgerðum lengist.

Við búum við atgerfisflótta frá landinu í heilbrigðiskerfinu og það bitnar á þjónustunni.

Því samkeppnishæfni heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins fólgin í því að bjóða upp á samkeppnishæfa læknisþjónustu heldur einnig um samkeppnishæfni varðandi það að bjóða heilbrigðisstéttum upp á starfsumhverfi.

Þá horfumst við Íslendingar í augu við grimman veruleika alþjóðlegs umhverfis sem við erum í og felst í því að íslenskum læknum og öðru starfsfólki í heilbrigðiskerfinu bjóðast svo miklu betri, já margfalt betri kjör í nágrannalöndunum, að það er erfitt fyrir það að standast þá freistingu að starfa erlendis.

Lítið dæmi: Læknir, sem kominn er á eftirlaun, er í fullu starfsfjöri og starfaði um tíma á Norðurlöndum, á kost á því að starfa í tvær vikur í senn í Svíþjóð þar sem hann er hagvanur, fljúga fram og bil baka frítt, eiga tveggja vikna frí hér heima á móti hverjum tveimur vikum í starfinu erlendis, og fá samt greitt hærra kaup en ef hann starfaði hér heima stanslaust í miklu álagi.

Það er til lítils að reyna að sporna gegn launamismun og háum launum hér innanlands í því alþjóðlega umhverfi, sem við ráðum lítið sem ekkert við.

Þetta er vandinn sem allir íslenskir velferðarráðherrar standa frammi fyrir og raunar þjóðfélagið allt.  


mbl.is Allt er þegar fernt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Spurningin er eftir sem áður vija menn búa hér á landi við þau kjör sem bjóðast eða erlendis á frauðplast kjörum sem ekki munu standast neinar skoðanir í framíðinni þegar seinni kreppan kemur?

Sigurður Haraldsson, 20.2.2014 kl. 12:46

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður hugsa ekki nóg margir svona. Þeir nýta sér frelsið í flutningum vinnuafls og fjármagns og það að geta verið snöggir að vippa sér til baka heim "þegar seinni kreppan kemur" ef hún verður verri erlendis en hér á landi.

Ómar Ragnarsson, 20.2.2014 kl. 12:55

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Spurningin er eftir sem áður vija menn búa hér á landi við þau kjör sem bjóðast eða erlendis á frauðplast kjörum sem ekki munu standast neinar skoðanir í framíðinni þegar seinni kreppan kemur?"

Ég skal svara þessari spurningu. Ef þú kallar það frauðplast kjör að fá greitt í peningum sem eru teknir góðir og gildir um allan heim, þá tek ég þau fram yfir það að fá greitt miklu lægri upphæð í einhverjum plat peningum í landi þar sem eru gjaldeyrishöft.

Það er löngu kominn tími fyrir íslendinga að hysja upp um sig brækurnar og sýna einhvern aga. Ef agaleysi á borð við það sem ríkir í bananalýðveldi væri ekki ríkjandi á íslandi, þá væri þessi mál í miklu betri farvegi. Peningum væri veitt til heilbrigðiskerfisins eftir þörfum og kröfur væru gerðar til þess í samræmi við það. Á íslandi þykir hins vegar mikilvægara að eyða peningum í einkavini sem eiga hjölbörur og vilja grafa göng  eða í almenn atkvæðakaup. Verði þeim að góðu sem vilja búa á svoleiðis stað...

Hörður Þórðarson, 20.2.2014 kl. 18:53

4 identicon

Góður punktur hjá þér Ómar.

Sennilegast eykst bara flóttinn, eftir því sem þetta ástand varir lengur.
Það er óhjákvæmilegt eins og hlutirnir eru að þróast núna, og sér ekki fyrir endann á.

Haraldur (IP-tala skráð) 20.2.2014 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband