Voru ekki lengi að þessu.

Það var ástæða til þess að óttast það fyrir níu mánuðum að afturhvarf til stjórnarstefnu fyrri valdatíma núverandi stjórnarflokka kynni að leiða til uppnáms í þjóðfélaginu og annars Hruns innan nokkurra ára.

Hins vegar hefði fáa órað fyrir því að jafn stuttan tíma tæki að skapa að nýju það ástand að fólk fjölmennti á Austurvöll til að mótmæla því sem fer fram hjá stjórnvöldum, aðeins níu mánuðum siðar.

Það er umhugsunarefni.


mbl.is Mótmælin úr myndavél Mílu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur með síðan böll,
siglir inn í daginn,
allir fara á Austurvöll,
en aðeins sést þar maginn.

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 16:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mótmæli við austurvöll hafa verið nokkuð reglubundin frá 2009, ef það hefur farið fram hjá þér. Þessi hópur stúdenta og ESB blætara, sem þarna kom saman í dag, var þarna í aðra röndina að mótmæla vegna námslána og munu líklega gera það á morgun líka. Tilefnin hafa verið ýmis og oft betur mætt. Ekki síst í tíð síðustu ríkistjórnar, sem á ógöngur þessa tiltekna máls alveg skuldlaust. Stjórnarskrármálið var m.a. eitt tilefnanna og þú líklega viðstaddur.

600 manns segir RUV, 3.500 segir mogginn. Nú er spurning hver lýgur.

Það leynir sér ekki óskhyggja þín um frekari upplausn í landinu Ómar, en ég get lofað þér því að þér verður ekki að ósk þinni.

Allavega er gaman að sjá skápakrata koma svona einlæglega út úr skapnum, hvort sem það var ætlunin eður ei.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 17:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Evrópusambandsríkjunum býr rúmlega hálfur milljarður manna og þar af búa á evrusvæðinu 333 milljónir, fleiri en í Bandaríkjunum og allir í Samfylkingunni.

Og Jón Steinar Ragnarsson býr á Siglufirði, sem er á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 18:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Svíþjóð er aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 18:16

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

(Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.)

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 18:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 18:21

9 identicon

Faktum (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 18:48

10 identicon

Ég held að meirihluta þjóðarinnar sé nákvæmlega sama í hvaða ástandi ESB sinnar, sem aðallega eru vinstrimenn, eru.

Hlægilegt að gera eitthvað úr því þó rúmlega 3000 manns mæti í tilraun til pólitísks uppþots.

Farið nú að ná þessu, þjóðin kaus nýja stjórn til þeirra verka sem hún er að vinna. Þ.m.t. að hætta þessu ESB rugli.

Merkilegt þetta fjandans gullfiskaminni, það eru ekki nema níu mánuðir síðan vinstristjórnin beið sitt svakalega afhroð.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 18:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 18:58

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:

"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 19:00

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 19:12

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarviðræðurnar?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 24.2.2014 kl. 19:26

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er til lítils að rökræða um það sem er að gerast þegar það er afgreitt sem "óskhyggja um upplausn í landinu."

Og myndin, sem sést hefur á mila.is í dag er afgreidd sem fámenn samkoma 600 stúdentaað mótmæla námslánum."

Ómar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband