25.2.2014 | 21:32
Algild lögmál frá vöggu til grafar.
Sum fyrirbrigði í lífinu lúta lögmálum, sem koma strax við sögunnar í barnæsku, jafnvel á fyrstu mánuðum lífsins. Sem dæmi má nefna grunnatriði þess hvað vekur hlægilegt og er fyndið. Það er að atriðiðið sem um ræðir feli í sér eitthvað óvænt.
Brandari, sem fyrirsjáanlegt er hvernig endar, er ónýtur.
Þekkt er fyrirbæri hjá ungabörnum varðandi viðbrögð við því að gera eitthvað sem kemur á óvart, hrópa: "Dahh!" eða vera með snöggt afkáralegt látbragð. Barnið skellir upp úr, en ef of langt er gengið, getur það líka farið að gráta.
Ég minnist þess þegar ég var barn, hve oft ég bað föður minn um að segja stuttar skemmtisögur eins og söguna um Sigurði skólameistara á Akureyri og "axlabönd handa Óla."
Okkur finnst þetta barnalegt, en samt er það svo að stundum er endurtekningin atriði sem er ómissandi.
Í þáttunum um Colombo var fyrirfram vitað að nokkrum sinnum í hverjum þætti kom hann til baka til krimmans eftir að hafa nýgengið út úr dyrunum og krimminn átti ekki von á afturkomu hans svona strax eftir útgönguna.
En alltaf vildi maður sjá þetta gerast og eftir á að hyggja hefði maður orðið fyrir vonbrigðum ef þetta vörumerki þáttanna hefði vantað.
Kvennafar James Bond í hverri mynd og atriði tengd því voru og eru vörumerki þeirra mynda, sem ekki má vanta, því að þá er sú mynd ónýt.
Atriðin í myndaröðinni um Bleika pardusinn með samskiptum lögregluforingjans Clouseaos og Catos eða samskiptum hans og Dreyfusar voru fastur liður og nauðalík en án þeirra hefðu þessi vörumerki myndanna dregið stórlega úr gildi þeirra.
Strax í barnæsku þráum við að heyra sögur og sú þörf okkar endist út ævina. Að heyra eða sjá sögur er grundvallaratriði í lífi okkar sem við getum ekki verið án. Hugtakið "saga" fellur aldrei úr gildi.
Þegar maður kemur í strákofaþorp í afskekktu fjallaþorpi í Afríku, tekur kvikmyndir og sýnir börnunum, skemmta þau sér svo yndilega innilega og hlæja og skríkja þótt þau búi við ömurleg kjör og séu svöng og búi við ömurlegar aðstæður. Gildi hins óvænta og nýstárlega fellur heldur aldrei úr gildi í mannlífinu.
Er ís kaldur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef Úkraína væri í Atlantshafsbandalaginu (NATO) er harla ólíklegt að rússneski herinn réðist inn í landið.
"Kjarni Atlantshafsbandalagsins er 5. grein stofnsáttmála bandalagsins, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.
En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."
Ríki sem fengið hafa aðild að Atlantshafsbandalaginu frá árinu 1982, þegar Spánn fékk aðild að bandalaginu:
Þorsteinn Briem, 1.3.2014 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.