"Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."

Ofangreint rússneskt máltæki kemur upp í hugann þegar verið er að fara yfir málið sem tengdar fréttir á mbl.is fjalla um.

Þegar netheimar urðu til mátti búast við því að margir, sem þar yrðu á ferli, yrðu eins og kýr, sem hleypt er út á vordegi og sletta ærlega úr klaufunum.

Samfélagsmiðlarnir fara nú í gegnum upphaf mótunarskeiðs sem vonandi leiðir af sér framfarir í samskiptum og miðlun á upplýsingum, mismunandi sjónarmiðum og skoðunum án þess að þessi vettvangur verði stórskemmdur af ruddalegu ofstopafólki sem virðist nærast á því að ausa auri og svívirðingum oft í skjóli nafnleyndar.


mbl.is „Ég skammast mín ofan í tær“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þrátt fyrir mótun samfélagsmiðla munu ormarnir halda áfram að koma upp.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.2.2014 kl. 14:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

RÚV ósátt við klippingu utanríkisráðherra Mörlendinga, besta vin Pútíns og Kínverja:

Þorsteinn Briem, 3.3.2014 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband