ÁFRAM TVÍSÝNT UM ÚRSLIT

Skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir hvað kosningaúrslitin geta orðið tvísýn. Ef úrslitin yrðu þessi yrði  meirihluti  núverandi stjórnarandstöðuflokka svo naumur að ekki þyrfti nema einn eða tvo stóriðjuþingmenn til að fella græna stefnuna eða halda henni í gíslingu. Nægir að nefna Kristin H. Gunnarsson, Kristján Möller og Einar Má Sigurðarson í því sambandi.

Á hinn bóginn yrði lang einfaldast fyrir núverandi stjórnarflokka að kippa frjálslyndum upp í. Jón Magnússon myndi elska það að koma eins og frelsandi engill í faðm sinna gömlu flokksbræðra. Þetta yrði svipað og þegar Steingrímur Hermannsson kippti borgaraflokksþingmönnum upp í vinstri stjórn sína.

Það myndi þýða að málin yrðu möndluð þannig að stóriðjustefnunni yrði í raun haldið áfram. Það yrði ekki gæfulegt.

Athyglisvert er hvað "turnarnir" tveir sem svo voru kallaðir hér fyrrum, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin koma veikir út úr þessari könnun, samanlegt með innan við 60 % kjósenda á bak við sig. Á sínum tíma var rætt um ca 75-80 % samanlagt fylgi turnanna.

Báðir ætla að halda landsþing sín sömu helgina og fróðlegt verður að sjá hvernig þeim tekst að skerpa vopnabúnað sinn þá. En það er afar bagalegt fyrir þá að þurfa deila sömu helginni til þess arna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hef enga trú á að það verði mynduð þriggja flokka stjórn eftir næstu kosningar og get ekki ímyndað mér að nokkur vilji hafa frjálslynda með sér í stjórn.

Svo gæti nú verið að það eigi eftir að koma fram stjórnmálaflokkur fyrir kosningar sem eigi eftir að skekkja þetta töluvert frá því sem nú er

En samt ef af á að verða og það afl á ekki að snúast bara um eitt málefni, þá þarf að hafa hraðann á, þar sem að hingað til hefur bara verið talað um umhverfismálin í kryngum þetta væntanlega framboð og tíminn er að líða sem þarf til að kynna önnur málefni.

Ágúst Dalkvist, 2.3.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Haukur Kristinsson

en sjálfsagt verðum við sjallar að taka tilboði samfylkingarmanna til að mynda næstu stjórn, finnst það hálf súrt en held að framsókn nái ekki að rétta úr kútnum, svo komið samfylkingarfólk og kyssið rassinn á okkur

Haukur Kristinsson, 2.3.2007 kl. 01:27

3 Smámynd: Orri Harðarson

Því miður er Ingibjörg Sólrún fyrir löngu búin að semja á bakvið tjöld um stjórnarmyndun við Sjálfstæðisflokk. Það er enda athyglisvert að við hverja skoðanakönnunina á fætur annarri talar Steingrímur Joð fyrst og fremst um góða stöðu stjórnarandstöðu, fremur en magnaða fylgisaukningu eigin flokks. Ingibjörg þegir aftur þunnu hljóði um kaffibandalagið eða gerir lítið úr því. Þetta er svo augljóst að það hálfa væri nóg.

Orri Harðarson, 2.3.2007 kl. 03:08

4 Smámynd: Púkinn

Púkinn situr enn og vonar að nýr valkostur komi fram fyrir þessar kosningar, samanber það sem hann hefur sagt hér.

Púkinn, 2.3.2007 kl. 09:25

5 identicon

Sæll Ómar.

Eins og þú hefur séð þá hef ég óspart notfært mér þína ágætu blog-síðu til að koma á framfæri skoðunum mínum í umhverfis- samgöngu- og byggðamálum.  Um leið og ég hvet þig og aðra til að láta ekki deigan síga í baráttunni vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir land okkar með framgöngu þinni.  Margt hefur verið sagt og gert til að leiða þjóðina af villu síns vegar en ég held að á engan sé hallað þótt ég fullyrði hér að þú hafir umfram aðra af ótrúlegri óeigingirni, með sannfæringu, þekkingu og einlægni vakið þjóðina af værum blundi.

 

Þrátt fyrir þá miklu vakningu sem hefur átt sér stað í umhverfismálum er þó ljóst að margir eru enn í “pólitískri tilvistarkreppu” því þeim tekst ekki að hafa næg áhrif á starfandi stjórnmálaflokka.  Óðum styttist í alþingskosningar og mörgum líður illa í þessari stöðu.  Hafa ber í huga, sem betur fer, að áhrifafólk innan “gömlu flokkanna” er farið að taka mið af breyttu viðhorfi og þar er að skapast rými fyrir umhverfismál.  Fólk aðhyllist þó að öðru leyti áfram gömlu hugmyndafræðina, er trútt sínum flokkum og vill berjast fyrir sínum málum þar.  Ekki er nema gott um það að segja og ég tek ofan fyrir fólki eins og Þórunni Sveinbjarnadóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur, Katrínu Fjeldsted og fleirum sem hafa ekki látið hagga sér í máli málanna þrátt fyrir stóriðjublindu og hagsmunapot flokksfélaga þeirra.

 

Ég er sammála þér Ómar um að niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins um hvort ætti að heimila Alcan að stækka álverið í Straumsvík sé mjög athygliverð og segi okkur meira um hug þjóðarinnar almennt til erlendrar stóriðju á Íslandi en þar kemur fram.  Ég held að hugur fólks sé ekki einskorðaður við þessa stækkun.  Því ber að fagna þessari niðurstöðu.  Hún segir mér að ótvíræður meirihluti þjóðarinnar vill ekki halda áfram á þessari braut.  Eftir stendur þó að “standi álver til boða” í einstökum byggðarlögum þá er hætta á ferðum.  Þegar kemur að því að fá eittthvað á silfurfati verða ummæli áhrifamanna og íbúa einstkara byggðarlaga blendin og meirhlutinn fellur í gullgrafarapyttinn.  Hvernig best er að koma í veg fyrir slík slys veit ég ekki, en þar gæti hjálpað að hafa fleiri málsvara náttúrunnar á Alþingi Íslendinga, málssvara sem þjóðin treystir.

 

Þótt margir geti ekki fylgt Vinstri grænum vegna hugmyndafræði þeirra almennt, þá getum við treyst þeim í þessum málaflokki og fleiru.  Því miður getum við ekki treyst öðrum þegar kemur að landvernd.  Í flokkum Frjálslyndra, Samfylkingar, Sjálfstæðis og Framsóknar er margt gott fólk sem vildi gjarnan koma að liði í þessari baráttu, en til að koma til móts við það fólk þarf að skapa vettvang þar sem rúm er fyrir gömlu góðu gildin.

 

Framtíðarlandið var stofnað á þverpólitískum grunni og þar er rúm fyrir alla umhverfisverndarsinna.  Hópurinn er orðinn stór og gaman að sjá þar fólk frá öllum stjórnmálaflokkum.  Þar hefur tekist að opna augu manna fyrir því að atvinnutækifærin liggja víða án þess að stórskemma landið okkar.  Megi vegur þessara þverpólitísku samtaka verða sem mestur.  Starfið þar hefur og mun hafa áhrif, en dugar það?  Ég held ekki.

 

Á frægum fundi þar sem kosið var um hvort Framtíðarlandið ætti að standa að framboði til Alþings komu því miður fram brestir sem við losnum sjálfsagt seint við í pólitíkinni.  Góðir félagar í Framtíðarlandinu sem þegar voru komnir í framboð til þings leyfðu sér á þessum fundi að mæla gegn framboði félagsins en áttu auðvitað að teljast vanhæfir til að blanda sér í þá umræðu. Niðurstaða kosningarinnar liggur fyrir, en hvað getum við þá gert?

 

Ég tel einu raunhæfu leiðina að stofna nýjan stjórnmálaflokk, ekki til hægri eða vinstri, bláan, rauðan eða grænan, heldur umhverfisflokk þar sem landverndarmálin ásamt byggða- og samgöngumálum verða í fyrirrúmi. Ef tekið er mið af sjónarmiðum þess fólks sem ég hef heyrt af og hefur ljáð þessari hugmynd lið, þá þarf ekki að óttast að eðlilegt frelsi og samkeppni eða samvinna fái ekki notið sín þar.  Velferðarmálin verða ekki undanskilin í stefnuskrá þess flokks.  Slíkur flokkur, hvort sem hann yrði fjöldahreifing eða lítilll flokkur í oddaasðstöðu gæti breytt miklu á Alþingi.

 

Á meðan ca. 71% kjósenda Sjálfstæðisflokks, ca. 46% Framsóknar, ca. 45% Frjálslyndra og ca. 24% kjósenda Samfylkingar vilja enn auka á stóriðjuna þá tel ég að okkur umhverfisverndarfólki beri skylda til að bregðast við í stöðinni.

 

Stundum er sagt að vikur og mánuðir sé langur tími í pólitík en ef við gefum okkur að þetta hlutfall stóriðjusinna sé rétt, þá er tíminn of skammur fyrir almenna viðhorfsbreytingu innan “gömlu” flokkanna.  Því spyr ég sjálfan mig og aðra hvort ekki verði að láta til skarar skríða.  Ef það er ekki rétt núna, þá veit ég ekki hvenær.  

Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 10:09

6 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Eins og pólitíska landslagið er í dag, þá finnst mér verðmiðinn á umhverfisvernd of hár.

Ég er einlægur náttúruvernd og gallharður á að við verðum að lifa í sátt við umhverfið og gæta að náttúrunni allt fá dýpsta sjávarbotn til hæstu hæða gufuhvolfsins.

En að þurfa að kjósa tækifærissinna eða vinstri öfl til að fá fram náttúruvernd, þá er verðið of hátt.

Ég vill velja umhverfisvernd án þess að blanda því í önnur pólitísk mál.

Samt er skynsamleg upplýsingagjöf og fræðsla besta leiðin. Að fólk geri sér grein fyrir áhrifum þess á umhverfið slær út allt pólitískt framapot.

Júlíus Sigurþórsson, 2.3.2007 kl. 12:18

7 identicon

Tvísýn úrslit,  -enn er langt til kosninga og margt breytist á sjálfa kosninganóttina -bíðum enn.

http://blog.central.is/gummiste

Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband