3.3.2014 | 04:29
Kom af þörf og færir okkur meira gott en slæmt.
Fyrir daga sjónvarpsins og almenna atvinnuþátttöku kvenna voru samskipti fólks mun nánari og almennari en síðar varð. Konur voru þungamiðja þessa af því að þær héldu uppi samskiptum innan ættar, fjölskyldu og vina með gagnkvæmum heimsóknum og ræktarsemi sem börnin ólust upp við.
Eftir að fyrrnefndar þjóðfélagsbreytingar urðu bættu fleiri við, svo sem almenn tölvueign og tengsl við netið þar sem ný fíkn í internet og tölvuleiki setti fólk niður í kyrrstöðu við skjái sjónvarps, farsíma og tölva.
Facebook var kærkomin nýjung sem heppnaðist áreiðanlega mest vegna þarfarinnar fyrir mannleg samskipti sem hún þjónaði.
Þessi samskiptamáti hefur valdið því að nú hefur fólk á öllum aldri tækifæri til að fylgjast með og kynnast hvert öðru á jákvæðan hátt og þess var fyrir löngu orðin mikil þörf.
Skuggahliðarnar eru að vísu fyrir hendi, en með jákvæðum vilja og samtakamætti má draga úr skaðsemi þeirra.
Facebook hefur ekki slæm áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.