100% réttur vitnisburður er ekki til.

Í tímaritinu Time fyrir allmörgum árum var "forsíðugrein" (cover story) sem hét "The total recall" og fjallaði um nýjustu rannsóknir vísindamanna á minninguum og vitnisburðum. Aðalaniðurstaða rannsóknarinnar var það að 100% vitnisburður eða minning sé ekki til, vegna þess að minningin sé eftirlíking af þeim áreitum, sem skynfærin verða fyrir á meðan á atburðinum stendur og að röð áreitanna og fleira geti bjagast eða ruglast.

Þannig finnst stórum hluta vitna af því þegar flugvél hrapar til jarðar og ferst í mikilli sprengingu að vélin hafi orðið alelda á flugi og síðan steypst til jarðar.

Ástæðan er sú, að við úrvinnslu upplifunaratriðanna raðar undirmeðvitundin stundum atburðunum í þá röð sem gefur sennilegasta orsakasamhengið.

Slíkt er alveg ómeðvitað hjá vitninu sem segir eins satt og rétt frá og eftirlíkingin í minni þess gefur því kleyft.

Í máli Pistoriusar verður að hafa þetta í huga.

Gott dæmi sem ég hef áður nefnt er það að í meira en 40 ár hef ég þurft að þræta við fólk, sem staðhæfir það að fyrsti bíllinn sem ég átti hafi verið þriggja hjóla bíll. NSU Prinz

Þegar svo var komið að ég þurfti að þræta við bekkjarbróður minn úr M.R. um þetta fór ég til Tibro í Svíþjóð, keypti þar alveg eins bíl og sýni fólki, sem heldur fram þriggja hjóla bíls minningunni, hvernig bíllinn leit út, sjá mynd hér á síðunni.

Hann var og er með fjögur hjól og meira að segja öll úti í hornum bílsins.

En hvernig getur staðið á svona grófu misminni?  Ástæðan er einföld. Messerschmitt_Kabinenroller[1]

Í fyrsta áramótaskaupinu 1966 var ég fenginn til að aka örbíl inn í upptökusalinn og færa Helgu konunni minni blómvönd í tilefni af 5 ára brúðkaupsafmæli okkar.

Prinsinn hafði þá verið óökuhæfur í mörg ár og því var fenginn þriggja hjóla bíll af gerðinni Messerscmitt Kr 200 kabineroller í hlutverkið.

Þetta var í eina skiptið á ævinni sem ég settist upp í svona bíl, mun mjórri bíl en Prinzinn, sem tók aðeins tvo menn í sæti, einn frammi í og einn afturí, en Prinzinn tók tvo frammi í og 2-3 afturí.

Á þetta horfði nær öll þjóðin og þetta truflaði eftir á allar minningar þeirra þúsunda sem höfðu séð mig á Prinzinum á árunum 1959-63.NSU Prinz aftan frá

Eitt hefur líka ruglað fólk. Eins og sést á neðstu myndinni hérna er Prínzinn með alveg einstöku lagi að aftanverðu. Hliðarrúðurnar að aftan eru sveigðar í boga inn  að afturrúðunni sem er frekar lítil svo að bíllinn sýnist afturmjór, en það var einmitt helsta útlitseinkenni Messerschmitt KR200.

Sjálfur lét ég blekkjast af því að raða í huganum skakkt saman áreitum skynfæranna í vitnisburði vegna þess þegar lítil flugvél missti hreyfilafl í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli og steyptist niður á tún rétt hjá Norræna húsinu.

Ég stóð undir norðugafli flugskýlis á miðjum vellinum og í í minningunni kom vélin furðu hægt fram hjá skýlinu í flugtaksbruninu með hikstandi hreyfil, miklu hægar en venja var í flugtaki, og í flugtakinu þar á eftir náði hún ekki hæð heldur missti lyftikraft og steyptist niður.

Flugmaðurinn bar hins vegar að hreyfibilunin hefði ekki orðið fyrr en eftir flugtak.

Ég hafði verið í lagadeild og lært um vitnisburði og fór að kynna mér þetta misræmi í framburði.

Þá kom í ljós, að ástæða þess að flugvélin kom á svona hægri ferð framundan flugskýlinu var ekki sú að hreyfilinn skort afl, heldur hafði flugmaðurinn fengið heimild til að hefja flugtaksbrun "þvert af" rétt fyrir sunnan skýlið og kom þess vegna á svona hægri ferð inn í sjónsvið mitt.

Þegar þetta lá ljóst fyrir áttaði ég mig á því að við eftirlíkingu af atburðinum í minningu minni hafði undirmeðvitund mín sett áreitin þannig saman að þau gæfu skýringu á því hvers vegna flugvélin fór svona hægt.

Eina skýringin, sem undirmeðvitund mín hafði í höndunum, var hikstið í hreyflinum, og ómeðvitað var framburður minn, gefinn eftir bestu vitund, með bjagaðri tímalínu.   


mbl.is Reeva „hefði ekki getað öskrað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Nýtt vitni í morðmálinu gegn Oscar Pistorius segist hafa vaknað við rifrildi í húsi hans um klukkan tvö nóttina 14. febrúar í fyrra.

Vitnið er nágranni Pistorius og annað vitnið sem leitt er fyrir dóminn.

Nágranninn, Estelle Van Der Merwe, segir að rifrildið hafi staðið í um klukkustund og í kjölfarið hafi hún heyrt fjögur hávær hljóð hvert á eftir öðru."

Þorsteinn Briem, 4.3.2014 kl. 14:52

2 identicon

Ætli þeir hafi það á hreinu hvaða skot í röðinni hæfði hana? Og hvernig þá?
Ef fyrsta skotið hæfði ekki, þá hefur hún auðvitað öskrað!
Og svo þagnað þegar hún fékk banaskot.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 16:35

3 identicon

Ég held að hugurinn leiti alltaf að myndum

sínum eigin eða lánuðum úr kvikmyndum eða skáldsögum

og raði þeim síðan í minningu

Ævisaga Temple Grandin  er lýsandi fyrir "minningar 

Grímur (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband