4.3.2014 | 21:36
"Í þá gömlu góðu daga..." aftur?
Er Kiljan gerðist Nóbelskáld og KK blés í sax /
og Clausensbræður hlupu´og snjóbíll Gvendar var til taks..."
Þetta eru upphaflslínur lagsins "Í þá gömlu góðu daga".
Setningin um snjóbíl Guðmundar Jónassonar vísar til þess að í mars og apríl 1951 voru einhver mestu snjóalög í manna minnum á Norðausturlandi.
Varð meðal annars að nota Glófaxa Flugfélags Íslands og snjóbíl Guðmundar Jónassonar til að flytja allra brýnustu nauðsynjar.
Síðan eru liðin 63 ár en öflugasta snjómoksturstækni nútímans virðist ekki hrökkva til að opna vegi frekar en á sama tíma 1951.
Hins vegar er álitamál hvort orðin snjómoksturtækni nútímans séu réttnefni um þau gömlu tæki, sem til umráða eru við moksturinn núna.
Ekki hægt að moka á Mývatnsöræfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómöguleikinn er mismikill og mestur er hann á Norðausturlandi.
Þorsteinn Briem, 4.3.2014 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.