4.3.2014 | 22:44
Að hægja á "verðbólguhjöðnun" = "minnkandi versnun".
Einu sinni sagði íslenskur ráðmaður þegar efnahag landsmanna hrakaði að góðu fréttirnar væru þær, að nú væri "minnkandi versnun."
Nú er upplýst og flokkað sem "slæmar fréttir" af evrusvæðinu að það hefði orðið "verðbólguhjöðnun".
Það er hálf öld síðan ég lærði þá hagfræði sem þá var kennd í lagadeild H.Í. og kannski man maður ekki allt af því sem þá var kennt en hefur þó á grunni þess lærdóms fylgst eins vel með efnahagsmálum þjóðarinnar og hægt hefur verið.
Síðan 1942 hefur glíman við svonefndan verðbólgudraug verið eitthvert erfiðasta verkefnið í íslensku efnahagslífi og verðbólgan talin okkar mesti bölvaldur.
Síðustu ár hefur verðtryggingunni verið bölvað hástöfum, en hún á að tryggja verðgildi skulda og hækkar þær því meir sem verðbólgan er meiri. Getur það þá verið rétt að bráðnauðsynlegt sé í nútíma þjóðfélagi að auka verðbólguna með öllum tiltækum ráðum.
Ýmis ráð voru reynd á árum áður hér á landi í viðureigninni við verðbólguna en án árangurs.
1959 var það ráð minnihlutastjórnar Emils Jónssonar að færa niður verðlag og kaupgjald, þ. e. að þvinga fram verðhjöðnun.
Í kringum 1970 var sett á svonefnd verðstöðvun.
Í hvorugt skiptið dugði þetta nema í eitt ár eða svo og nú er staðhæft að verðhjöðnun, stöðugleiki eða "alltof lág verðbólga sé ógnun við efnahagsbatann í Evrópu".
"AGS hvetur ríki á evrusvæðinu itl að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir verðbólguhjöðnun."
"Verðbólguhjöðnun"? Minnir svolítið á það þegar gengisfelling var kölluð "gengissig í einu stökki."
Halló! Hvað varð um ógnina af verðbólgudraugnum? Af hverju leiðir stöðugt verðlag böl yfir efnahagslífið?
Nú væri gaman að fá skýringu góðs hagfræðings á þvi hvers vegna það sé "ógnun" að verðbólgan sé lág og hvers vegna það sé bráðnauðsynlegt að kynda undir báli verðbólgunnar.
Lág verðbólga ógnar efnahagsbata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:
"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."
Þorsteinn Briem, 4.3.2014 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.