4.3.2014 | 23:07
Af hverju kom þetta ekki fram fyrr, - skjalfest?
Síðustu tvær vikurnar hafa verið óróasamar eins og fjölmennir útifundir og heitar umræður innan þings og utan hafa borið vitni.
Fyrir hafa legið skjalfestar yfirlýsingar stækkunarstjóra ESB og Evrópuþingsins um að viðræður við ESB geti legið niðri og verið á ís um ótiltekinn tíma.
Vitnað hefur verið í hliðstætt ástand vegna aðildarumsóknar Sviss á sínum tíma, en það ástand hefur varað í áraraðir.
Ef þessar nýju upplýsingar, sem SDG kastaði af munni fram í Kastljósi í kvöld hafa legið fyrir allan tímann sem deilurnar síðustu vikur hafa staðið, af hverju kom hann ekki fram með þær fyrr?
Væri hægt að fara fram á skriflega staðfestingu hjá SDG á þessum ummælum?
Evrópusambandið vildi skýr svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.ruv.is/frett/takmork-fyrir-thvi-hvad-vidraeduhle-er-langt
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 23:28
15.6.2013:
"Michael Leigh, sérfræðingur í stækkunarmálum, sem áður vann hjá Evrópusambandinu í tengslum við umsókn Íslands:
"Ákveði íslensk stjórnvöld að hefja viðræður á ný, er ég viss um að aðildarríkin 27, sem verða brátt 28, með inngöngu Króatíu, verði reiðubúin að setjast aftur að samningaborðinu."
Á blaðamannafundinum á fimmtudag virtist stækkunarstjórinn [Stefan Füle] vera að svara orðum Ólafs Ragnars Grímssonar sem hann lét falla við setningu Alþingis um að Evrópusambandið virtist skorta vilja og getu til að ljúka aðildarviðræðum við Ísland á næstu árum.
Füle sagði afstöðu Evrópusambandsins vera að hag þess og Íslands væri best borgið með nánum tengslum:
"Okkur þykir aðildarferlið besti vettvangur þeirra tengsla og höfum bæði viljann og getuna til að fylgja því eftir."
Leigh tekur undir þetta og bendir á nauðsyn þess að ljúka viðræðunum og bera þær undir almenning:
"Og þegar þjóðin veit hvað kemur útúr aðildarviðræðunum getur hún tekið upplýsta ákvörðun um málið."
Þorsteinn Briem, 4.3.2014 kl. 23:53
Fylgjast með Ómar.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 23:53
Minni á að reglum um aðildarferlið var breytt verulega árið 2006. Þjóðir sambansins höfðu áhyggjur að of hraðri útþenslu og reglur voru Því hertar til muna og gerðar afdráttalausari. Það dugir ekki að vísa í dæmi handan þess tíma.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 23:58
Steini Briem: Ég held að fyrri partur fréttarinnar sé örlítið áhugaverðari í samhengi þess sem er að gerast í dag.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.3.2014 kl. 00:02
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega miklu lengra komið í aðlögun sinni að sambandinu en önnur ríki sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 5.3.2014 kl. 00:04
Það hefur fyrir löngu komið fram hvernig þetta stoppaði. ESB gerði kröfur sem gengu of langt í átt að aðlögun og vildu fá samþykkta afarkosti áður en kaflinn um sjávarútvegsmál var opnaður. Þetta gekk í berhögg við markmið eða svokallaðar rauðar línur í samþykkt útanríkismálanefndar um umsóknina. Hér mættust stálin stinn og kannski smekksatriði að velja hvor stöðvaði þetta ferli, en ESB henti skiptilyklinum í gírkassann. Það er ljóst.
Nú þarf bara að opinbera hvað átti sér stað, sem er merkilegt miðað við allt gagnsæið sem átti að vera í þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:13
Stwini Briem. Það er búið að klára 11 af 33 köflum. Nú verður þú að spyrja Óla hvaðan hann hefur þessi ósköp frá?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:15
Það er annars gaman að sjá að hann viðurkennir að hér hefur verið í gangi bullandi aðlögun, en sú fullyrðing að ísland sé meira aðlagað en nokkurt annað ríki í sambandinu, sem eru með fulla aðild, er nokkuð vafasamt er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:17
Að lokum. Rýnivinnan er ekki búin. Menn ,ega nú ekki alveg missa sig í áróðrinum.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:18
Enn eitt. Formleg slit urðu raunar þegar ESB drógu til baka IPA styrkina, þ.e. Aðlögunarstyrki. Þessu var mótmælt en þá hlógu ESB sinnar stóran og þotti fáránlegt að ríkistjórn sem væri andvíg inngöngu fetti fingur út í það. Nú vilja sömu aðilar að ríkistjórn sem er andvíg inngöngu haldi áfram ferlinu.
Er hægt að biðja um lágmarks samkvæmni frá ykkur?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:23
8.4.2013:
"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."
"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.
Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."
"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."
"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla."
Þorsteinn Briem, 5.3.2014 kl. 00:27
Ómar Ragnarsson, það væri miklu ærlegra fyrir þig að lýsa því yfir, að það komi ekki til greina í þínum huga, að Ísland verði meðlimaríki Evrópusambandsins.
Þorirðu ekki að taka þá afstöðu gegn evrókrötunum í þinni Samfylkingu?
Jón Valur Jensson, 5.3.2014 kl. 00:34
9.11.2010:
"Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun Evrópusambandsins þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu.
"Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum, fremur en á ótta eða goðsögnum."
Þorsteinn Briem, 5.3.2014 kl. 00:40
Bla bla bla, ESB-"Steini Briem".
Við fengjum engar varanlegar undanþágur fengjust frá lögum ESB um landbúnað og sjávarútveg.
Jón Valur Jensson, 5.3.2014 kl. 00:46
Við fengjum engar varanlegar undanþágur frá lögum ESB um landbúnað og sjávarútveg.
átti að standa þarna.
Jón Valur Jensson, 5.3.2014 kl. 00:47
18.12.2012:
"Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum,"segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu.
"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun."
Þorsteinn Briem, 5.3.2014 kl. 00:57
En Steini? Hvað átti Fule þá við með því að segja: there are NO permanent derogations from the EU acquis?
Hvað er það í þeirri setningu, sem þú skilur ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 04:41
5.3.2014 (í dag):
"Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins segir að ESB setji engan þrýsting á ríkisstjórn Íslands um að ákveða hvort hún vilji halda áfram aðilarviðræðum eða slíta þeim."
"Matthias segir fordæmi fyrir því að ríki hafi sett aðildarviðræður í bið í ótiltekinn tíma og bendir á Möltu sem dæmi þar sem aðildarumsókn hafi legið óhreyfð í gegnum ríkisstjórnarskipti.
Hann segir að aldrei sé þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun."
""Það er algjörlega undir Íslandi komið að ákveða þetta og við komum ekki nálægt slíku," segir Matthias."
Enginn þrýstingur af hálfu Evrópusambandsins
Þorsteinn Briem, 5.3.2014 kl. 14:33
Er hægt að nefna eitt dæmi eftir að framsóknardrengurinn plataði sig að kjötkötlunum, að hann hafi sagt eitthvað af viti?
Kjósendur og þjóðin öll hlýtur að setja alvarleg spurningamerki og stór við drenginn og framkomu hans gagnvart þjóð sinni.
Það er engu líkara en ef hann er spurður að einhverju - þá segi hann bara eitthvað! Hann fabúleri bara eitthvað útí bláin sem honum detti í hug á staðnum í það og það skiptið.
Í minni sveit voru slíkir menn kallaðir hraðlygnir!
Enda, við hverju bjóst fólk? Þessi drengur hefur aldrei gert neitt. Aldrei unnið handtak en hefur barasta verið að leika sér á kostnað almennings alla sína tíð. Drengurinn er alveg óhæfur til allra verka og hann á ekki að koma nálægt stjórnmálum.
Það er skiljanlegt að drengnum verði fleygt frá kjötkötlunum bráðlega og sjalladrengnum með.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.3.2014 kl. 17:07
5.3.2014 (í dag):
"Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það.
Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands:"
"The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland.
The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process.
The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter.""
Evrópusambandið tilbúið þegar og ef Ísland vill halda viðræðum áfram
Þorsteinn Briem, 5.3.2014 kl. 21:41
Ég hef "þorað" að taka mína eigin afstöðu í ýmsum málum og tilgreint þau fyrr á bloggsíðu minni án þess að huga fyrst að stefnu einhverra flokka, Jón Valur.
Ég skrifaði undir áskorun til forseta Íslands um að nota málskotsréttinn varðandi fyrri Icesave samninginn, var ósammála "túrbínutrix"-samningum vegna Helguvíkurálvers og fleiru sem gert var á meðan Sf var í stjórn, einnig því að viðameiri fríðindi skyldu veitt í samingum vegna verksmiðju á Bakka rétt fyrir kosningarnar 2013 en nokkur ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar hafði veitt.
Ómar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 00:07
Hérna hafið þið það sem kom fram á blaðamannafundinum hans Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með José Manuel Barroso. Best að menn lesi það sjálfir, en það virðist sem SDG hafi haft þetta rétt eftir :
http://www.euractiv.com/enlargement/barroso-tells-iceland-decide-fas-news-529332
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2014 kl. 01:51
Gott og vel, Ómar, þú berst auðvitað fyrst og fremst fyrir náttúru Íslands, enginn hér að efast um það, og gott var hjá þér að berjast gegn Icesave-I-samningnum (en hvað um Buchheit-samninginn?).
En ég var hér í raun að skora á þig að lýsa því yfir, að það komi ekki til greina í þínum huga, að Ísland verði meðlimaríki Evrópusambandsins.
Eða erum við í því efni á öndverðum meiði, en þú virkilega fylgjandi Össurar?
Jón Valur Jensson, 6.3.2014 kl. 09:21
Gott hjá þér, predikari !
Jón Valur Jensson, 6.3.2014 kl. 09:22
Þökk fyrir það Jón Valur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.3.2014 kl. 15:29
Amen.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.3.2014 kl. 16:14
"There are NO permanent derogations from the EU acquis"
Getur þetta verið einfaldara?????
Jón Logi (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 15:51
Nei það getur ekki orðið einfaldara. Það eru bara þessi fullveldisafsalssinnar sem í þráhyggju sinni trúa lygum dr. Össurar og formanni einsmálsfylkingarinnar auk jarðfræðinemans sem þylja áfram möntruna sem þeim hefur verið kennd :
„Við erum í samningaviðræðum að semja um fullt af varanlegum undanþágum og þá getum við kíkt í pakkann og séð að hann er harla góður og göngum þarna inn og höldum fullu sjálsfstæði og fullum yfirráðum yfir fiskveiðiauðlindinni.”
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.3.2014 kl. 16:05
Tek undir með nafna mínum Loga og predikaranum.
Jón Valur Jensson, 11.3.2014 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.