5.3.2014 | 23:08
"Forsetafrúin, - afsakið, forsetafáninn dreginn að húni.."
John Travolta er fráleitt sá fyrsti sem mismælir sig illa í beinni útsendingu. Í frásögnum fjölmiðla af heimsókn Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Íslands og Dóru Þórhallsdóttur á Snæfellsnes fyrir 60 árum tókst þeim að gera tvær villur.
Sagt var frá móttökuathöfn og útvarpsþulurinn sagði: "Því næst var forsetafrúin, - afsakið, - forsetafáninn dregin að húni."
Og í frásögn eins dagblaðsins stóð: "Þá flutti Ingibjörg Guðmundsdóni ávarp."
Það var öllu verri villa, því að ekki var hægt að leiðrétta hana.
Ég geymi í huga mér nokkrar aðrar meinlegar villur af þessu tagi hjá mér sjálfum og fleirum þar til ég segi frá þeim ef Guð lofar í framhaldinu af byrjun ævisögunnar, sem ég segi í Gaflarleikhúsinu á sunnudagskvöldum.
John Travolta biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fær er hún í flestan sjó,
forsetann þar verstan,
oft að húni Dorrit dró,
dólgurinn að vestan.
Þorsteinn Briem, 5.3.2014 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.