7.3.2014 | 16:31
Er hægt að leggja sjálfan sig í einelti?
Upp hafa komið raddir um það að undanförnu að fjölmiðlar og landsmenn leggi Vigdísi Hauksdóttur í einelti með sífelldum fréttaflutningi af ummælum hennar, gersamlega að ástæðulausu.
Þegar málið er skoðað nánar er þó varla hægt að komast hjá því að velta vöngum yfir því hvort hún sé ekki að leggja sig í einelti sjálf, því að varla líður svo dagurinn sem hún segir ekki eitthvað ssvo dæmalaust og hliðstætt hefur varla heyrst áður.
Að minnsta kosti hef ég aldrei áður heyrt það að á vinnustaðnum Alþingi hafi bæði þingmenn og starfsfólk hér áður fyrr litið svo stórt á Alþingismenn að starfsfólkið leggði ekki í það að dirfast að ávarpa þessa háu, næstum guðum líka herra, hvað þá alþingiskonurnar, drottningum líkar að tign.
Lýsing Vigdísar á hinum horfnu dýrðardögum takmarkalausrar aðdáunar venjulegs fólks á þingmönnum, fær mann til að lygna augum og sjá fyrir sér starfsfólkið þar fá í hnén og vera á barmi yfirliðs þegar hátignirnar voru í nánd.
Og síðan klykkir Vígdís út með því að segja að mikil eftirsjá sé að þessu ástandi á þinginu.
Það virðist hafa verið þar gríðarleg gjá milli þings og þjóðar samkvæmt þessari lýsingu hennar sem Birkir Jón Jónsson samflokksmaður hennar segir ekki í neinu samræmi við sína upplifun af þessum vinnustað, þar sem maður hélt að starfsmenn væru í vinnu hjá þjóðinni.
Þessi ummæli eru þeim mun athyglisverðari að 17. júní hélt forsætisráðherra ræðu rétt fyrir utan þinghúsið þar sem hann mærði hinn sérstaklega litla stéttamun sem hefði löngum verið á Íslandi.
Bara þetta mikla ósamræmi gefur tilefni til umræðna án þess að þeir sem um það ræða séu vændir um einelti á hendur Vígdísi.
Ósáttur við ummæli Vigdísar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill!
Vigdís virðist illahaldin af "húsbændur og hjú" heilkenninu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.3.2014 kl. 16:46
Viðhorf til þingmannstarfsins hefur breyst.Um það þýðir ekki að deila.Þar hefur Vigdís rétt fyrir sér.Hér á árum áður var borin virðing fyrir þingmannsstarfinu.Samkvæmt skoðanakönnunum er það ekki lengur.Nú er talað um þingmenn eins og hunda það er gert á fjölmiðlum.Auðvitað smitar þessi umræða inn til starfsmanna þingsins.Um það á ekki að þurfa að deila, starfsfólk Alþingis er eins og hvað annað fólk sem kemur inn af götunni og fer að vinna.Eitt sinn var borin virðing fyrir þeim sem störfuðu sem starfsmenn á "hinu háa Alþingi".Þá á ég ekki við þingmenn.í dag liggur við að hlegið sé að vinnustaðnum Alþingi.En einhverjar vinnureglur hljóta að vera á Alþingi, varðandi samskipti þingmanna og starfsfólks.Og ekki síður milli þingmanna sjálfra.En Birkir Jón hefur kanski komist í að spila póker við starfsfólk Alþingis.Hann er góður á því sviði.En er ekki ágætt að þessi umræða kom upp á yfirborðið.Og er ekki hætta á því að þegar þingmenn hæðast hver að öðrum og hlaupa upp í ræðustól á nokkurra mínútna fresti til að gera grín hver að öðrum,að starfsfólk Alþingis fari að gera grín að þingmönnum.Og þá vaknar spurningin hvort það sé þeirra starf.
Sigurgeir Jónsson, 7.3.2014 kl. 17:07
Virðingu þarf að ávinna sér. Hélt að flestir sæmilega siðsamir menn áttuðu sig á því.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.3.2014 kl. 17:14
Það er verst fyrir Birkir Jón, sem nú er fluttur í Kópavoginn, að búið er að loka Goldfinger.Hann hefði væntanlega plummað sig vel þar í bakherbergi í pókernum, með ESB félögum sínum.Eru ummæli hans varðandi Vigdísi, ekki lituð af því að hún er formaður Heimssýnar og Birkir er ekki hrifinn af þeim félagsskap og vill ólmur leggast undir gömlu nýlenduveldin í ESB.Kanski freista spilavítin í Monaco.
Sigurgeir Jónsson, 7.3.2014 kl. 17:19
Kellingar ræfillin er orðin "synonymious" fyrir alla lágkúru og heimsku Alþingis Íslendinga.
Auðvitað á hún bágt, en þó mun minna en þeir sem lenda í fólskuverki framsjalla kjánanna.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 17:24
Hvað ertu að þrugla um póker Sigurgeir? Á það að heita skammarlegt að spila póker?
Það er ólöglegt að vera atvinnufjárhættuspilari á Íslandi (klárlega ein hlægilegustu lög sem enn er í gildi hér á landi) en að því slepptu þá má spila póker eins og hjartað lystir.
Þetta er eins og að reyna að sverta mannorð einhvers með því að saka hann um að borða ost.
Páll Jónsson, 7.3.2014 kl. 18:10
Eymingja Vigdís. Hún er ein af blessunarlega fáum einstaklingum sem vita aldrei hvað þeir ætla að segja fyrr en hún er búín að segja það. Þá verður hún líka jafn undrandi og allir aðrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2014 kl. 18:47
...fyrr en HANN er búinn að segja það.
Jón Steinar, hvað segir Eiður Svanberg um þetta?
Alltaf gaman að glíma við móðurmálið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 19:04
Framsóknar er herfan óð
með ambögur í jötunmóð,
enda er hún ekki fróð.
Hennar er lítil sálarglóð
Sr Mabel (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 00:01
Eftir að hafa víða rekist á tilvitnanir í spjall VH í Mónitor Mbl. gerði ég mér ferð á Umferðarmiðstöðina, BSÍ. Náði þar í eintak af blaðinu. Vá! VH leggur sjálfa sig í gróft einelti. Ég hef áhyggjur af þessu.
Jens Guð, 8.3.2014 kl. 00:15
Oft er það svo að það eru ekki "venjulegir" einstaklingar sem eru lagðir í einelti.
Einn strákur sagði um annan að hann "kallaði á að vera barinn".
Vigís er nokkuð herská á stundum og ekkert skrítið að menn grípi til varna sem fyrir verða, en það getur orðið þunn línan milli þess að verjast og að leggja í einelti.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 07:35
Kæri Ómar
Ertu virkilega að halda því fram að það sé allt í lagi að leggja einhvern í einelti ef viðkomandi býður uppá það?
Svona einsog að það sé OK að nauðga konu ef hún klæðir sig sexy eða talar um kynlíf?
Auðvitað ertu ekki að því, en sérðu ekki að þú ert á hálum ís?
Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 09:16
Var borin virðing fyrir hinum háu herrum? Þjóð í hafti hlýtur að fyrirlíta. Er það ekki líklegra?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 12:47
Þetta segir nú eiginlega allt sem segja þarf. Í viðtalinu er Vigdís spurð:
„Hefurðu aldrei áhyggjur af því að einfaldar staðreyndavillur sem andstæðingar þínir hanka þig á skemmi fyrir þínum málstað í heildina litið."
Vigdís svarar:
"Það er mjög leiðinlegt að það sé alltaf hnýtt í svoleiðis og óþolandi að fók geti ekki tekið efnislega umræðu um mig. Ef að fjölmiðlar og þingmenn ræða um mig er þeim það alveg frjálst og ég skipti mér ekki af þvi og hef ekki áhyggjur af því. Ég virðist fara í taugarnar á mjög litlum en háværum hópi hér á landi og það fólk beygir mig ekki, ég verð áfram eins og ég er."
Vigdísi finnst „leiðinlegt" og „óþolandi" að hún sé hönkuð a einföldum staðreyndavillum. Og að hennar mati er það ekki dæmi um „efnislega umræðu". Að fá staðreyndir á hreint og hafa þær á hreinu er grunnforsenda efnislegrar umræðu.
Wilhelm Emilsson, 8.3.2014 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.