Dýrmætt fyrir reynslubankann.

Eitt mikilvægasta verkefni ungs fólks er að reyna að horfa nógu langt fram í tímann þegar gerð eru mistök.

Mistök í upphafi ferils geta verið svo niðurdrepandi, af því að þau verða stór í huga þess sem gerir þau vegna þess hvað þau eru stór hluti af stuttri reynslu.

Þá er gott fyrir hinn unga eða hina ungu að hugsa um það, hve mistökin eiga eftir að verða hlutfallslega miklu minni í samanburði við heilan íþróttaferil upp á allt að 20 ár eftir atvikum heldur en þau eru eftir til dæmis tveggja ára feril.

Þar að auki eru mistök dýrmæt til að setja í reynslubankann.

Og enn má nefna það að mestu meistararnir eru það ekki endilega vegna þess að þeim gekk alltaf allt í haginn heldur enn frekar vegna þess hvernig þeir unnu úr mistökum og ósigrum.

Muhammad Ali tapaði þremur bardögum á þeim tíma ferils síns sem Parkinsonsjúkdómurinn hafði ekki haft veruleg áhrif á hann og í öll skiptin afskrifuðu flestir hann sem útbrunninn íþróttamann, enda var hann orðinn 36 ára þegar hann tapaði heimsmeistaratitlinum til Leon Spninks árið 1978 og þá voru liðin 18 ár síðan hann varð Ólympíumeistari og fór eftir það út í atvinnumennsku.

Þegar hann gekk á hólm við George Foreman 1974 höfðu aðstoðarmenn hans mestar áhyggjur af því að hann yrði fluttur af vettvangi stórslasaður í sjúkrabíl. Annað kom á daginn.  

Aníta Hinriksdóttir er rétt að byrja feril, sem getur orðið sérlega glæstur og hún á alla möguleika og hefur langan tíma til að sanna að hún sé sannur meistari (champion) sem eflist við mótlætið.


mbl.is „Aníta er mjög svekkt út í sjálfa sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún gæti spælt línuna á endasprettinum:

 http://www.youtube.com/watch?v=KD7FlwOwTbY

Sprettur (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 22:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leggur ungum línurnar,
lífsins mörg er gáta,
stórar tærnar stundum þar,
steig á línu hnáta.

Þorsteinn Briem, 7.3.2014 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband