8.3.2014 | 18:54
"Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint!.."
Ofangreind setning er einhver hin vinsælasta sem sungin hefur verið á Íslandi og þjónaði sínu hlutverki vel í þorskastríðunum.
Því miöur hefur hún verið ofnotuð eins og samtalið við óánægða vegfarandann vegna lokunar Hellisheiðar ber með sér.
Vegfarandinn virðist gefa sér það að hann verði fljótari yfir ófæra Hellisheiði heldur en um Þrengslin.
Dæmin um svona lagað hér á landi nema þúsundum í gegnum tíðina, stór og smá.
Og eitt og eitt hrun, stórt eða smátt eftir atvikum, virðist ekki breyta því.
Alltaf sama ruglið í löggunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margur er hér kóngur klár,
á kvöldin herðir jarlinn,
upp'á Heiði er þó smár,
ekki langt fer karlinn.
Þorsteinn Briem, 8.3.2014 kl. 19:28
Agaleysi og frekja.
Spegilmynd af íslenskri pólitík.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 19:36
Það hefði verið bænda-ráð, að hleypa helvítinu uppeftir
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 20:08
Það eru flestir kóngar á Íslandi meðan á meðan allt leikur í lyndi. Menn þurfa ekki að vera ölvaðir eða undir áhrifum vímuefna til að vera hættulegir. Erfitt er fyrir marga að skilja það. Beita þarf hræðsluáróðri til að koma vitinu fyrir menn.
Í umferðafræðslu er hægt að sýna myndbönd um hræðilegar afleiðingar ölvunarslysa. Skylda þá sem gerast brotlegir til að fara á námskeið eða aðstoða á bæklunardeildum sjúkrahúsa. Dauðaslys vegna ölvunar og vímuefna eru alltof mörg.
Sigurður Antonsson, 8.3.2014 kl. 21:54
Þetta er bara flökkusaga. Löggan póstar svona gríni reglulega. Síðast var það saga um mann sem varð fyrir því óhappi að kötturinn hans beit í eistun á honum. Sú saga er erlend að uppruna. Og þessi sjálfsagt líka. Gvuðanna bænum ekki láta eins og þetta sé eitthvað annað en þvæla
jón (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 01:14
Ég held þó að sagan af Sýslumanninum á Selfossi sé sönn....
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.