8.3.2014 | 22:12
Frændþjóðunum til sóma.
Íslendingurinn Gunnar Nelson og Svíinn Alexander Gustavsson voru frændþjóðunm Íslendingum og Svíum til sóma í stórkostlegum bardögum frammi fyrir smekkfullum risaleikvangi í London.
Báðir áttu í höggi við stórhættulega rotara og unnu báðir á þann hátt sem lýsa má með bandaríska máltækinu "to beat them at their own game", koma þeim á óvart og fella þá á eigin bragði.
Báðir andstæðingarnir fengu aldrei ráðrúm til að nota sína eftirlætis bardagaaðferð.
Gunnar byrjaði að venju með sinni óvenjulegu hugarró og einbeitingu, hafði lag á að "skera hringinn", þ. e. að koma andstæðingnum út úr miðjunni og upp að hringnetinu, tók sér góðan tíma, beið rólega eftir því að Omari gæfi "opnun", og hana nýtti Gunnar sér meistaralega, kom frábæru beinu höggi á Rússann og í framhaldinu kom hann honum niður í gólfið þar sem Gunnar sýndi allar sínar bestu hliðar.
Alexander Gustavsson átti í aðalbardaga kvöldsins höggi við jafnvel enn hættulegri og skelfilega vöðvamassaðan andstæðing, frægan fyrir höggþunga og rothögg og ósigrandi fram að þessu.
Sallarólegur gekk Svíinn til leiksins og fjótlega sást, að hann lumaði á leynivopni, skæðu upphöggi, en gætti þess jafnframt vel að gefa hinum þunghögga mótherja ekki færi á sér.
Lokasókn Svíans var flott, byrjaði með truflandi upphöggi, sem hann fylgdi eftir þungum og hnitmiðuðum höggum og kom sér í færi í þessari leiftursókn til að beita hrikalegu hné- upphöggi ásamt höggafléttu i beinu framhaldi sem fylgdi fórnarlambinu alveg í gólfið.
Skynsemi, útsjónarsemi, markviss þjálfun og undirbúningur, úthugsuð bardagaáætlun byggð á nákvæmri greiningu á andstæðingnum og sjálfum sér, hugarró og yfirvegun hinna ljósleitu "frænda" var til sóma í kvöld. Til hamingju, Gunnar!
Gunnar vann í fyrstu lotu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju ertu að tala um þennan Svía? Skiptir hann okkur einhverju máli?
esteban13 (IP-tala skráð) 8.3.2014 kl. 22:36
lota no eitt .. hvenær er þá lota no 2 og svo þrjú ?
Jón Snæbjörnsson, 8.3.2014 kl. 22:39
Af hverju á ég ekki tala um Svíann? Það var mikil umræða og áhugi á Íslandi og öllum Norðurlöndunum á því þegar Svíinn Ingemar Johansson varð fyrstur Norðurlandabúa til að verða heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum.
Ekki síður varð um það almenn umræða á Norðurlöndum þegar þeir Gunnar Huseby og Torfi Bryngeirsson urðu Evrópumeistarar í kúluvarpi og langstökki 1950.
Svíinn er efstur á listanum í sínum þyngdarflokki í þessari bardagaíþrótt, þetta var aðalbardagi og hápunktur kvöldsins og svo skemmtilegt hve hann og Gunnar sýndu líka takta.
Ómar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 23:16
Utan efnis Ómar þá langaði mig að skjóta þessu inn:
http://www.ruv.is/frett/samstodufundur-a-austurvelli-0
Nú loksins gerði lögreglan vísindalega áætlun um mannfjölda á samstöðufundi á Austurvelli byggða á yfirlitsmyndum. Niðurstaðan er 2000 manns, þó ætla megi að vel hafi verið pakkað á völlinn samkvæmt myndum.
Hið hlutlausa RUV tíundar þetta í frettinni og fær prik fyrir, en stenst þó ekki freistinguna að tala um að "Þúsundir" hafi mætt í stað þess að opinbera töluna 2000 með of áberandi hætti.
Þetta er burtséð frá öllum theoretískum samanburði við sætanytingu í farþegaflugvélum og hvergi "bullað út í eitt".
I rest my case.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2014 kl. 23:23
Mbl.is í dag:
"Hópurinn sem stendur fyrir fundinum skipulagði samskonar samstöðufund síðasta laugardag og mættu þá á bilinu 7-8.000 manns."
Þorsteinn Briem, 8.3.2014 kl. 23:48
Var það talið Steini, eða er þetta áætlun byggð á óskhyggju? Hvað voru margir þar? 4-6-7-8-9-10 eða 11.000? Allar tölur hafa verið nefndar.
Ég notaði 6 ljósmyndir frá 3 vinklum þarna og fékk út tæp 3000. Tala RUV þá var 6000. Í viðburði á undan taldi RUV í fyrstu 600 en hækkaði svo töluna síðar í 3.500.
Veist þú hvað er hið rétta Steini? Væru Að rök fyrir þér ef einhver hefði látið út úr sér töluna 50.000?
Hvað taldir þú?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 00:55
Hvaðan hefur mbl. Heimild sína Steini? Ég vil nefna að á fyrsta viðburðinum nefndi RUV 600 en Mbl. 3.500. RUV aðlagaði svo tölu sína að áætlun Mbl.
Er þér farið að skiljast að það var aldrei talið? Er þér farið að skiljast að burtséð frá hver birtir tölurnar, þá er gagnrýni mín fullkomlega réttlætanleg.
Enn hefur engin stigið fram með rökstudda fullyrðingu, en ljóst er að tölur sem rokka á 7000 manns til eða frá eru ekki í neinu samhengi trúverðugar. Ekki frekar en að áætlunin varíeraði 50 til 150 eða 10 til 25.000.
Ertu að ná þessu?
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 01:02
Þorsteinn Briem, 9.3.2014 kl. 01:25
Þorsteinn Briem, 9.3.2014 kl. 01:31
Fjörutíu þúsund undirskriftir nægðu í Icesave-málinu
Þorsteinn Briem, 9.3.2014 kl. 01:48
Af sama viðburði og lögreglan telur 2000 segir Vísir að hátt á fjórða þúsund hafi mætt. Stöð tvö segir svo "nokkur þúsund" án þess að nefna tölu.
http://visir.is/hatt-i-fjorda-thusund-a-austurvelli/article/2014140309007
Hættu svo að færa markið Steiní. Þú lítur út eins og bjáni með svona spammi.
Varðandi þær tölur, þá er þetta ekki yfirfarnar tölur og víst að þessar tölur lækki við þá yfirferð. Þúsundir naflausra skrifa undir þetta t.d.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 04:07
Hvað er þessi Jón Steinar að fara?
Eitt þúsund eða jafnvel bara eitt hundrað væri góð þátttaka miðað við "inertia" innbyggjara.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 08:48
Væri ekki best að senda Gunnar Nelson og Svíann til að telja?
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 21:23
Annar þeirra myndi þá kannski segja við hinn eins og Halli sagði við Ladda: "Hættu að telja, þetta er ég!"
Ómar Ragnarsson, 10.3.2014 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.