Vekur óvenju margar spurningar. Rænt án vitneskju áhafnar?

Dularfullt hvarf Amailiu Erhardt 1937 vakti ótal spurningar og vekur enn í dag. Kenningarnar um það sem gerðist voru fjölbreytilegar og meðal annars var því velt upp hvort Japanir hefðu rænt henni.

Eins og oft vill verða þegar um dáð og heimsþekkt fólk var að ræða, voru meira að segja uppi kenningar um að hún kynni að vera á lífi mörgum áratugum eftir hvarfið.

Nú eru á sveimi vangaveltur um tengingu hvarfs vélarinnar við þjóðfélags- og stjórnmálaástandið í Malasíu.

Við Íslendingar þekkjum það, hve mikil viðurkenning okkur þótti það vera fyrir sjálstæði okkar og þjóðarheiður þegar okkar flugfélögum gekk vel í samkeppni við flugfélög stórþjóðanna.

Einkum þótti uppgangur Loftleiða rós í hnappagat okkar.

Svipað hefur átt sér stað um ýmis lönd, sem talin hafa verið vanþróuð.

Eþíópía er eitthvert fátækasta land heims og afar vanþróað. Þar ríkir í raun einræði, sem meðal annars byggist á því að halda vinfengi við Bandaríkin.

Í landinu, þar sem búa 250 sinnum fleiri íbúar en á Íslandi, eru samtals aðeins um 20 flugvélar sem ríkisflugfélagið Ethiopian Airlines á ekki og grimmar hömlur hafa ríkt um allt flug þar í landi.

Hins vegar er Flugfélag Eþíópíu eina nútímalega fyrirbrigðið sem þessi þjóð gertur státað af, sannkallað þjóðarstolt.

Öll flugtækni í Eþíópíu hefur komið frá Bandaríkjunum, en þangað hefur verið leitað til að skapa flugstarfsemi sem gefi ekkert eftir því besta sem tíðkast í öðrum löndum.

Svipað hefur átt við um flugstarfsemi í öðrum ríkjum, þar sem er fátækt og lélegt og óróasamt stjórnarfar, að reynt hefur verið að hafa starfsemi flugfélaganna þar, oftast aðeins eins flugfélags í hverju landi, þannig að fullt traust alþjóðlegt traust hafi skapast á því.

Rannsóknin á hvarfi malasísku þotunnar hefur hins vegar leitt í ljós bresti, sem varpa skugga og efasemdum á flugöryggi í landinu og starfsemi flugfélagins sjálfs.

Meðan ekkert meira kemur í ljós en að flugvélinni hafi líklegast verið rænt af einhverjum um borð, jafnvel flugstjórunum sjálfum, eru möguleikarnir á því og ástæðum þess næstum óteljandi.

Hugsanlegt kann til dæmis að vera að átt hafi að fljúga vélinni til einhvers lands og að þegar farþegarnir um borð hafi áttað sig á því hafi orðið uppreisn meðal þeirra og þeir reynt að grípa í taumana, svipað og gerðist í einni af þotunum, sem rænt var 11. september 2001.

Þessar örvæntingaraðgerðir farþeganna mistókust og þotan hrapaði til jarðar í Pennsylvaníu og fórst með manni og mús.  

2001 leiddu farsímasamtöl óttasleginna farþega atburðarásina í ljós, en þess ber að gæta, að þotan var yfir Bandaríkjunum og því afar gott farsímasamband.

Annað kann að hafa verið uppi á teningnum ef malasíska þotan hefur verið komin langt út á haf. Hún hafði víst sjö tíma flugþol og vegna þess að alllangt flug var hvort eð er fyrir höndum gat hún verið komin ansi langt þegar farþegunum varð ljóst að ekki væri allt með felldu.

Hafi flugstjórinn, annar eða báðir, staðið fyrir því að fljúga af leið, gátu þeir gert það án þess að aðrir í áhöfninni yrðu þess varir og miðlað fölskum upplýsingum til farþega.    

 


mbl.is Rannsaka flughermi flugstjórans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið fer í nýtt ljós eftir að forsætisráðherra Malasýu staðfesti að radargögn hersins sýni að vélin breytti skyndilega um stefnu. Og svo viðist sem slökkt hafi verið á ýmsum búnaði áður en samband við vélina rofnaði.

Forsætirráðherrann er í raun að staðfesta ýmislegt sem fjölmiðlr höfðu eftir aðallega nafnlausum heimildarmönnum síðustu daga.

Það kemur mér samt soldið á óvart að hægt sé að byggja á gögnum frá gervihnöttum sem sýna að vélin virðist hafa á flugi í nokkra klukkutíma eftir að hún hvarf af radar.

Jafnframt er sagt að radargögn frá hernum sýni að vélin hækkaði flugið í um 45.000 fet skömmu eftir að samband rofnaði og stuttu síðar lækkaði flug í um 23.000 fet.

Ef ofansagt er sirka rétt - þá hlýtur það að beina rannsókninni að flugmönnunum, öðrum eða báðum.

En það í sjálfu sér skýrir lítið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 12:25

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvað ætli sé langt til Norður Kóreu sé flogið í smá sveig yfir hafi alla leið?  Það er ekki mikið lengra en beint flug frá Malasíu til Peking.

Sjá kort:

http://cbsnews2.cbsistatic.com/hub/i/r/2014/03/08/8c23f119-1429-4828-aac8-bdf3d313c110/thumbnail/620x350/88a8f96a7ab7b540e75e22d54ecddfba/kuala-lumpur-plane-map-revised.jpg

Ágúst H Bjarnason, 16.3.2014 kl. 12:46

3 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 12:52

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það liggur ekkert fyrir um það að flugmenn vélarinar eigi sök á hvarfi hennar. Og mér finnst það eindæma lúalegt af stjórnvöldum að ýja að því að andstaða flugmannsins við stjórnvöld sem hafa verið samfleytt við stjórn í 57 ár kunni að tengjast málinu. Það er hreinlega verið að gefa í skyn að hann hafi hugsanlega myrt 239 manns í einhvers konar pólitísku skyni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.3.2014 kl. 12:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Líklegast hrapaði vélin í sjóinn - en ef maður gefur sér að flugmaðurinn, annar eða báðir, hafi ákveðið að fyrirfara sér og deyða alla um borð - þá vantar skýringu á afhveju hann eða þeir gera það ekki strax heldur fljúga í marga klukkutíma og að því er virðist þar til vélin verður bensínlaus.

Eftir að samband rofnaði við vélina var önnur flugvél sem var skappt frá beðin að reyna að ná sambandi og haft er eftir þeim flugmanni að hann hafi náð sambandi en svo miklar truflanir hafi verið að hann hafi tæplega greint orðaskil. En vegna þess að hann náði sambandi og ekkert mayday kom - þá var í fyrstu látið gott heita og talið að um ekkert merkilegt væri að ræða því samkv. þeim flugmanni er ekki óalgengt að samband rofni eða verði illgreinanlegt. Hann taldi að hann hefði talað við aðstoðarflugmanninn. En aðstoðarflugmaðurinn hefur fyrir stuttu brotið reglur þegar hann bauð tveim farþegum inní fljugstjórnarklefa sem er algerlega bannað samkv. reglum flugfélagsins.

Ekki að það sé krúsíalt - en samt vísbending um soldið sérstaka afstöðu til starfsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 13:02

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það eru í raun BNA sérfræðingar sem eru orðnir leiðandi í tæknilegri rannsókn. Það voru þeir sem fyrst láku upplýsingum um radargögn sem sýndu að vélinni hefði sennilega verið snúið af leið viljandi og að það sem gert var, slökkt á búnaði, hefði þurft umtalsverða þekkingu á flugvélum - og þá sér í lagi þessari gerða af vélum.

Nú segja BNA fjölmiðlar að BNA rnnsekendur hallist helst að því að flugmennirnir hljóti að vera viðriðnir málið, annarhvor eða báðir.

http://edition.cnn.com/2014/03/16/world/asia/malaysia-airlines-plane/index.html?hpt=hp_t2

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 13:21

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,annar eða báðir".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 13:22

8 identicon

Hádegis fréttir Bylgjunnar sögðu vélina hafa flogið í átt að Kazakhstan eða "Suðurskautslandinu". Eru engin takmörk fyrir bullinu?

Einar (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 13:26

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er byggt á gögnum frá gervihnetti, svokölluðu ,,electronic ping". Það er ekki hægt að segja nákvæmlega um staðsetningu heldur aðeins að merkið hafi komið. Möguleiki er á bæði norður stefnu og suður stefnu. Hugsanlega er þó hægt að fá nákvæmari sataðsetningar þegar búið er að greina þessi gögn betur en það tekur tíma, að sögn sérfróðra sem erlendir fjölmiðlar vitna til.

En vegna þess að Malasýsk yfirvöld staðfestu í gær upplýsingar sem lekið hafði verið smá saman í fjölmiðla af Bandarískum rannsekendum nafnlaust - þá hefur maður auðvitað tilhneygingu til að hlusta betur eftir því sem þeir segja núna. Eg segi fyrir minn hatt, að eg gaf lítið fyrir þessar nafnlausu upplýsingar sem fjölmiðlar voru með. Virkaði sem æsifréttastíll. En forsætisráðherra Malasýu staðfesti þetta nánast allt í gær.

Haft er núna eftir sérfróðum að vinstri beygjan hafi verið prógrammeruð inní stjórntölvu flugvélarinnar:

,,Adding to the intrigue, ABC News reported that the dramatic left turn was preprogrammed into the plane's navigation computer. It's a task that would have required extensive piloting experience to complete."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 13:34

10 Smámynd: Sigurður Antonsson

Flugvélahvörf eða flugslys skipta alla þjóðir miklu máli. Stóru slysin hjá okkur eins Geysis eða Hrímfaxaslysið hafa eflaust orðið vegna oftrúar á flugstjórnartæki þeirra tíma.

Að halda því fram að flugvélin hafi flogið til Norður Kóreu er langsótt. Þá hefði hún sést á mörgum flugstjórnarsvæðum. Öryggi er í því að tæki flugvéla senda skilaboð til gervihnatta á margvíslegan máta.

Bandarískir flugvélaframleiðendur styrkja stöðu sína ef þeir geta upplýst um að búnaður þeirra starfi óaðfinnanlega þótt flugvélar hverfi af flugumferðasvæðum. Þá vaknar sú spurning af hverju slíkur búnaður sendi ekki út staðsetningar í almennu flugi.

Sigurður Antonsson, 16.3.2014 kl. 13:53

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"þotan var yfir Bandaríkjunum og því afar gott farsímasamband"

Gott farsímasamband í flugvél í 20.000 fetum?

Farsíminn minn dettur úr öllu sambandi bara við það eitt að fara inn í lyftu.

Nú er talsvert meira af málmi sem umlykur mann í flugvél og almenn flughæð er talsvert lengri vegalengd en er á milli farsímamastra á þéttbýlissvæðum.

Að farþegar flugs 97 hafi getað náð farsímasambandi við jörðu, er því miður bara enn ein af ótalmörgum mörgum þjóðsögum sem fundnar hafa verið upp um atburðina 9/11.

Verst er hve margir hafa gleypt þær hráar, eins og þessi ummæli bera með sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2014 kl. 14:09

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Flug 93 átti það að vera (United Airlines), biðst velvirðingar á misrituninni.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2014 kl. 14:10

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er svona sirka kort yfir það sem talað er um varðandi leiðina:

http://ktwop.files.wordpress.com/2014/03/mh370-cnn-tweet.jpg

Að hún flýgur rétt fyrir stönd Malasýu - og beygir þá vestur og fer yfir landið aftur. Þá er búið að slökkva á eftirlitsbúnaði, að mér skilst, en radar sem herinn er með nemur merkið.

Það er samt ekki þannig, skilst mér, að herinn geti fylgst með þessu í rauntíma heldur geti hann endurspilað eitthvað kerfi og fundið þetta út.

Mörgum hefur fundist grunsamlegt hve lengi þessar upplýsingar voru að koma fram en sumir vilja meina að það þurfi ekki að vera neitt grunsamlegt því það taki talsverðan tíma að lesa úr þessum gögnum eftir á.

Efti að herinn hættir að geta rakið, þá er það nýjast að ,,electronic ping" hafi gerfihnöttur numið í allt að 6-7 klukkutíma.

Ekki er hægt að segja til nákvæmar um leiðina, að svo stöddu, en að annaðhvort hafi hún farið í norður eða suður átt.

Samkvæmt fréttum í BNA blöðum, þá er eins og BNA rannsekendur hallist að suðurátt og svo virðist sem leit þar sé mikið elfd m.a. af BNA mönnum.

Ef ofantaldar upplýsingar eru nokkurnvegin réttar og ekki komi enn einn snúningurinn þar sem öllu er hafnað (sem er ólíklegt því sjálfur forsætisráðherra Malasýu hefur staðfest þetta.) - þá er þetta auðvitað mjög sérkennilegt alltsaman. Erfitt er að rekja ferðalag vélarinnar til bilunnar eða slyss ss. sprengingar og vélin hafi verið á átópilot eins og sumum hefur dottið í hug. Það er miklu líklegra sem vélin sé undir stjórn manna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 16:34

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var sagt frá því í fréttum að farþegar um borð í þotunum, sem ræt var 11. septembet 2001 hefðu getað hringt úr farsímum um borð.

Þegar maður fer í flug á einaflugvélum þarf maður í upphafi flugs hvaða farsímanúmer sé hægt að nota ef annað samband næst ekki við vélina og í 30 ára sögu farsímanoktunar minnar hef ég ekki orðið var við að mikil hæð takmarki notagildi símans, heldur þveröfugt ef eitthvað er.

Ómar Ragnarsson, 16.3.2014 kl. 17:57

15 identicon

Russia “Puzzled” Over Malaysia Airlines “Capture” By US Nav

 http://www.whatdoesitmean.com/index1753.htm

Malaysia Airlines Mystery Deepens After Top Disease Experts Rushed To Indian Ocean

 http://www.whatdoesitmean.com/index1754.htm

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 21:31

16 identicon

30.000 fet er engin hindrun á farsímasambandi, - ekki einu sinni 10 km, og engar hindranir! En hins vegar er vegalengdin hindrun, -  það þarf ekki nema svona 10-20 sjómílur frá landi (á skipi) til að detta algerlega út vegna lögunar hnattarins. 20 mílur frá landi en í 30.000 fetum er hugsanlega enn sjónlína frá flugvél að sendi.
En nóg um það. Það sem stendur upp úr er það að hægt var að hringja í suma síma fólks sem var í vélinni. Það þýðir einfaldlega að þeir símar enduðu ekki á hafsbotni.
Vélinni var snúið, og flogið í fleiri tíma eftir að samband rofnaði, og það af manna völdum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 21:42

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með símana í Malayísku vélinni - að samkv. sérfræðingum er það ekkert óeðlilegt eða óvænt. Get leitað uppi og bent á hvað sérfróðir segja um það. En það er ekki vísbending um hvort símarnir hafi verið á hafsbotni eður ei. Þetta er ein af flökkusögunum sem orðið hafa til kringum hvarf Malayísku vélarinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2014 kl. 22:10

18 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Í augnarblikinu eru allar línur uppteknar eða farsíminn utan þjónustusvæðis.
Pottþétt niðurstaða á hafsbotni.

Jón Logi Þorsteinsson, 16.3.2014 kl. 22:26

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.2014 (síðastliðinn þriðjudag):

Símhringingarnar eiga sér eðlilegar skýringar

Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 22:45

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Vegna kúlulögunar jarðar breytist fjarlægð að sjóndeildarhring nokkurn vegin með kvaðratrótinni af hæðinni.

Þannig er hægt að sjá hlut sem er í 10 metra hæð úr um 10 km um 30 km fjarlægð, 100 metra hæð úr 30 km fjarlægð, 1000 metra hæð úr um 100 km fjarlægð og 10.000 metra hæð úr um 300 km fjarlægð.

Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Horizon


Radíó-sjóndeildarhringurinn er aðeins lengri, þ.e. radíóbylgjur á t.d. metrabylgju ná að fara aðeins út fyrir sýnilega sjóndeildarhringinn.

Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Line-of-sight_propagation

Þetta er nokkuð sem þeir sem reiknað hafa út radíóhlekki þekkja.

Ef flugvél er flogið í t.d. 100 metra hæð er hún aðeins sýnileg úr um 30 km fjarlægð af þessum sökum, en ratsjá (bæði endurkasts- og transponder-) gæti sé hana úr ívið meiri fjarlægð, þó varla meira en 40-50 km.

Það er af þessum sökum sem ég ímyndaði mér að flugvél gæti laumast í lágflugi yfir hafinu alla leið til Norður Kóreu og lent þar á afskekktum flugvelli.

Svo er það spurning um skermunaráhrif málmklæddu flugvélanna. Komast radíóbylgjurnar út um gluggana? Það er það spurning um stærð gluggaopsins miðað við bylgjulengd sendisins og þarf m.a. að skoða svokallað Fresnel Zone.  Ef síminn er á 900 MHz, rúmlega 30 cm öldulengd, þá ætti þetta að sleppa. Enn betur á 1800 MHz.

Það sem takmarkar drægni í GSM kerfinu er að um er að ræða pakkasendingar og er talið sent sem tölvugögn eða talnaruna. Svarmerkið hefur takmarkað "time slot" til að berast til baka. Flestir þekkja brrr hljóðið t.d. í útvarpstækjum þegar þau truflast af GSM símum. Það er einmitt pakkasendingin sem veldur því. Í hefðbundnum GSM kerfum er af þessum sökum klippt á samskiptin við 30 km. Í "langdræga GSM farsímakerfinu" er drægnin þó meiri. Þetta er þó einnig háð því að hæð fjarskiptaloftnetanna sé ekki takmarkandi (radio horizon).

Svo er að spurning hvað gerist ef fjarlægðin er það mikil að svarmerkið lendir inni í næsta eða þarnæsta "time slot", t.d. við 50km, eða 80 km. Er þá síminn e.t.v. skynjaður sem "innan þjónustusvæðis" án þess að samband náist við hann?  

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2014 kl. 07:42

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi lágflug, þá er það auðvitað miklu auðveldara yfir haf en mishæðótt land. Ekki þarf neina sérstaka "terrain-masking tækni" eins og í hernaði, heldur er jafnvel hægt að notfæra sér að gagni "ground effect" sem allir sem kunna pínulítið í flugeðlisfræði þekkja.  

Þegar flogið er í "ground effect" er flughæðin nokkuð stöðug þó mjög lágt sé flogið, því lyftikrafturinn eykst þegar flughæð minnkar.

Á þennan hátt er auðvelt að fljúga undir ratsjárgeislum.

Sérhannaðar "grúnd effect" flugélar: http://www.australianhovercraft.com/hovercraft_photos.htm

 http://www.aviation-history.com/theory/ground_effect.htm

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2014 kl. 10:19

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Krækjan er eitthvað biluð.   Reyni aftur

http://www.australianhovercraft.com/hovercraft_photos.htm

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2014 kl. 10:21

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Langsótt að slík vél hafi flogið langar leiðir undir radarlínu.

Hinsvegar er sagt að gögn radargögn hersins sýni að vélin hafi farið á tímabili í 45.000 fet. Hæðarmörk þessara véla eru 40.000 fet. Þó þær þoli án efa 45.000 þá er slíkt allaf áhættusamt.

Að öðru leiti hefur verið gert mikið úr ýmsum atriðum svo sem að sagt hafi verið ,,allt í lagi góða nótt" og þetta lagt út sem grunsamlegt.

Mönnum ber ekki saman um það ferkar en margt annað, en eg hef séð sannfærandi upplegg eða útskýringar, þar sem sagt er að þetta sé bara standard frasi flugmanna td. þegar skipt er frá einu eftirlitssvæði yfir á annað og eg heyrði haft einhverjum í Malaysíu að flugeftirlitsmenn heyrðu þetta milljón sinnum frá flugvélum. Væru alltaf að heyra þennan frasa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2014 kl. 11:06

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jafnframt mundi eg ætla, að ef slökkt hafi verið á öllum fjarskipta- eða boðskiptabúnaði o.s.frv. transponder og þetta allt - þá mundi ég ætla að eftir það verði flugið að vera bara sjónflug. Að fljúga slíkri vél sjónflug - maður er ekkert að sjá að það sé svo auðvelt.

Jaá, eg hallast enn að einhverskonar bilun, eitthvað hafi komið uppá, reynt að snúa vélinni við - en ástandið magnast. Vélin hefur verið einhverja stund á lofti en spurning hvort þetta electronic ping" sem gerfihnöttur nemur sé ekki ofmetið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2014 kl. 11:19

25 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ómar.

GPS getur þó verið virkt þó slökkt sé á öllum sjálvirkum boðskiptabúnaði og öðrum fjarskiptabúnaði. Maður gæti jafnvel verið með slíkt tæki í vasanum og sett við framrúðuna, svona eins og maður gerir í bíl. GPS tækin eru bara viðtæki og senda ekki út merki. 5 metra nákvæmni á staðsetningu.

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2014 kl. 12:33

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hér er viðtal eða grein eftir flugmann á CNN - og hann telur ekki alveg afgerandi að vélinni hafi verið stýrt af mönnum eftir að hún breytti um stefnu. Hann virðist vilja meina, að möguleiki sé á að slík vél geti flogið langar leiðir með átópilot off, stjórnlaus, á þann hátt að líti út í grófum dráttum sem henni sé stjórnarð.

Hann bendir líka á að það að hækka vélina í 45.000 fet meiki engan sens ef henni var stjórnað. Jafnframt bendir hann á að enn eru upplýsingar ekki nágu nákvæmar og ekki sé hægt að stökkva á niðurstöðu nema að hafa frekari gögn.

http://edition.cnn.com/2014/03/16/opinion/palmer-malaysia-flight-370/index.html?hpt=hp_c2

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2014 kl. 12:38

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Smávegis til gamans.

Á síðunni sem vísað er hér fyrir neðan má sjá hve öryggir menn eru að fljúga mjög lágt, þökk sé því sem menn kalla yfirleitt í daglegu tali ground effect, þó það sé léleg íslenska. Jarðhrif er auðvitað betra.  Þegar flugvélin er komin niður í flughæð sem er nokkurn vegin svipuð vænghafi vélarinnar, þá fer að myndast nokkurs konar "loftpúði" sem flugvélin nánast flýtur á.  Þetta er reyndar óvísindaleg lýsing, en þannig eru áhrifin.

http://www.vintagewings.ca/VintageNews/Stories/tabid/116/articleType/ArticleView/articleId/325/language/en-CA/Lower-than-a-Snakes-Belly-in-a-Wagon-Rut.aspx

Þarna eru m.a. nokkrar myndir af árásarflugvélum sem fljúga í hóp rétt yfir sjávarborðinu í átt að skotmarkinu.  Þarna notfæra menn sér einmitt jarðhrifin sem gera svona lágflug mögulegt.  Þarna má jafnvel sjá stórar flugvélar í minna en mannhæð.

Jarðhrifin eru ekki loftpúði, þó ég hafi notað það orð til einföldunar. Útskýringar eru heldur flóknari og er hægt að finna víða á vefsíðum sem fjalla um flugeðlisfræði.

Svo er það auðvitað skilgreiningaratriði hvað sé lágflug, og hve lágt þurfi að fljúga til að sleppa undir ratsjárgeisla. Það ræðst af fjarlægðinni frá radarnum og "radio horizon".    http://en.wikipedia.org/wiki/Line-of-sight_propagation

Þetta eru auðvitað ekki annað en vangaveltur um einn möguleika af öðrum.

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2014 kl. 13:13

28 identicon

Einhversstaðar las ég að síðustu orð frá MH370 hafi verið "all right, good night".

Nú þekki ég ekki "voice" praxis hjá þessum flugfélögum, en þetta finnst mér grunsamlegt. "Roger, have a good night" hefði verið "professional".

Ég er farin að halda að þessi tilkynning hafi ekki veruð frá flugmönnum, að vélinni hafi veruð rænt. Kannski fáum við aldrei skýringu á þessu hryllilega slysi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 13:36

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

GPS hefur takmarkað gildi í þessu tilfelli.

Jafnframt eru farþegaflugvélar ekki herflugvélar. Sitthvor hluturinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2014 kl. 13:45

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ómar Bjarki

Hvers vegna hefur GPS takmarkað gildi í þessu tilfelli? Tækið sýnir nákvæmlega staðsetningu á innbyggðu korti, flugstefnu, hraða, hæð og áætlaðan útreiknaðan komutíma á áfanagstað.  Það gerir minn gamli vasa-Garmin auðveldlega um borð í flugvél.


Farþegaflugvélar eru ekki herflugvélar, en þær eru flugvélar og hægt að fljúga sem slíkum. Sjá videó.

http://www.youtube.com/watch?v=etFKcl7LyTc

http://www.military.com/video/commercial-aviation/civil-aviation/boeing-747-does-extreme-low-pass/2546834172001/

-

Svo muna margir eftir farþegaflugvél sem rollaði heila veltu yfir Reykjavíkurflugvelli með dautt á öðrum hreyflinum. Það var árið 1986:

http://www.youtube.com/watch?v=bjG4GLhrDcI



 

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2014 kl. 14:53

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg skal útskýra fyrir þér muninn á GPS og nútímabúnaði í tæknivæddum stórum farþegaþotum við tækifæri.

Að öðru leiti að gera sér ekki grein fyrir eða neita því að grunnmunur er á stórum farþegaþotum og hervélum eða einhverju sem hannað er til flugsýninga - það er nánast barnalegt!

Eigi skrítið að sumir afneiti hlýnun jarðar af mannavöldum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.3.2014 kl. 15:20

32 identicon

Það var aldrei nein flugvél sem hrapaði til jarðar í nágrenni við Shanksville í Pennsylvaníu hinn 11 september 2001. Þetta var sviðsettur atburður. Heimamenn sem komu fyrstir á staðinn sáu aðeins stórt moldarflag, miðlungsstóra holu, en ENGA flugvélarbúta sem hægt væri að bera kennsl á og ENGA líkamsbúta af fólki, eiginlega ekkert ennað en einhverja örmáa málm- og plastbúta á tvist og bast hér og þar sem áttu ekkert skylt við flugvélar. 

Hér má sjá viðtöl við heimamennina: (myndin er á frönsku en viðtölin á ensku)

http://www.dailymotion.com/video/x1555k3_11-9-le-nouveau-pearl-harbor-2-3-pentagone-et-vol-ua93_news?start=1370.

 Viðtöl við fólk í GSM síma í farþegaþotum á flugi er ÓMÖGULEIKI enn þann dag í dag.,
kemur einnig fram síðar í myndinni.

 Reyndar skall engin flugvél á Pentagon heldur þennan dag , það var einnig sviðsettur atburður

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2014 kl. 18:02

33 identicon

Morðið á Kennedy var sviðsett, lending Appalo 11 var sviðsett, morðið á Oswald var sviðsett, lífið á jörðinni er að öllum líkindum sviðsett og þar með er lífið ein stór sviðsetning.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2014 kl. 13:54

34 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Ómar Bjarki:  Dag hvern opinberar þú fáfræði þína í öllu sem þú tjáir þig um.  Þú hefur engar þekkingarlegar (og hugsanlega ekki vitrænar) forsendur til að tjá þig um þetta.

Björn Jónsson:  Þetta er vel hugsanlega rétt hjá þér.  Margt bendir til þess.

Helgi Jónsson:  Gleyptu bara allt sem þú ert mataður á gagnrýnislaust.

Kristján Þorgeir Magnússon, 18.3.2014 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband