16.3.2014 | 14:47
Stóriðjan þarf sitt.
80% raforkuframleiðslu á Íslandi fer til stóriðju og það veldur því að jafnvel 10% skerðing á raforku til hennar jafngildir hvað orkumagn snertir 40% skerðingu allrar þeirrar orku, sem fer til annars í landinu.
Talað er um að það verði að reisa risaháspennulínur á milli landshluta til þess að auka afhendingaröryggi til okkar sjálfra. Það stenst ekki, því að aðeins vegna hins rómaða "orkufreks iðnaðar" verður að hafa línurnar svona risastórar og umhverfisspjöllin af þeirra völdum svona mikil.
Eftir sem áður héldi áfram vanræksla á héraðslínunum, sem farið hafa verst út úr óveðrum síðustu ára.
Talað er um að sæstrengur til Evrópu myndi hafa breytt stöðunni núna, en þá er því sleppt að svona orkuskortur hér á landi kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en á útmánuðum, en þá er líka mesta orkunotkunin í Evrópu og orkuverðið hæst.
Nú barma íslensk fyrirtæki eins og Frostfiskur sér yfir háu orkuverði vegna orkuskorts, en orkan, sem fengin yrði frá Evrópu um sæstreng, yrði seld hingað á hæsta verði hvers árs ef um algerlega frjálsa orkuverslun yrði að ræða, og einnig á allt að helmingi hærra verði en nú er allt árið.
Orkuskortur setur 190 störf í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Náhirðir og netsins tröll,
næstum öllu lekur,
lítinn hefur Bjarni böll,
en býsna orkufrekur.
Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 18:06
Fimmtíu og eitt þúsund undirskriftir komnar - Já Ísland
Þorsteinn Briem, 16.3.2014 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.