17.3.2014 | 21:49
ALMA-verkefnið er líka spennandi.
Útvarpssjónaukaverkefnið á Suðurskautslandinu eru nú að byrja að skila inn byltingarkenndum uppgötvunum eins og sjá má á tengdri frétt á mbl.is.
ALMA stjörnuvísindaverkefnið í Andesfjöllum, sem nýlega er farið í gang er líka gríðarlega spennandi, af því að með því nálgast menn líka Miklahvell meira en áður hefur verið hægt og sjá hvernig vetrarbrautir, sólir og reikstjörnur myndast úr geimryki.
Þar nýta menn sér hið þunna loft í 5000 metra hæð og tækni, sem gerir kleift að nema fyrirbæri sem mannsaugað getur ekki greint og það í miklu meiri fjarlægð en áður hefur verið hægt, en það þýðir að það, sem sést, er nær Miklahvelli en áður hefur sést.
Byltingarkenndar upplýsingar streyma inn í svo miklu magni að vísindafólkið er í kapphlaupi við að vinna út því og sér engan hvergi nærri fyrir endann á því verki.
Það virðist engan enda ætla að taka hvað við lifum á spennandi tímum.
Ein mesta uppgötvun stjarnvísindanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.