20.3.2014 | 12:01
"Mannvirkjabeltin" verða nýjar virkjanir, hraðvegir og línur.
Kynningarfundur Landsnets í morgun markaði ákveðin tímamót, því að á honum var blásið til þeirrar stórsóknar virkjana og mannvirkjagerðar um allt land sem kynnt var strax á fyrsta vinnudegi núverandi iðnaðarráðherra. Sjá næsta bloggpistil á undan þessum um þennan kynningarfund.
Þegar voru í pípunum 66 virkjanahugmyndir í 2. áfanga rammaáætlunar en samkvæmt upplýsingum formanns verkefnastjórnar rammaáætlunar, er nú búið að bæta 28 við svo að fjöldinn er 94 virkjanir í viðbót við þær 30 sem komnar eru, þannig að samtals eru í íslenska pottinum til dýrðar stóriðju í eigu erlendrar aðila meira en 100 virkjanir, því að af þessum 124 virkjunum myndu örfáar þær stærstu nægja fyrir okkur Íslendinga sjálfa.
Framtíðarsýn þessara manna felst nú í 124 virkjunum um alla króka og kima landsins. Þeim hefur fjölgað um 28 frá því í fyrra þannig að ekki sér fyrir endann á þessum hernaði gegn landinu.
Auk nýrra virkjanakosta er enn verið að sækja inn á alla þá virkjanastaði sem settir voru í verndarnýtingarflokk í 2. áfanga.
Það er ekki verið að eyða fé í að kosta aðförina að þessum stöðum út í bláinn, því að fyrir liggja yfirlýsingar um það að rífa þurfi rammaáætlun alla upp að nýju.
Þar með er allt hálendið undir og öll víðerni þess, svo sem með mörgum virkjunum í Kerlingarfjöllum, við Torfajökul, á svæðinu milli Suðurjökla og Vatnajökuls, í Skaftafellssýslum, í Ódáðahrauni, Gjástykki o. s. frv.
Reykjanesskaginn verður tekinn í nefið, meira að segja Eldvörp, Krýsuvík, Bitra, Brennisteinsfjöll og Grændalur ofan í kokinu á Hvergerðingum, og norður um Sprengisand á að koma "mannvirkjabelti" með nýjum "ferðamannavegi" og virkjanabelti inn á leiðina bæði norðan frá og sunnan frá.
Risalínurnar eiga að verða nær ósýnilegar og "nauðsynlegar til að tryggja afhendingaröryggi til almennings".
Ný tengivirki inni á hálendinu eiga að líkjst gömlu vörðunum, sem hlaðnar voru af fyrri kynslóðum !
Reyndar bara hundrað sinnum stærri þegar að er gætt !
Einpólungar í landslagi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætlaði að fara að bauna á þig hvort þú hafir ekki einhvern tíman verið að tala fyrir heisársvegi um Kjöl, en gúglaðist niður á þetta http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1303593/
Það er full ástæða að stinga við fótum í þessu virkjanaæði, sammála því Ómar!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 12:46
Ja hérna ólíkt höfum við smekkin,ef finnt eitthvað betra og fallegra en möstrin sem fyrir eru,þá byrjar bölvið, að við hlustum á fréttir af lækkun lóna og rafmangnsleisi á vestfjörðum,og Alverin ganga ekki á fullu,elsku karlin Ómar minn þú hin nyjungaþankandi maður,við verðum að virkja mikið meira,og selja umframrafmagn á hæðsta verði,veru nú einu sinni samkvæmur sjálfum þér með nyjungar og vertu með okkur í þessu að virkja Auðlindirnar skinsamlega,maður er orðin þreittur á samfeldum,vælum ykkar verndunarsinna,allt er hægt að byggja til fegrunar náturinnar,og vegi þurfum við um hálendið,ekki spurning,bara gera það skinnsamlega,sem fellur vel inn í hið hrjóstuga Ísland okkar,lofa okkur að skoða eigið land bílandi gangandi og fljúgandi,taktu nú sönsum skemmtileigi maður og vertu með í þessu!!!kveðja
Haraldur Haraldsson, 20.3.2014 kl. 13:43
Heildarlaun þeirra voru því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi í ársbyrjun 2009, sem voru þá 441 þúsund krónur, samkvæmt launakönnun VR.
Og heildarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga voru 325 þúsund krónur í september 2009 og því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum, sem voru 352 þúsund krónur í ársbyrjun 2009.
Verkfræðingafélag Íslands - Kjarakönnun í september 2009, bls. 14
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25
Þorsteinn Briem, 20.3.2014 kl. 13:50
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12. 6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 20.3.2014 kl. 13:55
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 20.3.2014 kl. 13:58
Kleptokrata stjórninni er ljóst að þeir verða að ná árangri, "deliver". En það eina sem til greina kemur fyrir þessa aula eru virkjanir og "orkufrekur" iðnaður, það eina. Þeir hafa "horizon" brekkusnigils, ef ekki þrengri.
Með öllum ráðum verður að koma í veg fyrir frekari spjöll á fjöreggi þjóðarinnar, náttúru landsins. Með öllum ráðum.
Þetta er orðin hrein geggjun hjá Íhaldinu, en þeir hafa því miður stuðningsmenn, eins og ummæli þessa Haralds hér fyrir ofan sýna á dapurlegan hátt.
Á Íslandi eru of margir kjánar og svo auðvitað eigin hagsmuna seggir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.3.2014 kl. 14:26
Þakka þér, Steini, fyrir þessar upplýsingar, sem eru afar mikilvægar þegar í ljós kemur, að málflutningurinn um "láglaunastörfin" er í skásta falli byggður á vanþekkingu eða fordómum.
Ómar Ragnarsson, 20.3.2014 kl. 22:37
Ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgreinin hér á Íslandi í fyrra, 2013.
Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þá 275 milljarðar króna, eða 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu.
Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2013 - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 21.3.2014 kl. 03:55
Ég hef líklega skrifað þessa hér inn áður, - en sjaldan er góð vísa of oft kveðin.
Var á ferðinni sem leiðsögumaður með 33 Þjóðverja, og það var stoppað við Goðafoss.
Nokkrir karlar þarna voru tengdir verkfræði, og þeir spurðu mig af hverju fossinn væri ekki bara virkjaður! "Ein stuck Staudamm und viel Energy!"
Ég sagði þeim að hann væri þegar virkjaður. "Hvernig þá" var spurt, og svarið: "Sjáið þið ekki alla ferðamennina hérna? Ferðamenn koma ekki til að sjá bara stíflugarða sko"
Þeir kinkuðu kolli, hugsuðu, og sögðu að þetta væri nú rétt hjá mér.
Jón Logi (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.