20.3.2014 | 16:48
Hvað um baksýnisspeglana?
Vel má vera að aðferðin við að bakka í stæði sem sýnd er í tengdri frétt á mbl.is svínvirki. En sú forsenda er gefin upp að stæðið verði að vera 1,5 metrum lengri en bíllinn sem bakkað er.
Augljóst er þegar farið er um götur Parísar að þar geta menn betur.
Mín aðferð byggist á notkun baksýnisspeglanna í viðbót við það að horfa út úr bílnum.
Bakkað er meðfram bílnum, sem liggur framan við hið fyrirhugaða stæðið, lagt á til hægri og baksýnisspeglarnir notaðir til að miða út stefnu bílsins afturábak, þannig að lína bílsins sem bakkað er lendi aðeins innan vinstra framljós bílsins, sem er fyrir aftan, og fylgst jafnframt með því í hægri baksýnisspeglinum hvernig hægra horni afturendans er miðað um hálfum metra hægra megin við hægra framhorn bílsins, sem bakkað er að.
Síðan er stýrinu snúið til vinstri þannig að hægra framhorn hins bakkandi bíls rétt sleppi framhjá vinstra afturhorni bílsins, sem er kyrrstæður fyrir framan stæðið.
Það á að vera hægt að leggja í stæði, sem er innan við einum metra lengra en bíllinn, sem bakkað er inn ef bíllinn er hreyfður fram og til baka eftir þörfum.
Í hnotskurn felast allar aðferðir í því að beygja það innarlega í stæðið í byrjun að billinn endi upp við gangstéttina að lokum.
Lærðu að bakka í stæði (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt varðandi París. Þar er stuðari of notaður sem bremsa hjá Frökkunum. Enda er þeir margir líkt og línurit i lögun !
P.Valdimar Guðjónsson, 20.3.2014 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.