20.3.2014 | 22:03
Nútímatrúin: Óhamingja án endalausra virkjanaframkvæmda .
Hamingjuboðskapur stóriðjutrúarmanna hljómaði skýrt á fundi Landnets í morgun: Íslendingum má ekki hætta að fjölga, hagvöxturinn má aldrei minnka, það verður að virkja stanslaust af því að ekkert annað getur "bjargað" okkur, sjávarútvegurinn á endastöð og ferðaþjónustan lélegur atvinnuvegur.
Fyrir liggur að á þessari öld muni þeim auðlindum á jörðinni hnigna, sem orkubruðl núlifandi manna gengur æ harðar á. Einnig liggur fyrir að með þeim hraða sem menn vilja virkja muni koma að því á tíma núlifandi kynslóðar að ekki verði hægt að virkja meira.
Þar með dettur samkvæmt stóriðjutrúnni allur botninn úr trúnni á hinu samfelldu fólksfjölgun og hagvöxt sem sagt er að byggi á virkjunum og aftur virkjunum.
Því er slegið upp að ef ekki verði lagðar risaháspennulínur um landið verði ekki "rafmagn fyrir alla".
Þó er það svo að mestu rafmagnstruflanir til almennra neytenda hafa orðið í dreifiveitum úti á landi á undanförnum árum, en þær eru alls ekki í dreifikerfi Landsnets.
Vel er hægt að tryggja "rafmagn fyrir alla" landsmenn með margfalt ódýrari raflínum. En stóriðjan ein og sér kallar á þann hernað gegn landinu, sem nú er þrýst á að leggja í.
Allar forsendur fyrir hamingju hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.
Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.
Þorsteinn Briem, 20.3.2014 kl. 22:15
Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.
(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)
Félagssvæði VR nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.
Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.
12. 6.2008:
"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."
Þorsteinn Briem, 20.3.2014 kl. 22:30
Ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgreinin hér á Íslandi í fyrra, 2013.
Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þá 275 milljarðar króna, eða 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu.
Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2013 - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 21.3.2014 kl. 03:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.