21.3.2014 | 11:32
Einstæðar illdeilur, óvissa og óreiða.
Á ferðum mínum í 28 þjóðgarða og tugi vinsælla útivistarsvæða í þremur heimsálfum hefur hvarvetna blasað við árangur varðandi umhyggjusamlega umgengni og virðingu fyrir þessum stöðum og svæðum.
Þar sem aðgangur hefur verið sérstaklega seldur, hefur ferðamönnum verið afhentur vandaður upplýsingabæklingur til að auðvelda honum dvölina og auka ánægju hans, og strax í hliðinu sjálfu og á svæðinu, sem selt er inn á, blasir það við, sem gert hefur verið fyrir þennan aðgangseyri.
Ekkert í samanburði við þetta blasir við þeim ferðamönnum, sem nú er gert að greiða aðgangseyri í illdeiluferðamannastöðum okkar heldur á að skjóta fyrst og spyrja svo.
Sums staðar erlendis, svo sem á vinsælum göngu- og siglingaleiðum, er notuð ítala til þess að tryggja að ferðafólkið fái notið lágmarks einveru án þess að eiga á hættu að lenda í svipuðu fjölmenni og í byggð. Um það gilda reglur sem fullkomin sátt er um.
Hvergi finnast í sögu þessara svæða svo ég viti til dæmi um illdeilur og úlfúð eða óvissu og óreiðu, sem nú hefur haldið innreið sína á Íslandi. Hvergi er að finna viðlíka ringulreið og vitleysa varðandi eignarhald og nú er á Geysisvæðinu.
Íslendingar hafa haft aðgang að reynslu annarra þjóða í þessum efnum í áratugi, og fyrir fimmtán árum reyndi ég bæði í fréttum og sjónvarpsþáttum að miðla upplýsingum um þetta til okkar, jafnframt því að greina frá því áliti reyndra erlendra ferðamanna að umgengnin við Geysi og víðar væri þjóðarskömm fyrir okkur.
Nú erum við sjálf í ofanálag byrjuð skarað eld að höfðum okkar með illdeilum, sem spretta af blöndu af tómlæti og sérhagsmunagræðgi sem gerir okkur að viðundrum.
Hætta milligöngu um miðasölu að Geysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.
Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.
Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."
Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga
Þorsteinn Briem, 21.3.2014 kl. 12:28
Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þá 275 milljarðar króna, eða 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu.
Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2013 - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 21.3.2014 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.