Mynd sem vekur miklar hugrenningar.

Stærsti kostur myndarinnar um Nóa er sá hve miklar hugrenningar og vangaveltur hún vekur um siðferðilegar spurningar. Sumum kanna að finnast margt fjarstæðukennt í myndinni, en gildi ævintýrakenndra sagna felst að mínum dómi einmitt í ævintýrinu sjálfu, hversu ótrúlegt eða órökrétt sum atriði þess kunna að vera.

Og góð frammistaða aðalleikaranna, Russel Crowe og Jennifer Conelly, er einn helsti kostur myndarinnar.  

Sagan um syndaflóðið, Nóa og örkina hans er fyrst og fremst dæmisaga á siðferðilegum nótum, og ef maður tekur þessa stórbrotnu mynd á þann veg, finnst mér hún bara býsna góð, vegna þess að hinar siðferðilegu spurningar sem hún veltir upp, eru sígildar og nauðsynlegar.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að 21. öldin muni verða tímamótaöld í sögu mannskynsins, úr því að því tókst ekki að tortíma sjálfu sér og lífi á jörðinni með kjarnorkustyrjöld á 20. öldinni.

Hvort sem kjarnorkustyrjöldin færist yfir á þessa öld eða ekki, mun helstu auðlindir jarðar fara þverrandi eigi síðar en um miðja öldina þegar olíuöldinni, langstystu og mögnuðustu öld í sögu mannkynsins, lýkur.

 

 


mbl.is Mikil er ábyrgð fósturdóttur Nóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um höfin siglir Ómar örk,
öllum góðum bjargar,
þar er Steini, þar er Björk,
og þrýstnar konur margar.

Þorsteinn Briem, 21.3.2014 kl. 14:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

IMG_9446

Þorsteinn Briem, 21.3.2014 kl. 14:31

3 identicon

Siðferðislegar spurningar eru víst það eina sem er haldbært í myndinni, því að eins og þú segir, þá er þetta bara dæmisaga. Nóaflóð eins og því er lýst í GT átti sér aldrei stað.

Flóðin voru staðbundin, sennilega í Mesapotamíu og hafði einungis áhrif á fólk sem bjó á svæðinu. En önnur staðbundin flóð við Miðjarðarhaf koma til greina. Ekki var byggt eitt stórt skip til að bjarga dýrum, heldur voru notaðir bátar til að ferja bændur og fjölskyldur þeirra á þurrt land.

Sagan um Nóa er dæmisaga (pesher) og ef á að túlka "dýrin" tvö og tvö, karlkyns og kvenkyns, þá er átt við hjón. En eins og með allar "pesherim" í GT varðandi náttúruhamfarir, þá eru þessi flóð heimfært upp á Jahwe og síðan lagað til eftir á, eins og í umræddri bíómynd (varð að vera einhver "fósturdóttir" til að koma í veg fyrir innræktun.

Hvernig ætli sagan um sköpunina yrði með tilliti til innræktunar, ef það verður einhvern tíma efni í bíómynd? Þá verður að víkja allverulega frá Genesis, og þá er alveg eins gott að sleppa því. Því að það eru hvort eð engin haldbær rök fyrir sköpunarkenningunni. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 14:35

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Öfgalaus umhverfisvernd og nútíma siðferði? ,,Enga fordóma", syngja Júróstrákarnir:).

Hvala-öfgafriðarsinnar eru því miður að skemma fyrir raunverulegri og öfgalausri umhverfisvernd í sjó, og á landi, (nauðsynlegt jafnvægi í náttúrunni hefur gleymst í reiknings-forritinu). Svei mér þá, ef þeir öfgafullu ætla ekki líka að friða grásleppuna?

Hvað er að sumum í þessum samtökum? Ómeðvituð skemmdarfýsn og/eða fáfræði um heildar-samhengið?

Svo virðist líka sem virkjunarkrabbameinið komið að illkynjamörkum, hjá þeim sem skipuleggja/ráða bak við tjöldin á Íslandi! Vindorka, sólarorka og sjávarföll virðast ekki vera til í íslenskri orðabók? Hver hótar hverjum, og hvernig?

Tímarnir breytast hraðar með hverju árinu sem líður, og mennirnir verða að fylgja með í breytingunum, og helst lifandi, eðlilega, náttúrulega og á jafnvægishátt/sátt.

Það er svo löngu tímabært að gera myndir um lífsverk, þekkingu og visku hennar Vandana Shiva, sem vill ekki einokunarstefnu Alþjóðabankans á jörðinni.

Ekki bjarga eldgamlar dæmisögur miklu, í tæknihraða nútímans?

Öfgalaus forvörn er framtíðin.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2014 kl. 16:20

6 identicon

Steini Briem í Örkinni

Í örk hún manninn eina fann

Yrði á Steina framtíð reist

Hann þó ekki verkið vann

Þó vildi daman fara geyst

Um síðir henni sagði hann

Síst ég get þinn vanda leyst

Þá aðferð sem ég eina kann

Er að nota copy/paste

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 17:40

7 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Flóðið mikla sem fjallað er um í gamla testamentinu gæti hafa átt sér stað í raunveruleikanum, það gerðist um 1600 árum fyrir krists burð, þegar gífurlegt sprengigos varð á eyjunni Santorini (Þeru)í Eyjahafi. Við þetta sprengigos varð gríðarleg flóðbylgja sem gekk á land um allt sunnanvert miðjarðarhafið, og eyddi meðal annars mínósku menningunni á Krít. Þannig að sagan um flóðið getur átt við rök að styðjast en ekki skal ég dæma um sannleiksgildi sögunnar um Nóa og dýrin. Hægt er að fræðast nánar um Santorini á Vikipedia.

Stefán Þ Ingólfsson, 21.3.2014 kl. 17:49

8 identicon

Arfsögnin um Nóaflóðið og örkina gæti vel átt sér raunverulega fyrirmynd. Hún segir þá tvennt. Það varð einhverntíman mikið flóð sem fólk sagði sögur af í mörg hundruð ár og á þeim tíma sem sögurnar þróuðust voru hafskip komin til sögunnar. Atburðirnir hafa síðan átt sér stað á svæði sem höfundar G.T. þekktu til.

Hér að ofan er bennt á mögulega tímasetningu flóðsins og svo gæti "örkin" hafa verið einhvernveginn eins og Uluburun skipið: http://en.wikipedia.org/wiki/Uluburun

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 18:21

9 identicon

Sagan um Nóa og örkina er ævintýri, hvað annað.

En "Ævitýrsins undir hjúpi,

alvara þar býr í djúpi".

Fer kannski ekki rétt með ljóðlínurnar, er í Grikklandi og ljóðabók Gríms því ekki handtæk.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 18:44

10 identicon

Hvers vegna horfa svo margir framhjá því að samkvæmt þessari sögu er guð Abrahams ekkert annað en snargeðveikur fjöldamorðingi og vitleysingur að auki. Samkvæmt dellunni þá skellir þessi ruglukollur skuldinni á eigin vitleysu beint á hans eigið sköpunarverk, drepur alla, sakleysingja, konur, börn og dýr í bandbrjáluðu æðiskasti og tekur svo tappann endanlega úr með því að halda áfram með sama sköpunarverkið óbreytt..
Þær gerast varla vitlausari sögunar..

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 20:00

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjarni vel við kýrnar kann,
kvígur ungar spjallar,
æði lengi við það vann,
víti fyrir allar.

Þorsteinn Briem, 21.3.2014 kl. 20:26

12 identicon

Hvar sem eitthvað flóð hefur orðið í fortíðinni, sem er fyrirmynd ævintýris Nóa, þá er öruggt, að meirihluti fólks sem bjó á Miðjarðarsvæðinu hefur lifað flóðið af. Hversu margir hafi farizt fer allt eftir því hvaða flóð er um að ræða. Fyrir utan mjög staðbundið flóð í Mesópótamíu (Tigris eða Efrat flætt yfir bakka sína) hafa verið nefndir aðrir möguleikar eins og flóðbylgjan eftir Santorini-gos eins og Stefán nefndi eða að náttúrleg stífla í Bosporus hafi brostið í jarðskjálfta hafi hleypt Svartahafinu inn í Miðjarðarhafið. Síðan eru ósennilegri, en svipaðar skýringar varðandi Gíbraltarsund.

Ég hallast helzt að því, að fyrirmyndin hafi verið eitt eða fleiri lítil flóð en síðan hafi fjöðrin orðið að tíu hænum í munnmælasögnum mann fram að manni og eins og allt annað í biblíunni, sem alls ekki á að taka bókstaflega, þá verða öll lítil atvik að gríðarlega stórum atburðum þegar búið er að blanda guði inn í málið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.3.2014 kl. 23:29

13 Smámynd: Mofi

Það ætti að vera áhugavert að öll setlög jarðarinnar mynduðust í vatni enda þaðan kemur nafnið. Steingervingar myndast aðeins við sérstakar aðstæður en setlög jarðar eru með miljarða af steingervingum, hljómar eins og gífurlegar hamfarir í mínum eyrum, alveg eins og Nóaflóðið.

Mofi, 22.3.2014 kl. 00:09

14 identicon

Varðandi mína síðustu athugasemd, þá er álitið að það hafi verið landbrýr yfir Gíbraltarsund og Bosporus/Dardanelle eins og á mörgum öðrum stöðum í Miðjarðarhafinu og annars staðar á síðustu ísöld, fyrir 20 þús. árum og það er líklegt að það hafi orsakað einhver minniháttar flóð þegar yfirborð sjávar hækkaði á ný, en ekkert mjög skyndilega. Vandamálið er bara, að síðasta ísöld endaði fyrir 10 þúsund árum, og eins og allir vita, þá voru gyðingar ekki skapaðir fyrr en fyrir tæpum 6000 árum, löngu eftir að allir aðrir höfðu verið að þróast á milljón ára tímabili eða lengur.

 Springa úr hlátri

Pétur D. (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 00:22

15 Smámynd: Mofi

Þeir sem halda að við vitum með einhverri vissu um hve langt síðan eitthvað gerðist er í engu sambandi við raunveruleikann. Að halda að við vitum hvenær síðasta ísöld endaði er svo glórulaust í mínum huga að það nær engri átt.

Mofi, 22.3.2014 kl. 10:30

16 identicon

Þessar flóðasögur og reiði guðs voru í gangi langt á undan sögunni sem mofi hefur valið að sannfæra sjálfan sig um að sé sönn.
Þetta hefur alltaf verið svona þegar illa upplýst fólk er annars vegar, einhverjar náttúruhamfarir verða og þær síðan ýktar upp úr öllu valdi, guðum blandað inn í sem skýringu, dómsdagsnöttarnir alveg á fullu á ota sínum galdrakarli. Síðan stela aðrir dómsdaganöttar sögunum og plögga inn í sínar galdrabækur.
Ég get algerlega skilið að fornmenn hafi gleypt þetta rugl allt saman, en að nútímamenn sjái þetta ekki, trúi ekki vísindum en fari í hjátrúargír.. slíkir menn eru blindaðir af ótta við dauðann, blindaðir af sjálfselsku..

DoctorE (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 11:20

17 identicon

Á hafsvæði milli Íslands og Grænlands má finna kóralla á talsverðu dýpi. Þeir koma stundum upp á togveiðum.
Ég tók slatta af slíku með heim þegar ég var á sjó um árið. Sýndi þetta svo sjávarlíffræðingi.
Ekki voru þetta kórallar af rifi, heldur steingerðir kórallar.
Og kórallar vaxa á grunnsævi, ekki í djúpsjó.
Hann taldi þá vera 100.000 til 200.000 ára gamla, - altso frá skeið fyrir síðustu ísöld eða jafnvel þá þarsíðustu.
Og Mofi....það eru til lífverur á jörðinni (tré) sem ættu að vera eldri en syndaflóðið sko.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.3.2014 kl. 17:40

18 Smámynd: Mofi

Jón Logi, ertu svo viss?

Mofi, 22.3.2014 kl. 21:29

20 Smámynd: Mofi

Gott dæmi hjá Steina Briem sem sýnir hve skaðleg þróunarkenningin er vísindum. Menn taka svona hlutum í blindri trú en halda að það er ekki blind trú heldur eitthvað áreiðanlegt. Mjög sorglegt.

Mofi, 23.3.2014 kl. 00:12

21 identicon

Ætli Mofi sé ekki einn sá afkastamesti í að afkristna fólk á íslandi, fáránleikinn er slíkur sem frá honum kemur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 00:22

22 identicon

Mofi, það er sem sagt ekki blind trú að gleypa hrátt það sem óupplýstir og hjátrúarfullir hirðingjar héldu um sköpun jarðar? Sem aldrei hefur verið sýnt fram á. Ofsatrúarmenn með enga þekkingu á náttúrulögmálum skrifa ævintýrabók með nákvæmri dagsetningu á sköpun jarðar, sem guð þeirra, sem þeir skópu í sinni mynd, átti að hafa framkvæmt. Gyðingar biðu öldum saman eftir að guðdómlegir atburðir gerðust, sem þeir höfðu tímasett með aðstoð þeirra eigin talnaspeki sköpuninni sem í hugum þeirra gerðist árið 0. Síðan þurftu þeir að endurskoða sköpunartímann í tvígang því að það gerðist aldrei neitt mikilfenglegt gyðingum í hag sem spáð hafði verið. Ei heldur kom guðsríki á jörð (= heimsveldi gyðinga/dómsdagur) árið 4000 skv. þeirra tímatali (= AD 88). Þá hafði sköpun jarðar verið tímasett fyrst 3668 BC, síðan 4088 BC, síðan 3941 BC. Dómsdagur var fyrst tímasettur AD 1233, síðan AD 88, síðan AD 960, síðan AD 60. Þú sem trúir á þessar fáránlegu tímasetningar fyrir sköpun jarðar, Mofi, ert að fetta fingur út í vísindalegar aldursgreininingar í nútímanum, þegar mestallt í biblíunni þinni er hugarburður og skáldskapur?

.

Þeir gyðingar sem skrifuðu GT og þeir sem héldu tímasetningum fyrir rætingu spádóma til haga hafa tekið bæði ímyndaðri sköpun framkvæmdri af "þeirra" guði svo bókstaflega, að skynsemi og rökhyggja komst ekki að. Og hvorki í hugum réttrúaðra gyðinga þá og nú né í hugum Vottum Jehóva kemst rökhugsun að, þótt staðreyndirnar æpi framan í þá. Trú þeirra er svo blind. Það er athyglisvert, að Vottar Jehóva hafa erft þá aðferðarfræði sem höfundar GT notuðu, nefnilega að draga rangar ályktanir, því að ein eða fleiri af gefnum forsendum eru kolrangar. Þetta sér maður t.d. þegar VJ eru að reyna að afsanna þróunarkenninguna, þar sem þeir skilja augsýnilega ekki bofs.

Pétur D. (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 13:03

23 Smámynd: Mofi

Pétur D, mér er það alveg augljóst að þegar kemur að tímasetningu þá er ég að trúa heimild. Þú virðist ekki gera þér grein fyrir trúarhlutverkinu þegar kemur að svona tímasetningu í þinni heimsmynd. Þegar kemur að fortíðinni þá einfaldlega höfum við mjög takmörkuð gögn svo að draga ályktanir frá þeim í einhverri vissu þá er viðkomandi að blekkja sjálfan sig. 

Hvað ertu síðan að blanda saman einhverjum vitleysingjum sem koma mér ekkert við eins og að ata ókunnugt fólk saur séu einhvers konar mótrök gegn mér?  Ef þú hefur gögn sem styðja þína afstöðu þá um að gera að benda á af hverju þú hefur þína skoðun en ef það eina sem þú hefur fram að færa er að rakka niður Votta Jehóva þá finnst mér það ekki tilkomu mikið.

Mofi, 23.3.2014 kl. 13:55

24 identicon

Við höfum rosalega mikið af gögnum og púra sönnunum, þróunarkenningin er algerlega skotheld, margsönnuð, ein best sannaða, ef ekki best sannaða kenning vísindana.

Þetta þvaður með takmörkuð gögn úr fortíðinni kemur úr hörðustu átt Mofi, þú hefur ekkert nema kjaftasögur frá ómenntðuðum, illa upplýstum og hjátrúarfullum fornmönnum sem tala um galdra og galdrakarl.. það þarf alveg sérstaklega mikla hræsni og hreina vitleysinga til að trúa á þetta kjaftæði úr trúarbrögðunum núna árið 2014.
Þú ert líklega einn óheiðarlegasti maður sem ég hef haft kynni af hér á landi Mofi, kannski maður þurfi að kalla fram sögur af þér og þínu óheiðarlega lífi Mofi, bara til að sýna hvaða mann þú hefur til að bera ef þú ert dreginn fram úr felum bakvið biblíuna.. þú ert algerlega einfær um að ata þig sauri.. og þú veist það

DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 15:54

25 identicon

Mofi, ég get satt að segja ekki séð mikinn mun á þínum skoðunum og skoðunum Votta Jehóva. Ertu þá ósammála þeim að einhverju leyti?

Pétur D. (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 16:48

26 Smámynd: Mofi

Pétur, ég hef bara ekki kynnt mér þeirra skoðanir í þessum efnum.

Mofi, 23.3.2014 kl. 17:16

27 identicon

Ég á mjög erfitt með að sjá muninn á trúarskoðunum Aðventista og Votta Jehova. Þú gætir kannski upplýst um þetta.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 00:49

28 Smámynd: Mofi

Þar sem ég þekki ekki trúarskoðanir Votta Jehóva þá er það frekar erfitt. 

Hvernig væri bara að setja upp hver þín skoðun er í þessu og hvaða gögn og rök styðja hana?

Mofi, 25.3.2014 kl. 11:26

29 identicon

"Hvernig væri bara að setja upp hver þín skoðun er í þessu og hvaða gögn og rök styðja hana?"

Ég aðhyllist kenninguna um þróun tegundanna og allar vísindalegar rannsóknir styðja hana.

Pétur D. (IP-tala skráð) 25.3.2014 kl. 22:45

30 Smámynd: Mofi

Pétur, þú ert með helling af vísindalegum rannsóknum sem styðja að tilviljanir og náttúruval bjuggu til hluti eins og þessa:

https://www.youtube.com/watch?v=Pj4fIrF8PZ8

https://www.youtube.com/watch?v=XOcl_-qHt7Y

https://www.youtube.com/watch?v=Q8fyUOxD2EA

Mofi, 26.3.2014 kl. 09:15

31 identicon

Náttúruval hefur ekkert með tilviljanir að gera. Allt á sér ástæðu, líka stökkbreytingar sem yfir þúsundir ára leiða til að nýjar tegundir myndast. Náttúruval gerir það að verkum, að sumar tegundir deyja út en aðrar lifa af breytingar í umhverfi.

.

Hins vegar hefur lífið engan æðri tilgang. Þetta hef bæði ég og aðrir skrifað áður og stend fast við. Þróun verður að gerast í náttúrunni, ekkert stendur í stað. En náttúruval hefur ekki jafnar afleiðingar fyrir allar tegundir og þróun, sem er í gangi allan tímann, en sem hefur ekki sjáanleg áhrif nema yfir tugi þúsunda og hundruð þúsunda ára, er erfitt að skilja fyrir einhvern sem hefur bitið sig fast í kenningu um að heimurinn hafi verið skapaður fyrir tæpum 6.000 árum síðan, þótt ekkert bendi til þess. Líttu í kringum þig, Mofi, allt er breytilegt og allt breytist, ef nægilegur tími gefst. Nægilegur tími í sambandi við þróun er eins og áður er getið tugir þúsunda ára. Sem er stuttur tími miðað við alla jarðsöguna, 4.5 milljarða ára.

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 20:50

32 identicon

Ég horfði á fyrsta myndskeiðið, en fyrirsögnin var röng. Umsögnin um bakteríurnar styðja þróun (lífverur eru flóknar sem afleiðing þróunar), en um leið og þessi trúaði líffræðingur byrjaði að tala, tók ég eftir að hann hafði rangt fyrir sér frá byrjun, þegar hann sagði: Natural selection eliminates things that are unnecessary or harm the organism". Þessi fullyrðing var sett fram eins og hún væri sannleikur, en hún er það ekki. Náttúruval eyðir ekki endilega óþörfum eiginleikum, heldur gefur náttúruval þeim einstaklingum innan dýrategundar sem geta bezt aðlagað sig breyttu umhverfi betri möguleika að lifa af heldur en einstaklingum sem ekki hafa aðlagzt erfðafræðilega. Þess vegna munu allar útleiðingar/ályktanir sem byggja á þessari röngu staðhæfingu umrædds líffræðings einnig vera rangar. Þetta er þekkt aðferð hjá þeim sem hafa einhver áróðursboðskap sem þarf að komast í gegn, m.a. hjá samtökum bókstafstrúarmanna.

Fox Mulder sagði einu sinni um aðferðir yfirmanna CIA: A lie is best kept between two truths. En afbrigði af þessu eru: A: Röng staðhæfing + sönn staðhæfing -> Röng niðurstaða eða B: Sönn staðhæfing + röng staðhæfing -> Röng niðurstaða. Í myndbandinu var þessi aðferð sýnd.

.

Ónefndir bókstafstrúarmenn settu fram í grein (í Watchtower) oftar en einu sinni eftirfarandi staðhæfingar (einfaldað og þýtt á íslenzku): 1. Uppbygging efðamengis (gena) er mjög flókin. 2. Slysni og tilviljanir geta ekki búið til neitt svona flókið. 3. Guð bjó það til/vitræn hönnun. Hér er um afbrigði B að ræða, því að staðhæfing 2 er röng. Þar af leiðandi er niðurstaða 3 röng því að erfðafræðilegar stökkbreytingar eru ekki slys eða tilviljanir. Hins vegar er staðhæfing 1 sönn og ástæðan fyrir því að erfðamengi er svo flókið er að hundruð milljóna ára þróun hefur átt sér stað.

.

Endilega haltu áfram að ræða þetta, Mofi. Ég virði þínar skoðanir, þótt þær séu andstæðar mínum, því að þú virðist vera mjög einlægur í trú þinni og ert ekki með neinn skæting.

Pétur D. (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 22:25

33 Smámynd: Mofi

Pétur, af hverju íhugar þú ekki það að kannski er þróun einmitt lygin? 

Náttúruval í eðli sínu, getur aðeins valið, það getur aðeins hent út. Það er eini punkturinn sem er verið að koma með og hann er eins sannur og eitthvað getur verið satt.

Mér finnst þú hérna neitar að glíma við raunveruleikann. Staðreyndin sem við stöndum frammi fyrir er að við höfum virkilega flott og flókin tæki í náttúrunni. Þegar við tökum einn eða tvö ákveðna parta úr tækinu þá hættir að að virka.  Síðan allar okkar rannsóknir á stökkbreytingum gefa okkur enga ástæðu til að halda að þetta sé mjög skapandi afl sem getur leyst verkfræðileg vandamál.

Af hverju gerir þú ekki meiri kröfu til þessarar trúar þinnar þegar kemur að gögnum?

Mofi, 27.3.2014 kl. 10:51

34 identicon

"Af hverju gerir þú ekki meiri kröfu til þessarar trúar þinnar þegar kemur að gögnum?"

Þú ert að misskilja þetta eitthvað. Það ert þú sem trúir á sköpunarsöguna. Það er einmitt ekki trú sem gerir það að verkum að ég aðhyllist þróunarkenninguna, heldur niðurstaða lesturs fjölmargra vísindalegra greina gegnum tíðina og rökhugsunar. Ekkert sem ég hef lesið varðandi þróun gengur þvert á kenninguna, en auðvitað er alltaf að koma nýtt og nýtt í ljós, svo að sumt sem menn héldu áður verður breytt eða uppfært í samræmi við nýjar niðurstöður.

Þetta er eðli vísindanna og gengur þvert á bókstafstrú þar sem ekkert á að hafa breytzt nokkurn tíma. Allar svona nýjar niðurstöður sem ég hef kynnt mér, styðja þróunarkenninguna, líka myndbandið þitt um bakteríurnar. Að bókstafstrúarmenn, sem eru í miklum minnihluta, skilja ekki eða vilja ekki skila þróunarkenninguna, er þeirra vandamál og einnig þeirra réttur. Það eru þeir sem eru blindaðir af sköpunarkenningu, sem heldur ekki vatni. Það skiptir ekki máli, þótt sú kenning sé kölluð eitthvað annað, t.d. vitræn hönnun, þetta er samt trú á að guð þeirra hafi skapað himin og jörð og allar lífverur á jörðinni á sama tíma fyrir tæplega 6000 árum síðan.

Ég veit að það er pirrandi fyrir þig að geta engan veginn sannfært neinn á blogginu nema aðra sköpunarsinna, og ég er heldur ekki að reyna að sannfæra þig um neitt, því að ég komst að því fyrir 30 árum, að það er tilgangslaust að rökræða trú við mjög trúað fólk. Því að biblía þeirra segir þeim að um leið og það byrji að efast, þá hafi það misst trúna. Og það vill enga áhættu taka. Samt eru sumir bókstafstrúarmenn með eilíf trúboð, þótt þau skili engu.

- The good thing about science is that it's true whether you believe in it or not.

Pétur D. (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 15:55

35 Smámynd: Mofi

Hvar eru þá gögnin?   Sýndu mér rannsóknir sem styðja að náttúruval og tilviljanakenndar breytingar á DNA geti búið til forritunarkóða sem segir til um hvernig á að búa til svona vélar eins og ég benti á.

Í mínum augum er þín trú blind á meðan mín trú er í samræmi við alla reynslu mannkyns, það þarf vitsmuni til að setja svona upplýsingar og vélar saman.

Líklegast skilar það engu að reyna að fá fólk til að meta þeirra trú út frá gögnum og rökum af því að lang flestir trúa alveg óháð hvað sé rökrétt. Í mínum augum er ekkert rökrétt við þína trú, ég botna ekki upp né niður í henni. Fyrir utan eitt, sem er þessi hugsun "það eru svo margir sem segja að þetta sé satt svo þess vegna hlýtur þetta að vera satt".  Af hverju ekki að horfa á þetta með eigin augum og meta þetta með eigin skynsemi og alveg horfa fram hjá skoðunum annara?

Mofi, 27.3.2014 kl. 16:00

36 identicon

"... það þarf vitsmuni til að setja svona upplýsingar og vélar saman."

Einungis ef ætti að gera það á stuttum tíma. Athugaðu að þetta eru afleiðingar þróunar á þúsundum ára. Það eru engir vitsmunir í þróun tegundanna, aðeins stökkbreytingar og náttúruval. Og heldur enginn ÆÐRI tilgangur.

-

"Af hverju ekki að horfa á þetta með eigin augum og meta þetta með eigin skynsemi og alveg horfa fram hjá skoðunum annara?"

Það er einmitt það sem ég geri, ég fer ekki eftir því sem aðrir segja mér, heldur efast um allt, ég hugsa sjálfstætt, met allt með eigin skynsemi og dreg mínar eigin ályktanir. Þótt ég hefði aldrei lesið neitt um þróun, þá hefði ég samt (auk flestra annarra með a.m.k. meðalgreind og rökhugsun) komizt að þeirri niðurstöðu, einfaldlega með eigin athugunum með opin augu, að þróun tegundanna væri líklegasta skýringin. En þetta myndi ég bara geta gert ef ég væri ekki blindaður af bókstafstrú eða öðrum annarlegum hvötum.

-

Ég held ekki að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að rökræða þetta frekar. Ég hef mína sannfæringu, þú hefur þína. Við skulum bara vera sammála um að vera ósammála alla ævi. En eitt er víst, ég mun ALDREI nokkurn tíma aðhyllast sköpunarkenningu þína, þótt ég yrði pyntaður til þess. Því að ég mun aldrei slökkva á heilanum, og aldrei afneita frjálsri, vísindalegri hugsun.

-

Ég legg til, að þú ræðir við Aðalstein Leifsson um þróunarkenninguna. Þið tveir getið örugglega skipzt á skoðunum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 17:08

37 identicon

Ég gæti sett hér krækjur á öll gögn á netinu sem sýna fram á þróun, sennilega tugi þúsunda, en það væri ópraktískt og tímafrekt. Í staðinn vil ég vísa þér á þessa bloggsíðu Arnars Pálssonar http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/. Arnar er erfðafræðingur og sérfræðingur í þróun tegundanna.

Lestu allar færslur hans um þróun, skráðu svo allt hjá þér sem þú skilur ekki og spyrðu síðan sjálfan þig af hverju þetta skilningsleysi stafar. Gæti það verið af því að biblían flækist fyrir þér? Hmm?

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 17:26

38 Smámynd: Mofi

Pétur D.
Einungis ef ætti að gera það á stuttum tíma. Athugaðu að þetta eru afleiðingar þróunar á þúsundum ára. Það eru engir vitsmunir í þróun tegundanna, aðeins stökkbreytingar og náttúruval. Og heldur enginn ÆÐRI tilgangur.

Ég veit að þannig hljómar hið heilaga guðleysi en þetta er bara trú. Við höfum enga ástæðu til að ætla að með tímanum muni náttúrulegir ferlar setja saman forritunarmál og flóknar vélar. Við sjáum í dag svona hluti brotna niður og verða að engu, við sjáum engi merki þess að þeir eru að verða til af sjálfu sér.

Pétur D.
Þótt ég hefði aldrei lesið neitt um þróun, þá hefði ég samt (auk flestra annarra með a.m.k. meðalgreind og rökhugsun) komizt að þeirri niðurstöðu, einfaldlega með eigin athugunum með opin augu, að þróun tegundanna væri líklegasta skýringin. En þetta myndi ég bara geta gert ef ég væri ekki blindaður af bókstafstrú eða öðrum annarlegum hvötum.

Ég trúi að þú meinar þetta en ég trúi því miður ekki að þetta sé satt.  Þú elst upp í samfélagi þar sem þessu er haldið að þér í skólanum, í blöðunum, í sjónvarpinu og á söfnum svo það er ekki nema von að þú látir undan þrýstingnum. 

Pétur D.
Ég held ekki að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að rökræða þetta frekar. Ég hef mína sannfæringu, þú hefur þína. Við skulum bara vera sammála um að vera ósammála alla ævi. En eitt er víst, ég mun ALDREI nokkurn tíma aðhyllast sköpunarkenningu þína, þótt ég yrði pyntaður til þess. Því að ég mun aldrei slökkva á heilanum, og aldrei afneita frjálsri, vísindalegri hugsun.

Þú veist ekki einu sinni hverju þú ert að afneita.

Pétur D.
Ég gæti sett hér krækjur á öll gögn á netinu sem sýna fram á þróun, sennilega tugi þúsunda, en það væri ópraktískt og tímafrekt. Í staðinn vil ég vísa þér á þessa bloggsíðu Arnars Pálssonar http://apalsson.blog.is/blog/apalsson/. Arnar er erfðafræðingur og sérfræðingur í þróun tegundanna

Sem sagt, þú gast ekki komið með nein gögn og rök fyrir þinni trú að náttúrulegir ferlar án vitsmuna geta búið til forritunarmál og flóknar vélar. Kemur mér ekki á óvart. Trúarhitin, kemur mér smá á óvart en að þú hleypur í felur, var mjög fyrirsjánlegt.

Mofi, 28.3.2014 kl. 21:59

39 identicon

Nei, Mofi, ég er alls ekki farinn í felur. Lestu það sem stendur hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Evolution

og láttu mig (eða aðra, t.d. Arnar Pálsson) svo vita, hvað það er, sem þú skilur ekki.

Annað: Ég var að lesa í fréttunum, að hvorki islamskir né kristnir bókstafstrúarmenn væru ánægðir með myndina um Nóa. Og að guð hafi ekki verið nefndur á nafn Í ALLRI MYNDINNI hefur farið einhverjum fyrir brjóstið. Þetta er mjög ánægjulegt, það gæti jafnvel hugsazt að ÉG færi að sjá myndina einungis út af þessu. Eða ekki. Fyrir mér er þetta bara enn ein Hollywoodmyndin sem byggð er á skáldsögu um hamfarir. Og eins og allir, sem hafa séð eins margar bíómyndir og ég í tölvunni, þá eru svona hamfaramyndir mjög misjafnar. Þegar ég fyrst heyrði um að mynd um meint flóð yrði tekin upp á Íslandi, hló ég dátt. Hvernig gæti mönnum dottið í hug að taka upp söguþráð frá botni Miðjarðarhafs á þessu kalda landi. En svo fattaði ég það: Á Íslandi hættir aldrei að rigna. Jafnvel þegar sólin skín, þá er rigning. Morgna, kvöld og nætur. Eina ástæðan fyrir því, að allir Íslendingar eru ekki löngu drukknaðir, er út af öllum þessum niðurföllum alls staðar.

OK, það er ekki vingjarnlega af mér að gera grín að Nóaflóði, þar sem örugglega drukknaði a.m.k. ein belja, sem var á röngum stað á röngum tíma. En ég er að velta því fyrir mér hvar þetta muni enda. Með hverri nýrri Hollywood-mynd verður plottið sífellt þynnra. Fyrst kom Ben Hur, síðan Passion of Christ og nú þetta.  En þó með perlum eins og Life of Brian inn á milli. Brosandi

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 23:14

40 Smámynd: Mofi

Pétur D. voðalega virðist vera eitthvað stutt í hatrið hjá þér Pétur?

Þú ert ekki enn búinn að benda á nein gögn eða rök fyrir þinni afstöðu. Að benda á langa grein sem fjallar um hver kenningin er, er ekki hið sama og koma með eitthvað sem styður kenninguna. Þú hlýtur að sjá það, er það ekki?  Ef ég myndi núna þylja upp fyrir þér 1.Mósebók, þá myndir þú ekki líta á það sem gögn og rök sem styðja sköpun er það nokkuð?

Mofi, 28.3.2014 kl. 23:26

41 identicon

Stutt í hatrið? Hvaða hatur? Þetta er víst einhver ofsóknarkennd hjá þér, Mofi minn.

"Ef ég myndi núna þylja upp fyrir þér 1.Mósebók, þá myndir þú ekki líta á það sem gögn og rök sem styðja sköpun er það nokkuð?"

Nei, auðvitað ekki, skáldsögur eins og 1. Mósebók eða annað skáldað efni úr GT sannar ekki neitt. Ekki frekar en að sagan um Peter Pan sanni að til séu vængjaðir álfar.

Að gagnrýna mig fyrir að hafa ekki fyllt þennan þráð með vísindalegum útlistunum kemur víst úr hörðustu átt, þegar þú sjálfur hefur ekki getað sýnt fram á að sköpunarkenningin sé rétt. Ég hef þegar bent á lygar í þessum YouTube myndskeiðum sem þú settir inn og það er ekkert nýtt að bókstafstrúarmenn notist við lygar í trúboðum sínum. Auðvitað eru engin lög sem banna lygar og blekkingar, en þær virka bara á illa upplýst fólk.

Það er tilgangslaust að koma með niðurstöður vísindalegra rannsókna, sem styðja þróun, þegar þú afneitar vísindum, vísindalegum aðferðum og vísindahyggju. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 14:02

42 identicon

Mofi, í krækjunum neðar eru mörg hundruð tilvísanir í vísindalegar rannsóknir/greinar varðandi þróun tegundanna, sem hafa verið birtar í tímaritunum American Scientist, Nature, Science  og Scientific American , sem eru öll virt vísindatímarit. Árstalið fyrir birtingu meðfylgir. Þarna geturðu meira að segja valið greinar eftir efnissviði. Þetta eru bara fáeinar af hátt í 40 milljónir tilvísana í greinar og rannsóknir á netinu. Mjög áhugaverð lesning, ef þú tekur biblíugleraugun af þér og sleppir dogmatismanum:

2004: http://evolutionresearchnews.org/news04.html

2005: http://evolutionresearchnews.org/news05.html

2006: http://evolutionresearchnews.org/news06.html

2011: http://evolutionresearchnews.org/news11.html

 Og hér er ein síða frá Smithsonian National Museum of Human Origins:
http://humanorigins.si.edu/evidence

OK, Mofi. Hvar eru svo þín gögn. Hingað til hefurðu ekki vísað í neitt marktækt.  

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 18:55

43 Smámynd: Mofi

Pétur, þetta eru ekki rök, þetta er bara pissukepni með helling af linkum á vefsíður. Ég er búinn að vísa í DNA sem forritunarmál sem geymir upplýsingar um hvernig á að búa til flóknar vélar og ég benti á dæmi af slíkum vélum. Þú hefur ekki komið með nein gögn sem sýna fram á að náttúrulegir ferlar geta búið slíkt til.

Mofi, 29.3.2014 kl. 23:03

44 identicon

"Ég er búinn að vísa í DNA sem forritunarmál sem geymir upplýsingar um hvernig á að búa til flóknar vélar og ég benti á dæmi af slíkum vélum."

Og ég er búinn að segja þér að þessar bakteríur eru afleiðingar þróunar. Kannski er vandamálið að þú neitar að lesa eitthvað af þessum greinum um vísindalegar rannsóknir, þannig að þú stendur bara í stað meðan aðrir fræðast og þroskast.

Pétur D. (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 01:39

45 Smámynd: Mofi

Pétur, hvar eru gögnin sem styðja þína trú að þessi kerfi og vélar eru afleiðing þróunar? Þú ert bara að blekkja sjálfan þig ef þú heldur að í þessum greinum sem þú sendir mér að þar séu gögn sem sýna fram á hvernig þetta þróaðist.

Mofi, 30.3.2014 kl. 10:04

46 identicon

Og hver heldur þú þá að hafi "skapað" þessar bakteríur, Mofi? Þessi ímyndaði vinur þinn á himnum?

Pétur D. (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 13:18

47 Smámynd: Mofi

Ég sé út frá því sem ég tel mig vita um orsök og afleiðingu þá þarf hönnuðurinn að vera mjög gáfaður, með gífurlega tækniþekkingu þar sem við getum ekki gert samskonar vélar. Ég trúi að Guð hafi skapað þessi undur, það er rétt að Guð er vinur minn, ekki rétt að Hann er ímyndun.

Mofi, 30.3.2014 kl. 16:48

48 identicon

Ef þú heldur það, þá getum við tveir ekki rætt saman á vitrænan hátt, því að ég er sannfærður um að guð þinn sé ekki til, og hafi aldrei verið til, heldur sé hann hugarburður. Og hugarburður um yfirnáttúrulega veru getur ekki skapað neitt vitrænt.

-

Þetta er lokasvar mitt til þín á þessum þræði. Samtölum okkar er hér með lokið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 20:04

49 Smámynd: Mofi

Þetta er ekki vitrænt svar frá þér Pétur. Allir sem hafa mismunandi skoðun geta alveg rökrætt á vitrænann hátt; nema þeir sem hafa ekki gögn eða rök til að styðja sína afstöðu og þú ert búinn að sýna fram á að það á við um þig.

Gangi þér allt í haginn, og gangi þér vel að finna eitthvað sem styður þína trú; ég vona bara að þú reynir að leita og reynir að meta hvað sé rökréttasta útskýringin á þessum ótrúlega heimi sem við búum í.

Mofi, 30.3.2014 kl. 22:52

50 identicon

Ég gleymdi alveg að spyrja þig, Mofi. Hvaða sannanir hefurðu fyrir því, að guð þinn sé til? Hvaða gögn hefurðu? Ef þú hefur aðeins biblíuna, þá hefurðu ekkert í höndunum.

-

Fyrst þú ert að heimta sönnunargögn frá mér, þá er bara sanngjarnt að þú sýnir líka einhverjar sannanir. Ef þú gerir það ekki, þá er þetta allt saman ekkert annað en froðusnakk hjá þér.

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 00:39

51 Smámynd: Mofi

Hvernig færðu það út að ef ég aðeins Biblíuna þá hef ég ekkert? Hún er vitnisburður ótal manna í gegnum aldirnar og er það ekki í gegnum gamlar ritaðar heimildir sem vitum eitthvað um fortíðina?  En nokkvurn veginn allt mannkynið í þúsundir ára hefur trúað á einhvers konar guð, að það væri eitthvað meira en hið efnislega, svo þeirra vitnisburður styður líka tilvist Guðs.

En hönnun í náttúrunni er sönnunargögn sem styður tilvist hönnuðar og ég er búinn að benda þér á nokkur dæmi en ég gæti haldið áfram endalaust með þau dæmi á meðan þú gætir ekki komið með neitt dæmi þar sem náttúrulegir ferlar búa til flóknar vélar; ekki líða illa yfir því, enginn þróunarsinni getur það.

En mig langar að benda á uppfyllta spádóma í Biblíunni en þeir hafa alltaf heillað mig:

Spádómur Biblíunnar um Rómarveldi

Hver er þjónninn sem Jesaja 53 talar um?

Spádómurinn um borgina Petru

Spádómurinn um borgina Týr

Spádómurinn um Ísrael

Mofi, 31.3.2014 kl. 08:22

52 identicon

Svo ert þú að heimta sönnunargögn frá mér, en sjálfur hefurðu ekkert að vitna í nema skáldsögur (gamla testamentið) og spádóma sem aldrei rættust? Fyrst þú hefur ekkert milli handanna sem styður sköpun, þá er rökrétt að eina rétta skýringin á lífheimi jarðar sé þróun tegundanna, eins og Darwin lagði hornsteininn að, og hefur verið sýnt fram á með öllum vísindalegum rannsóknum síðan. Sköpunarsinnar hafa einnig sýnt fram á þróun með því að hafa aldrei getað afsannað hana, enda halda þeir ranglega að trú og skáldskapur sé sama og sönnun.

-

Sættu þig við það, Mofi. Tegundirnar þróuðust yfir hundruð og þúsund milljóna ára skeið, enda "skapaðist" jörðin fyrir 4,5 milljörðum ára síðan úr efni sem sveimaði umhverfis sólina okkar og sem varð síðan að reikistjörnunum og loftsteinabeltum í okkar sólkerfi. Mannkynið og aparnir áttu sameiginlegan forföður eins og fuglarnir eru komnir af flugeðlum. Ekkert yfirnáttúrulegt eða guðdómlegt hefur komið nálægt þessari þróun.

-

Nietsche skrifaði einu sinni, að guð væri dauður, sem þá þótti guðlast. Sennilega hefur aldrei neinn guð verið til. Mennirnir sköpuðu guðina í sinni eigin mynd (Jahwe) eða dýramynd (egypzku og hindísku guðirnir) í ýmsum tilgangi, því að þeir skildu ekki náttúrulögmálin og höfðu enn ekki þróað aðferðir til að mæla eða rannsaka. Hugvitið eitt og sér er auðvitað skilyrði fyrir að vísindi geta orðið að veruleika, en það er ekki nóg. Ávinningar fornþjóða eins og Grikkja, Araba, Indverja, Kínverja og Ameríkubúa á sviði stærðfræði, rökfræði, stjörnufræði og læknisfræði voru vísir að þeim vísindalega heimi sem við þekkjum í dag, en um leið og bókstafstrúin og eingyðistrúin skaut fram skítugum hausnum, eða þegar barbarar eyðilögðu menningu sigraðra þjóða, þá var tekið stórt skref aftur á bak.

-

Trú þín á sköpun sýnir, að þú ert einhvers staðar langt aftur í forneskju, þar sem dogmatískt fólk ruglar saman hugarburði og tilfinningum saman við staðreyndir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 12:55

53 Smámynd: Mofi

Pétur, ég kom með sönnunargögn, þú komst með ekki neitt. Það sjá það allir sem lesa þetta og þú hlýtur að vita það sjálfur. 

Þú vilt að ég trúi einhverju sem er mjög órökrétt, að náttúrulegir ferlar sem við höfum aldrei séð búa neitt vitrænt til hafi búið til upplýsingakerfi og upplýsingar um hvernig á að búa til vélar sem við getum ekki einu sinni hermt eftir; en við erum á fullu að læra hönnunar trix frá þeim.  Ef þú vilt að maður trúi einhverju sem er órökrétt þá er það þitt að koma með eitthvað sem styður það en þú getur ekki gert það. Þú afskrifar allt sem ég kom með án þess einu sinni að sýna fram á eitt eða neitt. Hvað eiginlega rekur þig áfram? Langar þig svo mikið til þess að við lifum í heimi án vonar og tilgangar og þess vegna skiptir engu máli að hafa engin gögn eða rök bak við þig, tilgangurinn helgar meðalið?  

Mofi, 31.3.2014 kl. 18:54

54 identicon

"Pétur, ég kom með sönnunargögn ..."

Mofi, þú komst ekki með neitt, bara tilvitnanir í skáldsögu. Þú ert vægast einhver sá veruleikafirrtasti maður sem ég hef komizt í kast við. Að halda að skáldskapur (GT) sé einhver sönnun? Jeez.

-

Ég ætla vinsamlegast að biðja þig um að vera ekki að krefjast einhvers af öðrum sem þú getur engan veginn uppfyllt sjálfur. Að mínu leyti og hvað snertir þann meirihluta mannkynsins sem getur hugsað sjálfur, þá hefur þrúnarkenningin aldrei verið afsönnuð. En bókstafstrúarmenn eins og þú haldið fast í barnalegar rökleysur eins og ungabarn rígheldur í snuðið sitt.

-

Þegar ég skrifaði fyrr á þessum þræði, að það ætti enginn að fara að rökræða við mjög trúaða einstaklinga, því að þeir vilja ekki sjá sannanir fyrir tilvist guðs, né geta þeir skilið trú/hugarburð frá staðreyndum.

-

Fyrir mitt viðkomandi ætla ég ekki að skrifast meira á við þig, en þér er velkomið að babbla áfram. Ef þú vilt, geturðu snúið þér að DoctorE og reynt að sannfæra hann, en ég hef lokið verki mínu hér: Að sýna fram á eina ferðina enn að ekki er hægt að rökræða við þig, né neinn annan sem heldur að GT sé eitthvað áreiðanlegt heimildarrit. Illa upplýstir hirðingjar skrifuðu GT fyrir nokkrum þúsundum ára og tileinkuðu einhverri ímyndaðri veru á himnum sem auðvitað kom ekki nálægt þessu. Ef þú kallar svona skáldverk sannanir, þá ertu algjörlega tómur. Good bye.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 14:21

55 Smámynd: Mofi

Pétur
Mofi, þú komst ekki með neitt, bara tilvitnanir í skáldsögu. Þú ert vægast einhver sá veruleikafirrtasti maður sem ég hef komizt í kast við. Að halda að skáldskapur (GT) sé einhver sönnun? Jeez.

Þetta er hluti af mannkynssögunni. Ef ég er að tala við ungling sem hefur enga þekkingu á Biblíunni eða mannkynssögunni þá væri gaman að fá að vita það.

Ég kem með dæmi þar sem forn rit sem voru síðan seinna tekin saman í safn af bókum. Þarna eru dæmi þar sem rit frá 200-500 f.kr. segir að ákveðnir atburðir eiga að gerast og við getum athugað út frá fornleifafræði og öðrum söguheimildum, hvort að atburðurinn gerðist.  Hvað eiginlega heldur þú að Biblían sé?

Pétur
En bókstafstrúarmenn eins og þú haldið fast í barnalegar rökleysur eins og
ungabarn rígheldur í snuðið sitt.

Útskýrðu fyrir mér hvað er órökrétt við að það þarf vitsmuni til að búa til forritunarmál og flóknar vélar?

Pétur
Fyrir mitt viðkomandi ætla ég ekki að skrifast meira á við þig, en þér er velkomið að babbla áfram. Ef þú vilt, geturðu snúið þér að DoctorE og reynt að sannfæra hann, en ég hef lokið verki mínu hér:

Þú hefur ekki komið með neitt nema sýnt fram á að þú ert fáfróður um þessi mál. Ef það var takmark þitt þá er því lokið :)

Mofi, 1.4.2014 kl. 14:41

56 identicon

Öll þín skrif á þessum þræði og á þínu eigin bloggi bera vitni um það að þú skilur ekki þróun, samt gerirðu ekki annað en að þykjast vita eitthvað um þróunarkenninguna og hrauna yfir hana. Ég hef bara eitt ráð handa þér:

EKKI GAGNRÝNA ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR EKKI SKILIÐ.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 19:03

57 Smámynd: Mofi

Pétur, ég spurði þig bara spurninga, voðalega ertu eitthvað reiður... getur sýnt fram á þetta? Ég býst ekki við miklu þar sem þú hefur ekki enn getað sýnt fram á varla neitt sem þú hefur komið fram með hérna.

Mofi, 1.4.2014 kl. 21:30

58 identicon

Ég er alls ekki reiður, Mofi, hvers vegna ætti ég að vera það? Stóru bókstafina setti ég því að með Google Chrome get ég ekki sett feitletraða stafi.

En af minni hálfu, þá eru þessum kappræðum okkar lokið, efnið er útrætt og ég vann. Og ég held ekki, að ég fari að sjá þessa mynd um Nóa, ég er búinn að fá ógeð á rigningu auk þess að hafa takmarkaðan áhuga á trúarlegu efni úr GT. Vil frekar horfa á góða spennumynd eða góða draugamynd.

Over and out.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 00:00

59 Smámynd: Mofi

Pétur, tóninn er greinilega frá einhverjum sem er reiður. Efnið er ekki einu sinni rætt því þú komst aldrei með nein mótrök. Ég skil bara ekki af hverju þér þykir svo vænt um þína heimsmynd því í mínum augum væri hún hryllileg, ekkert nema tilgangsleysi og vonleysi svo ég þyrfti virkilega góð rök og gögn sem styðja það svo ég kæmist ekki frá henni. En þú heldur í hana, án þess að hafa neitt slíkt svo... ég er dáldið agndofa.

Mofi, 3.4.2014 kl. 07:34

60 identicon

Margur heldur mig sig.

Mofi, ég hef vísað í fleiri hundruð greinar sem styðja þróunarkenninguna, þú hefur ekki komið með neitt nema vísan í barnalegar skáldsögur Gamal testamentisins. Þínar tilgátur um tilurð heimsins eru bæði bjánalegar og heimskulegar. Og auðvitað rangar. Það er ekki að ástæðulausu, að bókstafstrú er kölluð barnatrú, því að aðeins fólk með barnalegan (infantile) hugsunarhátt getur haldið áfram að tileinka sér hana. Fólk sem ekkert hefur þroskazt andlega eftir bernskuna.

Tilgangsleysi er ekki sama og vonleysi. Og þótt lífið og þróun tegundanna hafi engan æðri eða endanlegan, yfirnáttúrulegan tilgang, þá hefur ævi hvers manns tilgang í sjálfri sér. Tilgangur hverrar manneskju eftir fæðinguna er að hafa það gott, eignast afkvæmi ef hún svo kýs og síðan deyja. Og gjarnan að láta eitthvað gott af sér leiða í samræmi við siðferðisvitund sem öllum er gefið, en í mismiklum mæli þó. Það er ekkert vonleysi í þessu. Að þú sért að staglast á því aftur og aftur hingað og þangað að fólk sem er ekki eingyðistrúar lifi í einhverju vonleysi, er bara bull og þvæla.

Það er ekkert framhaldslíf til, enda hefur aldrei verið sýnt fram á það, og það stíðir gegn náttúrulögmálunum. Það er engin sál sem lifir áfram. Það sem sumir kalla sál eða anda er bara hugur mannsins og hugurinn deyr þegar heilinn deyr.

Ja, ég er feginn að ekki skuli vera til svokallað himnaríki, því að ekki vildi ég fara þangað og vera innan um afdankaðan guð og bókstafstrúarmenn sem eru með því leiðinlegasta fólki sem ég hef kynnzt.

Það finnst heldur ekki neitt raunverulegt helvíti og Satan og djöflar eru ekki til. En það er til helvíti á jörð, sem eru staðir eða aðstæður hér í þessu lífi þar sem manni líður illa. Og drísildjöflarnir í þessu lífi er fólk sem sífellt gerir öðrum mein eða ofsækir aðra. Sumir af þessum djöflum eru í opinberum störfum, aðrir eru síbrotamenn.

Þegar ég var unglingur, trúði ég á endurholdgun því að í því fólst réttlæti/karma. En eftir að ég menntaðist hvarf ég frá þeirri kenningu, því að hún stríðir gegn náttúrulögmálunum, alveg eins og trú þín á himnaríki.

Nei, Mofi, ég er sáttur við að það sé aðeins dauði eftir lífið og ekkert líf eftir dauðann. Mitt hlutverk í þessu lífi er að gera allt sem ég get til að veita börnum mínum og barnabörnum undirbúning fyrir gott og hamingjusamt líf þeirra. Og ég tel að þetta hafi tekizt vel í samstarfi við barnsmóður mína. Með þessa sannfæringu mun ég deyja sáttur. Maður kemur í manns stað og enginn ætti að lifa að eilífu, enda hvorki þörf né möguleiki á því.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 13:32

61 identicon

Og við það má bæta að tilgangur ALLRA dýrategunda er að eignast afkvæmi og deyja síðan. Mannkynið er auðvitað bara dýrategund, sem hefur þróazt mest af öllum dýrategundum hvað varðar hugvit og sköpunarhæfileika.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 13:39

62 Smámynd: Mofi

Pétur
Mofi, ég hef vísað í fleiri hundruð greinar sem styðja þróunarkenninguna, þú hefur ekki komið með neitt nema vísan í barnalegar skáldsögur Gamal testamentisins.

Þú ert heimskur á alveg sérstakan hátt ef þú heldur að það sé að koma með rök fyrir máli sínu að benda á lista af greinum.  Að segja síðan að eina sem ég kom með var tilvísun í barnalegar skáldsögur GT er lygi en það kemur ekki á óvart að sjá núna óheiðarleikan koma líka fram í viðbót við fáfræðina.

Þú ert búinn að sýna þitt rétta andlit og heimskulegt af mér að eyða meiri tíma í þig.

Mofi, 3.4.2014 kl. 14:06

63 identicon

Hvaða, hvaða. Orðinn fokreiður bara af því að heyra sannleikann frá mér.

Mofi, þú munt lenda í alveg sömu vandræðununum, sama við hvern þú ræðir um þróun. Fyrst þú skilur ekki þróunarkenninguna, þá vill enginn ræða hana við þig til lengdar. Sannleikurinn er sá, að þú ert hræddur við að lesa eitthvað af þeim fleiri hundruð af greinum sem ég vísaði á, því að þú gætir farið að efast um þessa heimskulegu sköpunarsögu og það viltu ekki. Þú VILT halda áfram að vera óupplýstur og fáfróður.

En fáfræði og heimska er ekki bönnuð með lögum, svo að þú ræður því alveg sjálfur, hvernig þú lifir þínu lífi og á hvað þú trúir, en ég er hræddur um að í lokin fari hlutirnir ekki alveg eins og þú ætlaðir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 17:48

64 Smámynd: Mofi

Pétur, þú getur ekki fært rök fyrir máli þínu. Ég er endalaust að lesa um Þróunarkenninguna, flest allt sem ég kemst í. Endilega reyndu að færa rök fyrir máli þínu, ég hefði gaman að sjá slíka tilraun.

Mofi, 3.4.2014 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband