23.3.2014 | 15:15
Þótt fyrr hefði verið.
Fyrsta atriðið sem blasti við þegar malasíska þotan hvarf með öllu úr fjarskiptasambandi var sú staðreynd hve lítið þarf til að kippa hvaða þotu sem er á augabragði úr sambandi við umheiminn við viss skilyrði.
Í fluginu gildir hið grimmilega lögmál Murphys að ef nokkur möguleiki er á að eitthvað mistakist, bili, sé hægt að gera skakkt eða fari úrskeiðis yfirleitt, muni það gerast fyrr eða síðar og þetta var einmitt aðalatriði þess sem gerðist í þessu flugslysi.
Það hefði getað gerst fyrr og hefði áreiðanlega gerst hvort eð er. Þess vegna getur lærdómurinn af þessu hörmulega slysi orðið mjög dýrmætur fyrir flugöryggi framvegis og hjálpað til að gera almennt farþegaflug enn öruggara en það er nú, það er, að öruggasta samgöngumáta veraldar þegar allt er tínt til.
Flugöryggi líklega endurskoðað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þar að auki fórst hér á Íslandi fjöldinn allur af erlendum loftförum á þessum árum.
Íslensk loftför - Um 400 létust í um 70 slysum frá upphafi til 14.9.1997, sjá neðst á síðunni
Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 15:27
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 23.3.2014 kl. 15:29
Oft hefur maður heyrt að njósnahnettir í geimnum taki svo nákvæmar myndir að hægt sé að lesa fyrirsagnir í dagblöðum á jörðu niðri á þeim. Það eru greinilega ýkjur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2014 kl. 16:57
Ég er að vitna í margítrekaðar fréttir af slysastíðni í farþegaflugi í heiminum og sé ekki hvað einstök flugslys hér og þar koma því við. En ef ofan í það er farið varðandi Reykjavíkuflugvöll á árunum væri fróðlegt að fá uppgefna slysatíðnina í umferðinni í kringum flugvöllinn á síðustu þremur áratugum.
Ómar Ragnarsson, 23.3.2014 kl. 18:29
Sennilega siglir Steini alltaf til útlanda, - annars væri hann alls ekki á lífi.
Og því síður, ef hann hefði sitt fram, að sem minnst væri um kennsluflug og æfingaflug, þannig að hægt væri að halda reynslu atvinnuflugmanna sem þrengstri og minnstri, og bakgrunni þeirra sem aumastan.
Gaman er að rifja upp eitt næstum-því stórslys þegar Þorsteinn Jónsson var rétt búinn að jarða farþegavél í hlíðum Grænlandsjökuls.
Allir sluppu án rispu, og kallinn reyndar órispaður úr fluginu alla sína tíð, - meir að segja seinni heimsstyrjöldin skildi ekkert eftir nema flóabit, kláðamaur, og einn skurð eftir niðursuðudós.
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.