Stundum vega lyktarskyn og heyrn þyngra en sjónin.

Sjón er sögu ríkari segir máltækið og eðlilega er sjónin mest í hávegum höfð hjá okkur. Þó er það svo að stundum eru lyktin og hávaðinn eða hljóðið eftirminnilegust þegar upp er staðið.

Þannig var hin ofboðslega djúpi og gífurlegi titringur sem vó þyngst í upplifun minni af nálægð við skot geimskutlu á Canaveralhöfða í Florida 1999 og ekkert sjónrænt gat yfirgnæft það.

Og stundum er lyktin það minnisverðasta í minningum okkar frá liðinni tíð.

Þetta er ein af mörgum ástæðum þess að seint verður fundin upp tækni sem getur gert beinar útsendingar eða samskipti á Skype að jafnokum beinna mannlegra samskipta þar sem menn hittast á stað og stund.

Og sýndarveruleiki netmiðla og fjarskiptatækni getur aldrei komið fylliega í staðinn fyrir raunveruleikann sjálfan.

Benedikt Árnason leikari sagði mér eitt sinn frá því þegar hann rankaði við sér eftir meðvitundarleysi af völdum hjartaáfalls, hefðu skynfærin ekki komið samtímis inn hjá honum, því að hann fann fyrst sterka lykt áður en hann sá nokkuð.

Kannski er lyktarskynið eldra í sögu þróunar dýra en sjón og heyrn.


mbl.is Mannsnefið nemur trilljón tegundir lyktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur þarna

 http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=343904&pageId=5389351&lang=is&q=Austurland 

Þarna hafðir þú MIKIÐ hár 

Austurland 21 áreg 1971

Bls 4 

Hallo Ómar (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 19:36

2 identicon

Og kannski á það sama við um bragðskyn? Ég upplifði, mikið veik, og án matar í nokkrar vikur, að ég fann bragð af lyfjunum sem var sprautað í mig og þekkkti muninn á þeim. Það þótti mér sérkennileg upplifun.

Þuríður Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 19:39

3 identicon

Hérna er þetta rétt

Tímarit.is

austurland 21 árgangur 23 tölublað bls 4

 (  http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=343240&pageId=5382694&lang=is&q=AUSTURLAND )

Hallo Ómar (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 21:06

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þgar ég fékk lifrarbrest, stíflugulu og ofsakláða í 3 mánuði vorið 2008 brá svo við að skyndilega fannst mér allir gosdrykkir bragðvondir nema bara - , ja hvað heldurðu, MIX!

Breytt efnasamsetning blóðsins breytti bragðtilfinningunni og Cola-drykkirnir, sem ég var svo veikur fyrir og er enn, hurfu úr lífi mínu þessa mánuði !

Ómar Ragnarsson, 23.3.2014 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband