26.3.2014 | 00:27
Kona sem þarf að hlusta á.
Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor vakti fyrst athygli mína á Degi íslenskrar náttúru 2011 þegar hún hélt stórmerkan fyrirlestur í Öskju um sjálfbærni eða öllu heldur ósjálfbærni helstu auðlinda heims.
Sá fyrirlestur opnaði "stóru myndina" sem hún hefur lagt áherslu á að reyna að sjá, greina og dreifa upplýsingum um og var sem opinberun fyrir mig.
Raunar ætti efni þessa fyrirlestrar Kristínar Völu að vera skyldulesning núlifandi jarðarbúa í stað þess að voldug valdaöfl gera allt sem þau geta til þess að fela staðreyndirnar um það hvert mannkynið stefnir á þessari öld.
Ég man að ég reyndi að vekja athygli á þessum fyrirlestri á sínum tíma en talaði fyrir daufum eyrum.
Hef reyndar oft vitnað síðan í einstök atriði hans, en það er eins og að stökkva vatni á gæs.
Nú hefur Kristín Vala fengið verðskuldaða viðurkenningu erlendis með kjöri í norsku vísindaakademíuna.
Vonandi verður farið að hlusta eitthvað á hana hér heima þegar svo er komið.
Horfir á stóru myndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.