26.3.2014 | 01:18
Litlar framfarir í tæpa öld.
Í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldarinnar voru haldnar almennar atkvæðagreiðslur í Slésvík-Holtsetalandi og í Saar´-héraðinu 1935 í samræmi við hugmyndir Wilsons Bandaríkjaforseta um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og þjóðabrota.
Íslendingar greiddu líka atkvæði um samning við Dani um frelsi og fullveldi Íslands, en það var eingöngu vegna þess að Danir kröfðust atkvæðagreiðslu og sjálfsákvörðunarréttar íbúa í Slésvík-Holtsetalandi og urðu að vera samkvæmir sjálfum sér varðandi Ísland.
Raunar kom hugmynd Wilsons úr sérkennilegri átt, því að borgarastríðið í Bandaríkjunum hálfri öld fyrr snerist um það að meina Suðurríkjunum að skilja sig frá Norðurríkjum Bandaríkjanna.
Tviskinnungurinn var mikill. Það þótti allt í lagi að íbúarnir í nyrstu héruðum Þýskalands fengju að ráða sjálfir ríkisfangi sínu, af því að það fól í sér minnkun þýska ríkisins.
Hins vegar þótti ótækt að halda atkvæðagreiðslu í Súdetahéruðunum við suðurjaðar ríkisins af því að sigurvegarar stríðsins gátu ekki sætt við þá niðurstöðu að nein hinna sigruðu þjóða færði út landamæri sín, jafnvel þótt viðkomandi íbúar vildu það.
Og allar götur síðan hefur ríkt mikill tvískinnungur um þetta og oftast verið harðneitað að láta íbúa svæða ráða sjálfa um stöðu sína og framtíð og gjarnan því borið við að slíkt sé ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá viðkomandi lands.
Í lok Heimsstyrjaldarinnar síðari var mikil harðneskja ríkjandi varðandi svona mál og 14 milljónir manna voru fluttir nauðugir frá heimkynnum sínum í Evrópu til að þjóna vilja sigurvegaranna.
Þá var tíðarandinn andsnúinn sjálfsákvörðunarrétti á þessu sviði og Danir beittu brögðum til að koma í veg fyrir að Færeyingar fengju sjálfstæði.
Hvorki er að sjá að skynsamlegt sé né réttlátt að þvinga Rússa til að láta Krímskagann af hendi til Úkraínumanna gegn vilja Krímverja. Enda ómögulegt, bæði hernaðarlega og pólitískt.
Þjóðaratkvæðið ólögmætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."
"About half of public spending on Greenland is funded by block grants from Denmark which in 2007 totalled over 3.2 billion kr.
Additional proceeds from the sale of fishing licences and the annual compensation from the European Union represents 280 million DKK per year."
"Færeyska krónan" er bundin gengi evrunnar.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 01:46
Það er ánægjulegt að lesa, að þú sért með objektíva skoðun á þessu máli, og ekki subjective eins og svo margir aðrir.
Hins vegar, má segja að núverandi staða Evrópuríkja um Krímskaga sé afar furðuleg. Fyrst og fremst vegna þess, að Evrópa þarf nauðsynlega á orku frá Rússlandi að halda. Er því Evrópa að bíta í hönd þess sem elur það, sem er afar sérkennilegt þó ekki sé öðrum orðum beitt um það.
En í ljósi þeirrar staðreyndar, að Bandaríkin hafa sett Evrópu á hausin, í bókstaflegri merkingu. Og þeirri staðreynd að Evrópa er bókstaflega umkringd kjarnorkuvopnaþjóðum á alla bóga, vegna þess að bandaríkin beita valdi sínu til að meina Evrópu um jafnhliða þróun á þessu sviði. Þá má segja afar furðulegt, að leiðtogar Evrópu, skuli ekki nota sér tækifærið til að reyna að komast undan oki Bandaríkjanna.
Hitt er svo aftur á móti, til að hafa í huga. Íslandi, er að öllum líkindum, betra að halda sig Ameríku megin í mörgum málum. Vegna þess sem þú bentir á ofan.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.3.2014 kl. 12:50
Sjálfstæðisflokkurinn vill hins vegar ekki íslenska evrumynt, enda þótt hana prýði vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem kom okkur Íslendingum 80% í Evrópusambandið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.
Euro coins - National sides
Þorsteinn Briem, 26.3.2014 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.