11. leyndarmál farþegaflugsins: Þykkt ytra byrðis skrokksins.

Þegar setið er í flugvél sem miklir sviptivindar og ókyrrð hrista og svipta í allar áttir og vængirnir sjást sveiflast upp og niður, undrast farþegar það eðlilega hve sterk þessi farartæki eru.

Ekki síður er það undrunarefni hve örþunnir vængirnir eru á mörgum af öflugustu orrustuþotum heims.

En sjaldan hef ég orðið meira hissa en þegar hópur Íslendinga fékk tækfæri til að skoða Airbus-verksmiðjurnar í Toulouse í Frakklandi, meðal annars stóra Airbusþotu, sem var í smíðum.

Svo örþunnur er byrðingur svona þotu að það minnir meira á pappír en byrðing. Þá rifjast upp fyrir manni að byrðingurinn á Comet 1, fyrstu farþegaþotu heims, var aðeins 0,5 millimetra þykkur.

Að vísu var hann styrktur í kjölfar þess að fjórar þotur af þessari gerð fórust vegna málmþreytu í honum en engu að síður er ytri byrðingurinn í þotunum, sem við fljúgum í, þunnt skæni.  

Aðalástæðan fyrir styrk byrðingsins er hringlagið á skrokknum og svonefnt monocoque byggingarlag skrokksins í heild, sem gerir hann að sjálfberandi heild af ytra byrði og hringlaga bitum og styrkingum innan á því.

Þetta byggingarlag ruddi sér til rúms á fjórða áratug síðustu aldar og olli byltingu í flugvélasmíði.

Minna má á, að einhvern tíma las ég um það hve mikinn ytri þrýsting venjulegt fuglsegg þyldi ef álagið á ytra byrði þess dreifðist alveg jafnt á það allt. Niðurstaðan kom mjög á óvart. Það var með ólíkindum hvað eggið þoldi mikinn þrýsting, en ekki man ég nánar hve mikill hann var.  

  

 


mbl.is 10 leyndarmál farþegaflugsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eggs are similar in shape to a 3-dimensional arch, one of the strongest architectural forms.

The curved form of the shell distributes pressure evenly all over the shell rather than concentrating it at any one point."

How to Squeeze an Egg Without Breaking It


"An uncooked egg can take about 8kg of pressure before it breaks.

It has been proven in test that it can withstand more weight when stood up vertically rather than being on it's side horizontally.

Of course if the egg was boiled it would be able to hold up to more pressure before the shell breaks."

How Much Pressure can An Egg Take?


Egg Strength

Þorsteinn Briem, 27.3.2014 kl. 19:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Guð blessi létta og sterka álið í flugvélunum :)

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.3.2014 kl. 20:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Koltrefjar eru byggingarefni í iðnaði og þær hafa verið notaðar í til dæmis flugvélar, bíla, hús, brýr, reiðhjól, skíði og gervilimi Össurar hf.

"Vinsældir koltrefja fara sívaxandi, meðal annars vegna léttleika þeirra og styrks, en þær geta komið í stað málma eins og áls og stáls."

"Flugvélaiðnaðurinn nýtir þetta efni í vaxandi mæli og ný kynslóð af farþegaþotum, svo sem Boeing 787 Dreamliner og Airbus 350, eru smíðaðar að verulegu leyti úr koltrefjum sem styrkingarefni.

Koltrefjar stuðla því að minni orkunotkun vegna léttleika, auk þess sem umhverfisáhrif við framleiðslu eru takmörkuð."

"Koltrefjar hafa alla eftirsóknarverðustu eiginleika stáls og auk þess er þyngd þeirra í lágmarki.

Með koltrefjum er myndað frumlegt "öryggisbúr" í bílum og þær eru mikið notaðar í Formúlunni."

Koltrefjar


Framleiðsla á ódýrum basalttrefjum getur orðið stór iðngrein hérlendis - Hátæknisetur Íslands á Sauðárkróki

Þorsteinn Briem, 27.3.2014 kl. 20:38

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

á Íslandi er ekki áhugi fyrit Innlendri framleiðslu- bara Álverum og innflutningi !

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.3.2014 kl. 20:49

6 identicon

Gunnar Th Afhverju ekur ökukennarinn ekki á Álbíl hann býr í álbæ,en bill hanz er úr járni.En huxa að hann hafi góðan lofthreinsara til að filtera flúor.

BMX (IP-tala skráð) 27.3.2014 kl. 23:04

7 identicon

Þykktin á álklæðningunni á Comet var 0.71 mm. og 0.91 mm eins og kemur fram í þessari skýrslu: http://naca.central.cranfield.ac.uk/reports/arc/rm/3248.pdf

Magnað að eftir að vandamálin voru löguð þá var þessi annars frábærlega vel hannaða vél notuð í 60 ár sem Nimrod.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.3.2014 kl. 00:50

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það sem gerði út af við Comet- vélarnar var þrýstingur innan frá, ekki utan frá. Jafnþrýsting var þá nýtilkomin og skrokkurinn ekki nógu sterkur, þannig að þær sprungu eins og blaðra eftir nokkrar ferðir þegar komið var í fulla hæð. Þetta gerðist líka þegar hluti rifnaði ofan af 737 vél á Hawaii vegna innri þrýstings í vélinni.

Vilhjálmur Eyþórsson, 28.3.2014 kl. 01:09

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er slatti af áli í leigubílnum, Opel Insignia Limousine, diesel. 140 hestöfl og um 1,5 tonn en samt er hann "grænn" bíll, eyðslugrannur og með sérstakan mengunarvarnarbúnað. Ég fæ frítt í stæði í Rvk vegna þess að hann er umhverfisvænn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2014 kl. 21:36

10 identicon

En fer það samt ekki mest allt í dósir og umbúðir? Las einhvern tímann að það sem fer á haugana árlega sé meira magn en það sem bundið er í öllum flugvélaflota heimsins.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband