31.3.2014 | 09:18
"Það kólnar samt!"
Agndofa er hægt að fylgjast með viðbrögðum stórs hóps manna við skýrslum sem hrannast upp um áhrif loftlagsbreytinga af mannavöldum. Þessir "kuldatrúarmenn" hamast við að véfengja hverja skýrsluna af annarri og halda því meira að segja fram að loftslag sé að kólna. "Það kólnar samt!" hrópa þeir og skrifa.
Ég nota orðið agndofa vegna þess að áður fyrr þegar maður las um viðbrögð af þessu tagi, afneitun og kæruleysi á fyrri öldum, afgreiddi maður það sem eðlilega afleiðingu af því að það skorti gögn og upplýsingar um váboðana á þeim tímum.
Nú er hægt að sjá að þetta var bláeygur barnaskapur hjá manni, því að viðbrögð á borð við afneitanir "kuldatrúarmanna" á hverri skýrslu vísindamanna af annarri um loftslagsbreytingar byggjast ekki á skorti á upplýsingum af fyrirliggjandi gögnum á upplýsingaöld heldur hlýtur hér að vera um hagsmuni að ræða, sem er svo sterkir að allt annað verður að víkja.
Þessir hagsmunir eru níðþröngir stundarhagsmunir varðandi óbreytt ástand skefjalausrar rányrkju á auðlindum jarðar í þágu tímabundinnar velmegunar hámarks neyslu.
Þegar minnst er á komandi kynslóðir við suma þessa menn yppta þeir öxlum og segja: "Komandi kynslóðir hafa ekkert gert fyrir okkur, og hvers vegna ættum við að vera að gera eitthvað fyrir þær?"
Þetta eru stundum sömu mennirnir og eru í þjónustuklúbbum, sem safna fyrir lækningatækjum og fleiri góðgerðarmálum, til dæmis fyrir barnaspítala, og ættu því með sömu rökum að leggjast á móti slíkum og segja: "Þessi veiku börn eða veika fólk hefur ekkert gert fyrir okkur og hvers vegna ættum við að vera að gera eitthvað fyrir það? "
Það er áberandi hve margir hugsa aðeins um eigið skinn núlifandi kynslóðar og víkja komandi kynslóðum frá sér eins og þær séu ekki eða verði ekki til.
Barnabarn mitt og barnabörn jafnaldra minna, sem við þekkjum vel persónulega, verða hugsanlega á lífi um næstu aldamót og eiga þá sjálf barnabörn sem verða sum á lífi árið 2180.
Þá verður með sama áframhaldi á rányrkju og meðferð jarðar liðin sú öld mannkynssögunar, 21. öldin, þegar mesta kreppa allra tíma með tilheyrandi hörmungum hefur dunið yfir mannkynið.
Getum við horft framan í barnabörnin okkar og látið sem ekkert sé, meira að segja hamast við að afneita því sem blasir við oig sagt: "Þessi börn hafa ekkert gert fyrir okkur og hvers vegna skyldum við vera að gera eitthvað fyrir þau ?
Myndum við hafa í hávegum minninguna um afa okkar og ömmur sem hefðu hegðað sér svona gagnvart okkur ?
Hrikaleg áhrif hlýnunar jarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það ekki vaknað?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 09:48
Barnabörnin þín munu aldrei finna fyrir aðgerðum Íslendinga (eða raunar heimsins) í lofstlagsmálum skv. SÞ. Eðli þessarra þátta er þannig að breyting á sér stað á árhundruðum og hún er öll á einn veg ef trúa ber skýrslunum. Horfumst í augu við það að það skiptir nákvæmlega engu máli hvað við gerum varðandi losun koltvísýrings. Viðkurkennið það og þá er hægt að ræða það hvort þessum sköttum og álögum sé ekki betur varið í að hjálpa fólki beint og strax í nærumhverfi okkar, heldur en að blása peningum upp í vindiinn og vona að loftslag kólni eftir nokkur hundruð ár. Sér enginn fáránleikann í því?
Ívar Pálsson, 31.3.2014 kl. 09:56
Ég skal veðja einum kassa af whisky uppá að hitastig jarðar verður minnst 5 gráðum lægra eftir 50 þúsund ár.
Þetta byggi ég á bestu vísindalegu heimildum:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Vostok_Petit_data.svg
Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 10:18
Þessi rök eiga við ansi margt í dag, tek það samt fram að ég er alveg samála Ómari.
Rafmengun og örbylgjumengun er af svipuðu meiði, með innbyggða dómdagsafleiðingar.
Svipað er með mataræði flestra í dag. Kjarnorkumálefni og allskonar mengun.
Ég tel að ef heldur áfram sem horfir þá eyðir mankyn sér sjálft óumflýjanlega og sennilega ekki í fyrsta sinn. Sumir segja að það sé í fimmta sinn núna.
Merkilegt að það sé möguleiki á framhaldi, sjötta sinn.
Það er einhver húmor í þessu leikriti hjá Guði ?
Haraldur (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 10:55
Jú. Hún snýst nú samt.
Galileo (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 12:04
Það er ekki langt síðan menn voru að spá ísöld af því kólnað hafði um skeið eftir miðja síðustu öld. Það verða alltaf sveiflur og því óþarfi að reikna alltaf í þríliðu upp eða niður.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=115908&pageId=1454229&lang=is&q=%EDs%F6ld
Einar Karlsson (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 12:28
:að hefur ekki hlýnað í 16 ár.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.3.2014 kl. 12:48
Þótt ég hafi sjálfur skrifað greinina „Að flýta ísöldinni“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/1349037/#comments lít ég í fullri alvöru svo á, að sá sem ekki hefur lesið hana sé ekki viðræðuhæfur um loftslagsmál.
Vilhjálmur Eyþórsson, 31.3.2014 kl. 12:55
Íhaldsmenn á skerinu sem og víða annarsstaðar eru á flótta undan vísindum, þekkingu, staðreyndum. Climatology, cosmology, evolution er þeim ofvaxið, fer fyrir brjóstið á þeim, því afneitun. Hafa flestir litla menntun, stinga því höfðinu í sandinn, ef ekki steininn.
Treysta sér ekki til að nema ný fræði, nenna því ekki. Reyna frekar að grilla og græða sem endar oftast með braski og þjófnaði. Brúka samt kjaft eins og götustrákar. Eiga bágt.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 12:56
Plan SÞ eru framseljanlegir braskmengunarkvótar að íslenskri fyrirmynd. vandræðalegt þegar borkjarnar af Grænlandsjökli sönnuðu að Al Gore hafði snúið lykillínuriti öfugt. Hitastig á jörðinni hefur ekkert hækkað í 15 ár þvert á allr spár.
http://www.youtube.com/watch?v=YtevF4B4RtQ
GB (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 12:56
Það er eins með íshalds skunkana hér uppá skeri og einhver sagði um sambærilega skunka í Bandaríkjunum, eitthvað á þá leið, að þeir væru í raun þjóðarskömm fyrir Bandaríkin og málflutningur þeirra væri fyrir neðan allar hellur. Og það var viturlega mælt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.3.2014 kl. 13:12
http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/1369777/
Pakkakíkir (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 13:14
Edit: ,,íhalds skunkana"
Og má bæta við, og almenna rugludalla.
Eina bent var á í tilfelli BNA, þá væri svakalegt að hægt væri að halda útí slíku bulli um hlýnun jarar af mannavöldum - í svo mentuðu og vísindalega sinnuðu landi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.3.2014 kl. 13:14
"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.
Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."
"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.
Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.
Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.
Þá fer fjölda þeirra, sem telja aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar."
Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 14:00
Hér og annars staðar fer meginorkan í það að ræða það hvort menn hiti upp heiminn eða ekki. En loftslagsfólk tekur síðan heljarstökk afturábak í ályktun um aðgerðir, sem hafa alls engin áhrif á nánustu framtíð (eða yfirleitt) og þar er ekki hægt annað en að andmæla, því að markmiðasetningu vantar (hætta að hita jörðina?)og mælanlegur árangur yrði aldrei neinn því að örgustu fylgismenn vísindanna játa að það gerist ekki í okkar lífstíð.
Hvílík sóun, að þær þjóðir sem sjá um 17% losunarinnar (hvað þá Íslendingar) skattleggi sig til andskotans til þess að sjá ekki árangur af óljósum markmiðum sínum á sinni lífstíð eða barnabarnanna.
Ívar Pálsson, 31.3.2014 kl. 14:44
Nú er svo komið að einn frægasti og öfgafyllsti stuðningsmaður IPCC, James Lovelock, er að draga til baka fyrri fullyrðingar og taka undir gagnrýni á IPCC og sérstaklega tölvumódelin:
http://www.theguardian.com/environment/2014/mar/30/james-lovelock-robots-taking-over-world
En því miður, þá eru litlar líkur á því að stuðningsmenn IPCC taki gagnrýnina til greina, því það hefur aldrei verið leyft. Lovelock má búast við því að verða útskúfaður sem villitrúarmaður, sjálfsagt kominn á spenann hjá olírisum, og örugglega trúmaður á flata jörð í laumi!
símon (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 14:51
Góður pistill eftir Stefán Ólafsson.
En hvað veldur að drullusokkarnir "Kochbræður" skuli hafa svona marga fylgismenn á klakanum? Erum við upp til hópa kjánar?
http://blog.pressan.is/stefano/2014/03/31/utkall-hja-holmsteini-og-nahird-audmanna/
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 15:28
Þegar vísindamenn tala um "áhrif loftlagsbreytinga" þá er viss hópur fólks sem skilur það sem og talar um "áhrif loftlagsbreytinga af mannavöldum" eins og það sé eitt orð og loftlagsbreytingar verði ekki nema af manna völdum. Það er ekkert nýtt. Mannskepnan hefur ætíð verið þeirrar skoðunar að athafnir hennar stjórni veðrinu. Kannski nægir að fórna hreinni mey, það var vísindalega nálgunin og samdóma skoðun vísindamanna fyrir stuttu síðan (miðað við sögu veðurs á jörðinni).
Hábeinn (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 15:47
Það er bara verst að náttúran skuli ekki hafa lesið skýrsluna og aðrar eldri skýrslur frá sömu stofnun. Það hefur nefnilega ekkert hlýnað á þessari öld, þ.e. frá 2001 er ný öld hófst, og eru allir helstu hitamæliferlar sammála um það. Sumir sýna jafnvel enga hlýnun í yfir 17 ár. Hvað veldur? Enginn hefur getað svarað því.
Vissulega hefur ekkert kólnað, og engin veit hvort kólnun eða hlýnun sé frammundan eftir það hik sem nú er í gangi. Við skulum því anda með nefinu.
Hvort væri betra, hlýnun eða kólnun? Sjálfur kysi ég frekar nokkra hlýnun en kólnun, en hef ekki hugmynd um hvert stefnir.
---
Sjá þessa vefsíðu.
Þar má sjá helstu hitaferla frá u.þ.b. 1997 og lengstu láréttu leitnilínur (summa minnstu kvaðrata) sem sýna enga hækkun hitastigs viðkomandi ferils. Vinstra megin á myndinni má sjá hvað þessar leitnilínur ná yfir langt tímabil, þ.e. hve lengi hlýnunin hefur staðið í stað. Hikið eða stöðnun í hlýnun undanfarin 10 - 15 ár eða meir er raunverulegt.
Ferlarnir eru teiknaður eftir mæligögnum þekktra stofnana, en þær gagnarunur eru aðgengilegar beint frá þessari síðu, og auðvelt að leika sér aðeins með þær eins og gert hefur verið í þessar uppstillingu sem vísað er á.
Ágúst H Bjarnason, 31.3.2014 kl. 15:55
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 17:01
"Í janúar síðastliðnum var meðalhitinn í Stykkishólmi 1,0 stig, sem er 2,4 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990.
Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 4,1 stig og -3,0 stig á Hveravöllum.
Meðalhiti hefur aldrei orðið svo hár á Höfn – en mælingar þar hafa ekki verið samfelldar. Þetta er samt trúlega hlýjasti janúar í Hornafirði frá 1947 að telja.
Við Berufjörð hefur hiti verið mældur samfellt frá árinu 1873, lengst af á Teigarhorni, og hefur janúar aðeins einu sinni orðið þar hlýrri en nú og það var 1947."
Tíðarfar í janúar 2014 - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 17:09
"Meðalhiti í Reykjavík í janúar síðastliðnum var 2,4 stig, sem er 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990 og 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára (2004 til 2013)."
"Meðalhiti á Akureyri var 1,6 stig, sem er 3,8 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 1,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára."
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 17:11
Á Akureyri mældist úrkoman í febrúar síðastliðnum 101,3 mm, meiri en tvöföld meðalúrkoma þar á bæ og sú mesta í febrúar frá árinu 1990.
Sérlega snjólétt var austast á landinu í janúar síðastliðnum.
Á Dalatanga var þá enginn dagur alhvítur, sem er einstakt í janúar, en snjóhuluathuganir hófust þar árið 1939.
"Á Vattarnesi við Reyðarfjörð var frostlaust allan janúar, lægsta lágmark var 0,4 stig, og það hefur aldrei gerst áður hér á landi í janúar svo vitað sé."
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 17:13
Það þykir nú ekki tíðindum sæta hér á Íslandi að snjói til fjalla á veturna, enda snjóar þá oft þó lofthiti sé fyrir ofan frostmark.
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 17:14
Ætíð sjalla klofið kalt,
kynkalt það allt árið,
ætíð bera á það salt,
og í hjartasárið.
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 17:26
NZZ. "Ernterückgang wegen Klimawandels befürchtet".
http://www.nzz.ch/aktuell/startseite/ernterueckgang-wegen-klimawandels-befuerchtet-1.18274524
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 18:23
Þetta er skemmtilegt. Sá að minnst kosti tvisvar ef ekki þrisvar fullyrt í athugasemdum hér að ofan að það hafi samt ekkert hlýnað!
Ómar Ragnarsson, 31.3.2014 kl. 21:03
Ekki nóg að skoða tölur frá Íslandi, http://www.forbes.com/sites/larrybell/2013/09/10/terrifying-flat-global-temperature-crisis-threatens-to-disrupt-u-n-climate-conference-agenda/
GB (IP-tala skráð) 31.3.2014 kl. 22:20
"Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).":
"The years 2001-2011 were all among the warmest on record, and, according to the World Meteorological Organization, the first ten months indicate that 2012 will most likely be no exception despite the cooling influence of La Niña early in the year."
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 22:33
"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.
Samkvæmt skýrslunni hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."
"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."
Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 31.3.2014 kl. 22:36
Eru þetta ekki dálítið gamlar fréttir sem þú ert með Steini?
Emil Hannes Valgeirsson, 1.4.2014 kl. 00:03
Rétt er það, línuritið hér að ofan í athugasemd nr. 20 nær aftur til ársins 1800.
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 00:13
"Þetta er skemmtilegt. Sá að minnst kosti tvisvar ef ekki þrisvar fullyrt í athugasemdum hér að ofan að það hafi samt ekkert hlýnað!"
Já það er vissulega skemmtilegt þegar staðreyndir stangast á við slagorð og umhverfisfasíska rétthugsun.
Davíð12 (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 00:47
Sem sagt, langt frá því að vera fasísk "rétthugsun" Davíðs.
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 01:19
Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.
Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.
Fasismi
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 01:23
The Great Global Warming Swindle Full Movie
http://www.youtube.com/watch?v=D-m09lKtYT4
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 04:17
Ómar. Ert þú að segja að gagnrýnendum, þessara loftlags heimsendspádódóma sé ekki annt um afkomendur sína? Ég held að þeir séu einmitt að reyna að koma í veg fyrir að afkomendur þeirra verði fyrir skattpíningu þessara manna. Er það ekki t.d kaldhæðnislegt að Al Gore skuli vera útnefndur, fyrsti loftlagsbreytinga milljónerinn í heimi hér? Þeim vísindamönnum sem andmæla þessu rugli öllu saman er hreinlega ítt út í kuldan, eða ætti ég kannski að segja hitann. Það er hreinlega farsakennt að það skuli vera hægt að fá fólk til að borga fyrir eitthvað sem við sannanlega getum ekki haft áhrif á. En hvað veit maður? Það er tókst jú að selja norðurljósin forðum daga.
Benni (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 05:07
Der Spiegel. "Sauerstoffmangel. Todeszonen in der Ostsee haben sich verzehnfacht."
http://www.spiegel.de/wissenschaft/natur/ostsee-sauerstoffmangel-wegen-ueberduengung-und-waerme-a-961721.html
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 08:14
En það fer vel um Gore í 75 herbergja villunni og einkaþotan síklár, https://www.google.is/search?q=al+gores+house+and+jet&client=firefox-a&hs=TMG&rls=org.mozilla:en-US:official&channel=sb&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=4nc6U9GFIcLwhQf5v4C4Ag&ved=0CCcQsAQ&biw=1280&bih=861
GB (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 08:27
http://www.woodfortrees.org/graph/hadcrut3vgl/from:2000
Ekkert hlýnað á ÞESSARI öld, Ómar. En þú getur s.s. stungið höfðinu í steininn (eins og fleiri)
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2014 kl. 13:40
Ég veit að ýmsir hér að ofan munu ekki reyna að skilja það sem ég skrifa hér neðar, þannig að hér er það í stuttu máli:
Jörðin er að hlýna, en skammtímasveiflur ýmissa þátta veldur því að hnattrænn lofthiti virðist til skamms tíma hafa hægt á sér - en samt er að hlýna ef tekið er tillit til þeirra þátta.
Það er staðreynd að langmestur hluti gróðurhúsaáhrifinna undanfarna áratugi hefur farið í í að hita upp sjóinn. Á sama tíma hefur ENSO mikið til verið í La Nina en ekki El nino fasa (sem kælir frekar en hitar)- auk þess sem minnkandi sólvirkni undanfarna áratugi hefur dregið úr hlýnun. Því hefur hnattrænt hitastig virst standa í stað ef menn skilja ekki þessi atriði.
Þrátt fyrir þessa "pásu" þá er leitnin upp á við, hitastig heldur áfram að hækka - marktækt upp á við ef tekinn er eðlilegur tími fyrir loftslagsbreytingar (þ.e. 20-30 ár). Hver einasti áratugur síðastliðin 60 ár, hefur verið heitari en áratugurinn á undan og ekkert sem bendir til þess að þessi áratugur sem nú er á fjórða ári verði kaldari en sá á undan.
Þeir sem afneita alvarlegri hnattrænni hlýnun af mannavöldum, vegna bruna jarðefnaeldsneytis - virðast ætla að nota þau ár sem hnattræni hitinn slær ekki öll met til að afneita því að það sé að hlýna...
Gunnar og Ágúst, bara forvitni hvað ætlið þið að gera á næsta ári þegar ljóst verður að búið verður að slá öll met í hnattrænum hita?
Höskuldur Búi Jónsson, 1.4.2014 kl. 14:51
Jöklarnir eru samstíga með mér í því að stinga höfðinu í steininn, Gunnar minn, hafa minnkað hratt frá aldamótum og halda því áfram.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2014 kl. 15:30
Óbreytanleikinn skv. SÞ er slíkur að aðgerðir skipta engu.
Setningar úr skýrslunni 2013:
Most aspects of climate change will persist for many centuries even if emissions of CO2 are stopped.
A large fraction of anthropogenic climate change resulting from CO2 emissions is irreversible on a multi-century to millennial time scale...
Surface temperatures will remain approximately constant at elevated levels for many centuries after a complete cessation of net anthropogenic CO2 emissions. Due to the long time scales of heat transfer from the ocean surface to depth, ocean warming will continue for centuries.
Ívar Pálsson, 1.4.2014 kl. 15:59
Jöklarnir hafa minnkað hratt frá aldamótum og halda því áfram. En eru samt stærri en þeir voru við kristintöku. Ferðuðust víkingarnir um á stórum jeppum?
Skjóttur (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 16:13
Fyrst að angurgapaumræðu Ómars Ragnarssonar:
"Þessir hagsmunir eru níðþröngir stundarhagsmunir varðandi óbreytt ástand skefjalausrar rányrkju á auðlindum jarðar í þágu tímabundinnar velmegunar hámarks neyslu."(!). . .
Getum við horft framan í barnabörnin okkar og látið sem ekkert sé, meira að segja hamast við að afneita því sem blasir við oig sagt: "Þessi börn hafa ekkert gert fyrir okkur og hvers vegna skyldum við vera að gera eitthvað fyrir þau ?
Myndum við hafa í hávegum minninguna um afa okkar og ömmur sem hefðu hegðað sér svona gagnvart okkur ?"
Áfavinurinn ÓR tekur spunann alla leið í þessari dæmalausu bloggfærslu. Það er ekki nóg með að þeir sem réttilega efast um peningamaskínu Al Gore og félaga séu bendlaðir við "skefjalausa rányrkju á auðlindum jarðar"(sic) heldur er Gálgahraunsumhverfisfasistatilfinningaboginn spenntur til hins ítrasta í dæmalaust barnalegri tilvitnun í komandi kynslóðir: "Getum við horft framan í barnabörnin okkar..."(sic)
Þetta er nú öll röksemdafærslan hjá Ómari Ragnarssyni!
Að sjálfsögðu eiga menn að líta framhjá óþægilegum staðreyndum eins og að það hefur ekkert hlýnað á jörðinni undanfarin 15+ ár og engin merki um að það fari að gerast á næstu árum - já og "vísindamennirnir" sem rituðu "lærðar" skýrslur um yfirvofandi útrýmingu ísbjarna í noðurhöfum hafa nú verið opinberaðir - af vísindasamfélaginu - sem ómerkilegir lygarar.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 17:04
Íslenskir jöklar voru sem sagt nánast ekki til á Landnámsöld.
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 17:12
30.8.2012:
"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.
Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.
"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."
Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.
"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.
Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð."
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 17:18
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 17:21
Íslenskir jöklar voru minni á Landnámsöld og í dag eru þeir að bráðna af landi sem var íslaust fyrir um 300 árum síðan.
Fyrir um 2500 árum síðan voru jöklar nánast ekki til á Íslandi, þá var heitara, en ég hef samt ekki fundið nein gögn um jeppaakstur á þeim tíma.
Skjóttur (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 17:57
"Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörleifshöfði að minnsta kosti að hluta umlukinn sjó og fyrir vestan hann var Kerlingarfjörður, hin ágætasta höfn, sem fylltist í Kötluhlaupi árið 1179 (Höfðárhlaupi).
Þessi tvö litlu dæmi sýna hve mikilvirk jökulhlaupin eru í því að mynda sandana á Suðurlandi — Kötluhlaup, Skaftárhlaup, Skeiðarárhlaup — en Katla hefur stundum hlaupið undan Sólheimajökli og myndað þannig Skógasand og Sólheimasand, auk þess sem hún hefur hlaupið niður í Þórsmörk og þannig lagt til aura Markarfljóts.
Þar fyrir utan bera jökulárnar kynstur af framburði til sjávar ár og síð, frá Hvítá í vestri til Jökulsár í Lóni í austri."
Vísindavefurinn - Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 18:33
Ég mæli með að við smíðum kælikerfi fyrir peningana hans Al Gore og co. En setjum það upp einhverstaðar annarsstaðar en á Íslandi, ég tek nefnilega hlýnun fagnandi.
Benni (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 19:28
Það vantar svo ekki að jöklavinurinn Ómar Ragnarsson stígi fram og bendi á jökla landsins: "Jöklarnir . . . hafa minnkað hratt frá aldamótum og halda því áfram."(sic)
Það vill bara svo til að jöklar landsins hafa aldrei farið eftir ákalli forskrúfaðra náttúruverndarmanna um að halda óbreyttri, afmarkaðri stærð um aldur alda.
Jöklarnar minnka á hlýskeiðum og stækka á kuldaskeiðum - og yfirtaka landið þegar ísaldir ganga í garð, hvað sem barna-, barna-, barna-, barna-, barna-, barna-, barna-. barnabörnum Ómars Ragnarssonar kann annast að finnast um það.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 20:24
Um að gera að hugsa eingöngu um sjálfan sig.
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 20:25
Það er auðvelt að taka 13 ára tímabil á hlýjustu skeiðunum og finna út að það hafi ekkert hlýnað með því að velja sér 1.ár þessa 13 ára tímabils með nógu háum hita.
Með því að velja ár við síðustu aldamót, þegar hitinn rauk upp, eins og Gunnar gerir, er hægt að finna út að ekkert hafi hlýnað síðan. En á línuriti sést að í heild hafa þessi 13 ár verið í hópi allra hlýjustu ára sögunnar.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2014 kl. 20:45
Ómar, þú þegir þunnu hljóði um virkni aðgerðanna. Höfin hitna í mörghundruð ár vegna lengdar ferlisins. Hvenær eiga skattgreiðslur okkar að virka?
Ívar Pálsson, 1.4.2014 kl. 21:03
Ívar - ef við byrjum að takast á við þetta núna, þá minnkum við áhrifin sem verða eftir 50 ár, 100 ár... o.sv.frv. En vissulega er þetta orðið svart, þá aðallega vegna þess að úrtöluraddir undanfarna áratuga hafa náð að tefja aðgerðir.
Höskuldur Búi Jónsson, 1.4.2014 kl. 21:11
Það er einnig auðvelt að taka 5000 ára tímabil og sjá að nú er kaldara þrátt fyrir alla jeppana.
Með því að velja sér örfáa áratugi af milljóna áratuga sögu veðurs fæst varla sönnun á neinu. Það er eins og að ætla sér að segja til um mánaðarveðrið með mælingum fyrstu mínútu fyrsta dags mánaðarins. Enda hafa spár ekki staðist og ástæðulaust að gefa sér að það muni breytast.
Skjóttur (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 21:13
"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.
Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.
Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."
Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 21:49
Vísindavefurinn:
"Frá árinu 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi."
Og myndin hér að neðan sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins.
"Regnskógareyðing er í öðru sæti, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis, yfir það sem veldur mestri koltvíildismengun á jörðinni.
Skógareyðing á einum degi losar meira koltvíildi út í andrúmsloftið en tugþúsundir flugvéla sem fljúga á milli Bandaríkjanna og Evrópu."
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 22:00
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn leysir vind í Valhöll breytir hann ekki loftslaginu þar, að eigin mati.
"Vindgangur stafar af því að bakteríur í ristlinum sundra ómeltanlegum kolvetnum og mynda um leið vetni og koltvíildi.
Gastegundirnar berast síðan út um endaþarmsopið sem prump.
Í um þriðjungi manna myndast einnig metan en ekki er vitað af hverju það myndast í sumum [til að mynda Davíð Oddssyni] en öðrum ekki."
Vísindavefurinn - Af hverju er lykt af prumpi Sjálfstæðisflokksins?
"Í Bretlandi eru heildaráhrif á loftslagið eftir gróðurhúsalofttegundum nokkurn veginn á þessa leið: koldíoxíð (86%), metan (7%), nituroxíð (6%) og lofttegundir frá kælitækjum (1%)."
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 22:08
Gáttaþefur Ómars Ragnarssonar (les: Steini Briem) fer hamförum að vanda :)
Síðasta ár var > k a l d a s t a < árið á þessari öld á Íslandi og Bandaríkjamenn og Kanadabúar hafa sannarlega ekki farið varhluta af óðakulda í vetur.
Tölfræðin hrekur bullvísindi IPCC-klíkunnar og virtir vísindamenn eru farnir að segja sig frá vinnu við heimsendaspádómana:
> http://www.breitbart.com/Breitbart-London/2014/03/25/Climate-Change-Report-Author-Asks-for-Name-to-be-Removed
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 22:30
Höskuldur Búi, við náum einmitt ekki að minnka áhrifin til þess að snúa við þróun á mörghundruð árum, skv. SÞ. Virknin á þeim tíma lætur víst ekki segjast. Síðan eru náttúrulega aðalþættirnir í SÞ- módelunum eins og virkni sólar eða eldgos, en þeir eru bara snyrtilega settir á núll í tölvuplaninu.
Fyrri dómsdagsplön gerðu ráð fyrir því að maðurinn gæti breytt einhverju á áratugum, en nú er viðurkennt í neðanmálsgreinum að árhundraða bið verði á því. Ætli ótengdar náttúruhamfarir, stríð, plágur og annað áhrifameira komi ekki inn á því tímaskeiði? Ættum við ekki frekar að skattleggja fyrir því þá, fyrst yfirgengilegur heimsósíalisminn er orðinn ofan á?
Ívar Pálsson, 1.4.2014 kl. 22:45
Ívar: Ef við tökumst ekki á við þetta vandamál, þá verður það verra.
Höskuldur Búi Jónsson, 1.4.2014 kl. 22:58
Höskuldur. Þú annað hvort skilur ekki það sem hann Ívar er að segja eða þú forðast að svara honum. Þessi hegðan er ástæðan fyrir því að meira að segja James Lovelock er farinn að tala um fólk eins og þig sem meðlimi í trúarsöfnuði.
http://www.theguardian.com/environment/2014/mar/30/james-lovelock-robots-taking-over-world
Ég sé að Ómar hefur líka gefið skít í James. En þið báðir skiljið líklegast ekkert í því að eitthvað lið sé að efast um boðskap ykkar.
símon (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 23:54
Það er athyglisvert að þrátt fyrir að Höskuldur Búi Jónsson hafi nákvæmlega enga sérfræðiþekkingu í loftslagsmálum þá hikar hikar hann ekki við að fullyrða "Ef við tökumst ekki á við þetta vandamál, þá verður það verra."(sic)
Jafnframt má það heita merkilegt að Ómar Ragnarsson hikar ekki við að standa agndofa á öndinni yfir meintu andvaraleysi "kuldatrúarmanna" þrátt fyrir alla váboðana í nýjustu bullskýrslu IPCC. ÓR hefur nákvæmlega enga sérfræðiþekkingu í loftslagsmálum!
Þessi yfirskilvitlega þekking þeirra félaga á vísindum sem þeir botna ekkert í er samt sem áður ekkert merkileg innan raða IPCC-bullvísindanna. Sjálfur Dr Rajendra K. Pachauri, forseti IPCC, hefur nákvæmlega enga sérfræðiþekkingu í loftslagsmálum!
Hér má lesa ágæta samantekt á járnbrautalestadoktornum og hagfræðingnum (skyldi það nú vera):
> http://scienceandpublicpolicy.org/images/stories/papers/originals/pachauri_and_the_ipcc_no_fossil_fool.pdf
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 23:56
Höskuldur Búi, þú VEIST að aðgerðir allra Íslendinga (þótt við hættum allri starfsemi) breytir engum um veðrið í heiminum í mörg hundruð ár, enda styðja rannsóknirnar það. Þú veist líka að það verður ekkert betra eða verra, enda fer breytingin í gegn um hringvarmaferli hafanna í mörghundruð ár, sem er nær fullkomið Kaos og okkar óendanlega litla breyting á losun getur ekki breytt neinu, hvað þá í gegn um slíkt marglaga hitafæribands- heimskerfi.
Það eina sem situr eftir hjá ykkur er að þetta er symbólískt og við eigum að sýna samstöðu við þessar þjóðir 17% losunarinnar, sem kjósa skattlagningu og aðgerðir. Hvernig fær skýrt og menntað fólk til þess að horfast ekki í augu við það að aðgerðirnar breyta engu? Er það bara af því að þá stoppar fjármagnið til rannsóknanna sem heldur þeim á lífi?
Ívar Pálsson, 2.4.2014 kl. 00:01
"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.
Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig, sem er 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990.
Á Akureyri var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags."
"Í Reykjavík var árið 2012 það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það fjórtánda á Akureyri.
Tíðarfar árið 2012 - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 00:59
"Árið [2013] var hlýtt og hiti var á bilinu 0,4 til 1,0 stigi yfir meðallagi á árunum 1961-1990.
Hlýjast að tiltölu var austanlands en kaldast suðvestanlands."
"Í Reykjavík var árið það átjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn hefur verið yfir meðallagi og það fimmtánda á Akureyri."
Tíðarfar árið 2013 - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 01:00
"Í janúar síðastliðnum var meðalhitinn í Stykkishólmi 1,0 stig, sem er 2,4 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990.
Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 4,1 stig og -3,0 stig á Hveravöllum.
Meðalhiti hefur aldrei orðið svo hár á Höfn – en mælingar þar hafa ekki verið samfelldar. Þetta er samt trúlega hlýjasti janúar í Hornafirði frá 1947 að telja.
Við Berufjörð hefur hiti verið mældur samfellt frá árinu 1873, lengst af á Teigarhorni, og hefur janúar aðeins einu sinni orðið þar hlýrri en nú og það var 1947."
Tíðarfar í janúar 2014 - Veðurstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 01:03
"Meðalhiti í Reykjavík í janúar síðastliðnum var 2,4 stig, sem er 2,9 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990 og 1,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára (2004 til 2013)."
"Meðalhiti á Akureyri var 1,6 stig, sem er 3,8 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 1,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára."
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 01:06
Á Akureyri mældist úrkoman í febrúar síðastliðnum 101,3 mm, meiri en tvöföld meðalúrkoma þar á bæ og sú mesta í febrúar frá árinu 1990.
Sérlega snjólétt var austast á landinu í janúar síðastliðnum.
Á Dalatanga var þá enginn dagur alhvítur, sem er einstakt í janúar, en snjóhuluathuganir hófust þar árið 1939.
"Á Vattarnesi við Reyðarfjörð var frostlaust allan janúar, lægsta lágmark var 0,4 stig og það hefur aldrei gerst áður hér á landi í janúar svo vitað sé."
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 01:10
"Meðalhiti í Reykjavík [í mars síðastliðnum] var 2,1 stig, sem er 1,7 stigum ofan við meðaltalið 1961-1990 og 0,2 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára.
Á Akureyri var meðalhitinn 0,9 stig, sem er 2,2 stigum ofan við meðaltalið 1961-1990 og 0,2 stigum ofan meðaltals síðustu tíu ára."
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 01:17
Frá árinu 500 milljón fyrir okkar tímatal og til dagsins í dag hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu sveiflast frá 0.7000% til 0.0180% og er nú 0.0397%. Þegar verið er að draga ályktanir af mælingum nokkurra ára í ferli sem aldrei er stöðugt og þarf jafnvel miljónir ára til að sýna einhverja raunverulega fylgni þá er einhver í miklum blekkingarleik.
Þegar við miðum við 500 miljón ár frekar en síðustu áratugi þá getum við ekki sagt að styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu sé óvenju hár. Við getum ekki tekið 1930, 1950 eða1970 og sagt að öll frávik frá mælingum þess árs sé eitthvað óeðlilegt.
Það sem er að ske getur hafa skeð 10 sinnum á síðustu milljón árum þó það hafi ekki skeð síðustu 1000 ár. Það þarf ekki að vera óeðlilegt þó það finnist ekki svo langt aftur sem ritaðar heimildir ná. Veður er ekki ný uppfinning með stöðugt ástand.
Skjóttur (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 01:24
Þetta er búið hjá forpokuðu mörlensku tepokunum.
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 01:28
Það verður að laga módelin !
"We could spend hours analyzing the new IPCC report about the impacts of climate change. Or we could just point out:
Everything in the Working Group II report depends entirely on Working Group I.
Working Group I depends entirely on climate models and 98% of them didn’t predict the pause.
The models are broken. They are based on flawed assumptions about water vapor." http://joannenova.com.au/2014/04/debunking-every-ipcc-climate-prophesy-of-war-pestilence-famine-drought-impacts-in-one-line/
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 09:12
Ívar: þetta er frekar ljóst hjá þér, þú sérð ekki tilganginn í því að taka þátt í að leysa úr því vandamáli sem þú hefur tekið þátt í að skapa.
Höskuldur Búi Jónsson, 2.4.2014 kl. 11:28
Basler Zeitung: "Nichts Neues unter der Sonne."
http://bazonline.ch/wissen/geschichte/Nichts-Neues-unter-der-Sonne/story/20278902
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 11:58
Hilmar kaldan hefur pung,
hangir oft með Palin,
kyssti einnig Kim Il-sung,
af Kölska þau útvalin.
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 12:30
Höskuldur Búi: Lausn vandamálsins eins og hún er sett fram er bara engin lausn, það er auðséð. Þar að auki er vandamálið sannarlega ekki skapað af mér sem Íslendingi, heldur iðnbyltingunni og iðnríkjum í árhundruð.
Áliðnaðurinn er skv. Umhverfisráðuneytinu það framarlega hér (t.d. með 99,8% endurnýjanlega orku) að þörfin á endurbótum er nær engin.
En eftir stendur skýrt að skattlagning og lausnir núna breyta engu.
Ívar Pálsson, 2.4.2014 kl. 14:40
Það er hárrétt sem Ómar segir í fyrirsögn pistilsins: "Það kólnar samt!" Alveg er ég þessu sammála.
Frosti (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 20:07
Þetta hákolefniskirkjulega evangelíum sem þeir trúbræður, Ómar Ragnarsson og Höskuldur Búi Jónsson, kyrja hér af miklum móð er í rauninni sprenghlægilegt.
Verslun með kolefniskvóta er ekkert annað en nútíma aflátssala og í stað spænska rannsóknarréttarins illræmda höfum við nú IPCC-bullukollana.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 21:03
Alltaf gaman þegar Íslenskir fræðimenn eru að gera garðinn frægan eins og hún Guðrún Magnúsdóttir gerir hér með greinaskrifum sínum. Miðað við stöðu PDO, AMO og NAO þá má kannski álykta veðurfarslega - ef það er hægt í þessu tilviki - að við séum á svipuðum slóðum og árið 1960.
http://www.sciencenewsline.com/articles/2014040123270011.html
http://environmentalresearchweb.org/cws/article/news/56801
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 21:49
http://www.erh.noaa.gov/gsp/localdat/cases/2010/Review_Feb-Mar_1960.pdf
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 22:06
Department of Earth System Science
University of California
Gudrun Magnusdottir
Chair and Professor, Earth System Science
"Expert in atmospheric circulation, climate variability, the intersection between weather and climate, including extreme cold events, atmospheric moisture transport, interaction between atmospheric circulation and sea-ice variability."
Þessi virti prófessor rannsakar náttúrulegar sveiflur í hitastigi jarðar:
"Sea surface temperatures in the North Atlantic tend to move through warm periods followed by cold periods, in a 60–70 year cycle known as the AMO. The ocean entered a warm – or positive – phase in the late 1990s.
Yannick Peings and Gudrun Magnusdottir of the University of California Irvine, US, believe that these warmer ocean temperatures can nudge the atmospheric circulation pattern known as the North Atlantic Oscillation into its negative phase. This is likely to cause colder-than-normal temperatures in the northern hemisphere in winter as it moves the North Atlantic jet stream and storm track south."
Ómar Ragnarsson, Höskuldur Búi Jónsson og járnbrautalestadoktorinn og hagfræðingurinn Dr Rajendra K. Pachauri, forseti IPCC, rannsaka ekki neitt en slengja þess í stað fullyrðingum út í (andrúms)loftið sem byggðar eru á hátimbraðri líkanasmíði sem hefur sýnt sig að stenst ekki í 99% tilfella.
Hvort heldur þú að Gudrun Magnusdottir eða Bakkabræður séu að iðka loftslagsvísindi?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.