1.4.2014 | 01:59
Hitler - Pútín, Súdetar - Krímverjar, hvað er líkt? Hvað er ólíkt ?
Það er ótækt í rökræðum um hluti þegar það eitt að nefna nafn Hitlers eða Göbbels eyðileggur umræðuna.
Það eitt, til dæmis, að Göbbels hafi sagt, að ef lygin sé endurtekin nógu oft fari hún að virka sem sannleikur, á ekki að kom í veg fyrir að íhuga hvort einhver annar sé að gera svipað hvað varðar meðferð á lygi og sannleika.
Það, að Shauble fjármálaráðherra Þýskalands hafi líkt aðgerðum Pútíns við aðgerðir Hitlers er ekki það sama og að líkja Pútín við Hitler. Það er einungis verið að líkja saman aðstæðum og aðgerðum en ekki mönnunum, sem við sögu koma.
Hitt er annað mál, að Þjóðverjar eru í alveg einstaklega slæmri aðstöðu til þess að nefna nafn Hitlers og lenda yfirleitt í vandræðum, sem þeir ættu að forðast, ef þeir henda nafni hans á loft, því að það virkar eins og sprengju sé hent inn í tilfinningaþrungna og að sumu leyti órökrétta umræðu.
Skoðum snöggvast samanburð á Hitler og Pútín sem persónum og berum síðan saman aðgerðir þeirra og aðstæður, annars vegar vegna Súdetahéraðanna 1938 og hins vegar vegna Krím 2014.
Hitler hafði í meginatriðum þrjú takmörk. 1. Að útrýma algerlega kynþætti 10,5 milljóna manna. 2. Að gera Austur-Evrópuþjóðir að þrælum sem óæðri kynþátt, hálfmenni, undirokaðan af "arískum ofurmennum". 3. Að stefna að heimsyfirráðum. Lofaði að vísu að láta breska heimsveldið ósnert en krafðist samt nýlendna fyrir Þjóðverja. Tvennt hið fyrstnefnda af þessu á sér enga hliðstæðu í nútímasögu.
Ekki er vitað að Pútín hafi sem takmark neitt sem líkist fyrstnefndu atriðunum tveimur í stefnu Hitlers, þótt hann dreymi kannski um að reisa Rússland til meiri valda og áhrifa sem stórveldi og beita þrýstingi á nágrannaþjóðir Rússlands.
Þegar við erum búin að hreinsa upp þetta getum við vikið þessum tveimur persónum og eðli þeirra til hliðar og skoðað aðstæður og aðferðir, án þess að láta persónurnar Hitler og Pútin trufla okkur.
1. Þýskaland 1938 og Rússland 2014 eiga það sameiginlegt að hafa verið stórveldi, sem töpuðu styrjöldum, Þýskaland Fyrri heimsstyrjöldinni, en Rússland Kalda stríðinu.
2. Bæði Þýskaland 1938 og Rússland 2014 höfðu tapað yfirráðum og áhrifum á stórum svæðum, sem þeir vildu endurheimta.
3. Að landamærum Þýskalands 1938 lágu héruð þýskumælandi fólks í aðliggjandi minna ríki, og þetta fólk virtist vilja skipta um ríkisfang og sameinast stærra ríkinu.
Að landamærum Rússlands lá hérað rússneskumælandi fólks í aðliggjandi ríki, og þetta fólk virtist vilja skipta um ríkisfang og sameinast stærra ríkinu.
4. Þjóðhöfðingi Þýskalands 1938 sendi her inn í hin umdeildu héruð, og virtist hernum og yfirtökunni vera vel fagnað af flestum íbúum héraðanna.
Þjóðhöfðingi Rússa 2014 sendi her inn í hið umdeilda hérað, og virtist hernum og yfirtökunni vera vel fagnað af flestum íbúum héraðsins.
5. Vesturveldin streittust á móti 1938 en sættu sig við óumflýjanlega innlimun með samningum um hana, gegn loforðum þjóðhöfðingja Þýskalands um að eftir þessa innlimun gerði hann ekki fleiri landakröfur svo að "friður geti ríkt í Evrópu um okkar daga" eins og Chamberlain orðaði það. Vesturveldin áttu annan kost, að láta heimsstyrjöld skella á, en Chamberlain spurði í ræðu: "Hví skyldum við fara í stríð og setja á okkur gasgrímur vegna fólks í fjarlægu landi, sem við þekkjum ekki neitt?"
Vesturveldin streittust á móti 2014 en verða að horfast í augu við innlimunina sem orðinn hlut án þess einu sinni að hafa fengið færi á að semja um hana eins og gert var 1938, og hafa fengið loforð Pútíns um að hann hann geri ekki frekari landakröfur og vilji frið og stöðugleika.
Hér getum við endað grófan samanburð og vitum ekki um framhaldið hvað Pútín varðar.
Hitler sveik loforð sín eftir aðeins fimm og hálfan mánuð og innlimaði hið minna nágrannaríki. Í innreið hans í Austurríki og Súdetahéruðin hafði honum verið fagnað en í innreið hans í Prag grét fólk af harmi. Hitler hélt síðan áfram miskunnarlausum herförum sínum um meginhluta Evrópu og drap eins marga Gyðinga og honum var unnt.
Við vitum ekki enn fyrir víst hvort eða að hve miklu leyti Pútín muni standa við sín loforð. Við vitum bara að ekkert liggur fyrir um það að hann vilji útrýma gersamlega kynþætti eða þjóð eins og Hitler stefndi að og að hann hefur ekki viðrað hugmyndir um æðri ofurmenni sem eigi að undiroka í þrældómi óæðri kynþætti.
En við vitum að Pútín hefur í raun verið við samfelld völd í Rússlandi í tæp 14 ár og vitum líka að allt vald spillir og að því meira og langvinnara sem valdið er, því meiri verður spillingin.
Líkti aðgerðum Pútíns við árásir Hitlers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
31.3.2014 (í gær):
NATO to promote ties with Ukraine, boost military presence in Eastern Europe
Þorsteinn Briem, 1.4.2014 kl. 03:27
1. Það er rétt að Þýskaland tapaði fyrri heimsstyrjöldinni en það gerði Rússland líka. Með Brest Litovsk samningunum 1918 skrifuðu Rússar undir jafngildi uppgjafaskilmála við Miðveldin (Þýskaland og Ausurrísk-Ungverska keisaradæmið) og lögðu niður vopn, enda búnir að tapa úrslitaorustu. Við Versalasamnigana var risalandspilda, sem á milli stríða hefur verið kölluð Austur-Pólland, tekin af Rússlandi og sett undir yfirráð Póllands. Rússar endurheimtu svo sömu landspildu í lok seinna stríðs.
3. Hér ert þú væntanlega að tala um Sudetahéruðin sem Þýskaland missti til hins nýstofnaða ríkis Tékkóslóvakíu með hinum afar umdeildu Versalasamningum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar.
4. Hér ferð þú ekki rétt með. Það var fyrst eftir Münchensamningana 1938 sem Hitler sendi her inn í Sudetahéruðin enda í samræmi við samninginn og þar með með fullu samþykki Englendinga og Frakka.
5. Þaö er hins vegar rétt að Hitler stóð ekki við gefin loforð og lagði undir sig restina af Tékkóslóvakíu eftir tæpt hálft ár.
Það er ósönnuð fullyrðing, sem reyndar er mjög lífseig, að Hitler hafi stefnt að heimsyfirráðum. Á hinn bóginn hefur hið gagnstæða ekki heldur verið sannað. Hins vegar er augljóslega fullsannað að hann stefndi alveg frá upphafi ferilsins að "Lebensraum im Ost".
Skipulagðar útrýmingar Nasista á Gyðingum hófust ekki fyrr en eftir Wannsee ráðstefnuna utan við Berlín í janúar 1942 þegar heimsstyrjöldin síðari er í algleymingi.
Daníel Sigurðsson, 1.4.2014 kl. 03:48
Góður pistill, hætt er við að samanburðurinn milli Pútíns og Hitlers verði full gildishlaðinn. Hugsum okkur t.d. að Nýja-Mexíkó vildi sjálfstæði og kanski sameiningu við Mexíkó, að þar væri spænskumælandi fólk í meirihluta, hætt er við að þáverandi Bandaríkjaforseta yrði ekki sætt á aðgerðaleysi. (Nú eða Alaska vildi sameinast Kanada)
Ég man ekki betur en að Hitler hafi í hugmyndum sínum um "lífsrými" Þjóðverja, gert ráð fyrir að útrýma því fólki sem var fyrir, a.m.k. þeim sem ekki þurfti að nota sem þræla. Meðhöndlun Þjóðverja á stríðsföngum og herteknum Rússum var enda eftir því, þar sem þeir voru vísvitandi sveltir til bana.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 08:00
Það þarf í raun ekki að fara í smiðju Hitlers, í raun má minna á Stalín og framferði hans fyrir og eftir heimstyrjöldina.
Raunar notuðu þeir sult og orðið Hoodomor ( Голодомор) sem vopn þannig að það þarf ekkert að fara út fyrir landamæri Rússlands eða fyrrum Sovétríkjanna til að finna illvirkin enda er af nógu að taka. sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Holodomor
Gunnr (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 10:22
Ég vil nú benda á, Ómar að umræða þar sem nafn Hitlers kemur fram er svo heimskuleg að það á sér enga hliðstæðu. Eina ástæðan til að taka upp nafn hans, er í þeim tilgangi að eyðileggja umræðuna ... slíkt eru persónu árásir, sem eru gerðar af mönnum sem ekki hafa nein rök fyrir máli sínu. Og vilja því nota tilfinningalíf kerlingablóka, til að fá stuðning þeirra við skoðunum sínum.
Við skulum ganga svolítið í saumana á þessu Hitler bulli. Þessi náungi á að hafa viljað reisa upp ríki Aría. Hvítra, ljóshærðra manna ... bíddu hægur ómar, er ekki Hitler lítill, dökkhærður og snaggaralegur? og Göbbels líka. Hvaða ástæðu eiga þessir menn að hafa, til að vilja reisa upp ríki Norðurlandabúa?
Hér er verið að núa við hégómagirnd heimskra Norðurlandabúa, sem almennt eru háir, með stóra vöðva og nákvæmlega ekkert á milli eirnana, annað en hégómagirnd á við Esjuna. Og ganga um með þá fáránlegu hugdettu, að þeir einir kunni allt, viti allt og séu miklu betri í öllu ...
Við skulum ganga að málinu frá annarri hlið ... hakakrossinn. Þetta er kross, sem á uppruna sinn frá Asíu. Eina fólkið í heiminum, sem segir að þeir séu upprunir frá Asíu eru í Íslendingasögunum ... ef við göngum að því að það sé rétt. Þá létum við í lægri hlut á móti Kínverjum. Þurftum að flýja Indland. Vorum nánast murkaðir út af Ívan grimma. Rómverjar seldu okkur í þrældóm til mið-austurlanda. Slíkt hið sama gerðu tyrkir, og vinir þeirra Habsborgararnir (Austurríki). Og síðan trúa menn því að þessir vöðvamiklu Neandertalsmenn, sem hafa þurft að flýja frá öllum heimshornum, séu einhverjir "Master race".
Þá má segja að það jaðri við vangefni að trúa þessari þvælu ...
Menn, sem vilja líkja einhverjum við Hitler eru menn sem hafa enginn rök fyrir máli sínu og vilja beina umræðunni í "ad absurdum".
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 10:30
Nasistar og Hitler höfðu teoríu um að Germanski stofninn bæri af. Hugmyndafræðin var eiginlega að æskilegt væri að rækta hreinan arýskan stofn og noðurstofninn væri hreinastur. Þessar hugmyndir voru mjög vinælar á sínum tíma - m.a. á Íslandi.
Nasistar ogHitler skilgreindu slava (nema nokkra afmarkaða hópa.) ekki sem arýa eða að þeir væru ekki nógu hreinir vegna blöndunar við gyðinga og asíska stofna - og væru því hálfmenni.
Króatar, tjékkar, pólverjar, rússar, serbar og úkrainumenn voru skilgreindir sem hálfmenni.
Hálfmenni njóta ekki fullra mannréttinda sem gefur að skilja. Þessvegna þurftu nasískir hermenn ekki að gæta að alþjóðasáttmálum varðandi innrás austur eftir samkvæmt nasískum lögum.
Þetta er bara álíka og þegar Suður-ríkjamenn í ameríku og víðar töldu sig hafa rétt til að halda svart menn sem þræla. Megin rökin voru að þeir væru ekki menn heldur húsdýr. Auk þess var hægt að veðsetja þræl - þessvegna eign.
Almennt um líkindin við Krín og Pútín og framkvæmd Hitlers í byrjun WWII - þá eru þau samt sem áður að ytra formi sláandi. Þetta er alveg það sama og þegar nasistar byrjuðu að leggja undir sig lönd að ytra formi. Að ákveðið svæði ætti að tilheyra ákveðnu landi vegna þess að sama fólkið með sama blóðið væri á því svæði og innlimunarlandinu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2014 kl. 11:24
Góð samantekt hjá þér, Ómar.
Jón Baldur Lorange, 1.4.2014 kl. 11:49
Er nefnilega ótrúlegt hvenig hugmyndafræði nasista var eða teorían varðandi kynþætti. Í grunninn var þetta hugmyndafræði um að hægt væri að rækta fólk eða kynbæta, bara líkt og rollur, í þeim tilgangi að ná fram hæstu eða mestu mannlegum eiginleikum. Eg ítreka: þær hugmyndir voru vinsælar hér af mentamönnum. Íslenski stofninn og sona - stundum finnst manni enn eima eftir af þessari ótrúlegu teoríu.
Varðandi Hitler almennt, að þá er margt sem kemur á óvart ef farið er að skoða nákvæmlega. Hann notðai td. amfetamín frá 1937 (hugsanlega kókaín) og varð alveg háður amfetamíni 1942.
Albert Speer raktiþessa neyslu hans til skýringar á afhverju hann vildi helst aldrei láta heri sína hörfa og hlustaði ekki á rök varðandi strategíska skynsemi í slíku. Mátti aldrei hörfa. En hann tók sjálfur persánulega yfir herstjórnun.
Samt sem áður ber að hafa í huga að öðruvísi var litið á amfetamín á þeim tímum en núna. Notkun var ekkert svo óalgeng og var m.a gefið hermönnum. Var litið á þetta sem vítamín, má segja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2014 kl. 12:52
Las enginn fyrstu línuna í ágætri samantekt Ómars?
"Það er ótækt í rökræðum um hluti þegar það eitt að nefna nafn Hitlers eða Göbbels eyðileggur umræðuna."
Skiljast nú að, sauðir og hafrar, - þeir sem velta sér strax upp úr þursanum honum hitler, og þeir sem verða hugsi við hinn ljómandi þankagang blogghöfundar.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 13:23
"Í grunninn var þetta hugmyndafræði um að hægt væri að rækta fólk eða kynbæta, bara líkt og rollur, í þeim tilgangi að ná fram hæstu eða mestu mannlegum eiginleikum."
Þetta er nefnilega rétt hjá Ómari Bjarka. Horfði fyrir fáeinum mánuðum um þátt í þýsku sjónvarpi um þemað, en hef ekki tíma til að rekja slóðina. Er önnum kafinn í Grikklandi.
Og eins og Ómar Bjarki segir, enn virðist eima eftir af þessari ótrúlegu teoríu hjá einhverjum framsjalladúddum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 14:15
Hitler réttlætti það að koma mætti fram við Rússa að vild pg skjóta rússneska liðsforingja með því að Sovétríkin voru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum.
Broslegt er að sjá þegar menn reyna í athugasemdunum að ofan að gera lítið úr eftirsókn nasista eftir hinu aríska ofurmenni.
Þarf ekki annað en að líta á áróðursplaköt þeirra, sérstakt dálæti á germönskum arfi í fornbókmenntum og tónlist Wagners og það sem Himmler lagði til í því að styðja aríska höggmyndalist á Íslandi, vöggu varðveislu hins germanska arfs.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2014 kl. 15:02
Mönnum verður hér nokkuð tíðrætt um samlíkingar enda kemur pistlahöfundur (Ó.R.) einmitt inná slíkt í inngangi og nefnir hér í athugasemdum að Hitler hafi réttlætt það að koma mætti fram við Rússa að vild pg skjóta rússneska liðsforingja.
Af framansögðu tel ég mjög viðeigandi (ef ekki allt að því skylt) að nefna til sögunnar fjöldamorðin á Pólskum liðsforingjum af undirlagi Stalíns í Katynskógi í Póllandi vorið 1940 sem skipulögð voru af leynilögreglu Stalíns (NKVD). Skipunin var undirrituð af Stalín sjálfum.
Um 22 þúsund voru teknir af lífi þar af um 8 þúsund pólskir liðsforingjar sem voru teknir til fanga í innrás Rússa í Pólland úr austri haustið 1939. Önnur 6 þúsund fórnarlambanna vour pólskir (yfir)lögreglumenn. Restin voru pólskir þjóðfélagsþegnar sem höfðu gengt stjórnunar-, mennta- og öðrum mikilvægum stöðum í pólsku samfélagi.
En þetta var auvitað bara toppurinn á ísjakanum í hreinsunaræði Stalíns og hans pótíntáta.
Það var þó ekki fyrr en eftir fall Sovétríkjanna að rússnesk stjórnvöld gengust við þessum glæp Stalíns í Katynskógi sem ætíð reyndi með aðferð Göbbels að koma sökinni á Þjóðverja en upp komst um strákinn Tuma um síðir.
Þeir Íslendingar sem dáðu Stalín og stjórnarfarið þar og sjá ennnþá “roðann í austri“ eiga auðvitað erfitt með að horfast í augu við þessar staðreyndir og vilja helst ekki að á þær sé minnst.
Daníel Sigurðsson, 1.4.2014 kl. 23:43
Á ferðum mínum um Pólland fyrir nokkru spurði ég út í Katyn-morðin. Þetta var áður en Pútín gaf út opinbera afsökunarbeiðni á þessu, - sem reyndar var ekki fyrr en restin af fjöldagröfunum fannst (nálægt Smolensk).
Allir vissu af þessu, en ekki var stafur um þetta í sögubókunum fyrr en eftir að járntjaldið féll.
Eins voru Pólverjar vel súrir yfir því að Sovétmenn stöðvuðu framsókn sína til Varsjár á meðan nasistar bældu niður uppreisn í borginni og jöfnuðu hana svo að mestu við jörðu.
Eini stuðningurinn sem uppreisnarmenn fengu var frá Bretum, - en hvergi nærri nægur.
Þó svo að villimennska nasista í Póllandi eigi sér fáar hliðstæður eru "vinsældir" Rússa ekki svo fjarri þeim fyrrnefndu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 12:39
Sæll Ómar
Hvað verður það næst: Hitler, - Ómar hvað er líkt? Hvað er ólíkt?
Er aðalatrið kannski bara að reyna tengja Hitler við Putin einhvern veginn saman svona aftur og aftur svo að lygin fari nú að virka sem sannleikur?
Það má kannski ekki nefna neitt hérna um þessa ólýðræðislegu- og umboðslausu Neo -Nazista stjórn í Úkraínu, þar sem allt snýst um að finna bara eitthvað gegn Rússum, ekki satt? Nú og örugglega ekkert um þetta coup d ́état er bandaríkjamenn og aðrir stóðu fyrir, eða þar sem að hún Victoria Nuland og bandaríkjamenn studdu allt þetta Neo- Nazistalið þarna í Úkraínu, ekki satt, Ómar?
http://iacknowledge.net/nazis-come-to-power-in-europe-for-first-time-since-world-war-ii-where-is-the-outrage/
Ukraine: Secretive Neo-Nazi Military Organization Involved in Euromaidan Sniper Shootings
The U.S. has Installed a Neo-Nazi Government in Ukraine
US Imperialism, Ukraine and the Danger of World War III
Pro-EU Neo-Nazi caught people and lynching them,Kiev, 22.01.2014 : http://www.youtube.com/watch?v=WytscKrZ7Is
NEWSNIGHT: Neo-Nazi threat in new Ukraine : http://www.youtube.com/watch?v=5SBo0akeDMY
Videos From Ukraine that The U.S. Media Will Never Show You http://scgnews.com/videos-from-ukraine-that-the-us-media-will-never-show-you
Ukraine’s Inconvenient Neo-Nazis http://www.globalresearch.ca/ukraines-inconvenient-neo-nazis/5375964
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 13:00
Öfgafólk til hægri og vinstri er víða, einnig hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 2.4.2014 kl. 13:07
Ukraine, “Colored Revolutions”, Swastikas and the Threat of World War III http://www.globalresearch.ca/ukraine-colored-revolutions-swastikas-and-the-threat-of-world-war-iii/5374625
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.