Gamli vinyllinn, - það eina sem lifir !

Hljóðsnældurnar voru vaktar upp í Kastljósi áðan. Röðin af rafeindadóti til varðveislu hljóðs og mynda hefur lengst sífellt síðustu 60 árin.

Fyrst komu segulböndin og "multitrakkarnir" og myndböndin.

Svo komu litlu hljóðsnældurnar og síðan hljóðdiskar. DAT spólurnar komu á eftir þeim og áttu að verða toppurinn og framtíðarmúsík. Þær duttu upp fyrir á nokkrum árum og þá komu tölvulyklar, kort og fyrirferðalitlir harðir diskar.

Í myndböndunum ruddust fram VHS, Super VHS, Beta og Súper beta, síðan DV, DVcam og afbrigði af þeim, einnig HD og HDV.

Fyrirfram hefur ekki fengist fram með vissu hve lengi þetta dót endist og geymist. Mest af efni sem tekið var upp á myndbandsspólur fyrir 30 árum er orðið ónýtt.

Á tímabili óttuðust Bandaríkjamenn að allt tölvu- og rafeindastýrða dótið þeirra myndi þurrkast út við "magnetic pulse" kjarnorkusprenginga og að Rússarnir myndu hafa betur í kjarnorkustríði, af því að þeir voru enn með gömlu lampatækin.

Eftir stendur neyðarleg staðreynd: Geislahögg hafa engin áhrif á gamla vinylinn. Hann er það eina sem hægt er að treysta til eilífðar, hann blífur og lifir allt af! Yndislegt !    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo var fyrirbærið mínidiskur...mjög sniðugt..en laut í grasi fyrir geisladisknum,sorglegt......

Einar Vilberg (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband