Misvísandi fréttir. Blönduð orsök?

Misvísandi fréttir birtast þessa dagana af rannsókninni á hvarfi malasísku þotunnar, sem orðið er það sérstæðasta í sögu nútíma flugs farþegaþotna.

Fyrir tveimur dögum var sagt að búið væri að útiloka að einhver um borð í vélinni hefði "rænt" henni eð átt þátt í að hún hvarf, en núna birtist frétt sem talin gefa vísbendingu um að vélinni hafi fyrst eftir að hún hvarf verið flogið þannig í áttina suður á Indlandshaf, að hún væri utan við ratsjársvið Indónesíu.

Hvaða ályktun er hægt að draga af þessu? Kannski enga, og orsök hvarfsins þannig gersamlega óupplýst, eða að um misheppnað flugrán eða viljandi flugs vélarinnar utan ratsjársviðs hafi verið að ræða, eitthvað sem síðan fór úr böndunum eða skóp nýtt ástand í flugi vélarinnar.  


mbl.is Vélinni ekki flogið yfir Indónesíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er vafasamt - nema að frekari gögn séu sýnd eða formleg staðfesting.

Eftirlitsaðilar og herinn á Malaysíu hafa legið undir ámæli og sumir velt fyrir sér hvernig hægt hafi verið að missa svona öll merki og sérstaklega hefur herinn verið gagnrýndur.

Þetta virðist líka í mótsögn við það sem áður var sagt og byggt á radargögnum frá hernum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2014 kl. 16:58

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér finnst alls ekki ólíkleg sú kenning, að síðasta verk flugmannanna hafi verið að setja stefnu á næsta flugvöll, sem er nokkurn veginn í vestur, enda stefndi flugvélin í þá átt þegar síðast er vitað til hennar. Þá hafa flugmennirnir væntanlega þegar verið meðvitundarlausir eða dánir og flugvélin haldið stefnunni. Það er mjög undarlegt ef hún hefur svo sveigt í suður eins og haldið er fram. Samkvæmt þessu ætti hún að vera nálægt Austur- Afríku. Til flugvélar sást við Seychelles- eyjar um þetta leyti, en þær eru norður af Madagaskar. Þar gæti flakið verið að finna.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.4.2014 kl. 18:01

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Misvísandi skilaboð frá tæknifólki gerir þessa leit erfiðari. Nú seinast sögðu kínverskir leitarmenn að þeir hefðu greint merki frá kassanum. Allir reyna að sanna sig. Ótal kenningar á lofti. Best er þegar yfirvöld láta ekki afvegaleiðast.

Eina sem er öruggt er að samband rofnaði eftir stutt flug. Flugvél getur farist af ótal orsökum og því væri nærtækast að leita á áætlaðri flugleið. Ein stór flugvél hrapaði lóðrétt í Atlandshafið.

Þrátt fyrir allt er flug einn öruggasti ferðamátinn. Af hvarfi flugvélarinnar er margt hægt að læra fyrir venjulega borgara. Fullyrða aldrei neitt fyrr en vissa er fyrir hendi.

Sigurður Antonsson, 6.4.2014 kl. 20:57

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er engu líkara en Malaysís stjórnvöld vilji beina sjónum að flumanni/mönnum. Þá er auðvitað eftirtektarvert að þau geri það svona nafnlaust.

Með ofannefnt í huga er ekki hægt að horfa framhjá því að aðal flugmaðurinn var mikill stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar og Anwars Ibrahims og mig minnir að flugamðurinn hafi líka verið frændi tengdasonar Anwars. Anwar sagði fyrir stuttu að her-radarkerfið hlyti að hafa numið flugvélina. Hún gæti ekki horfið svona gjörsamlega eða að opinberar skýringar stjórnvalda stæðust ekki og hann vill alþjóðlega rannsóknarnefnd. Málið er hápólitískt í Malaysíu: http://www.youtube.com/watch?v=iOtmE0yo-Zc

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2014 kl. 00:00

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Betra viðtal hér á sky sem eg sá af tilviljun fyrir nokkrum dögum. Allt bókstaflega á youtube. Anwar sækir hart að stjórnvöldum. Segir að þau hljóti að halda upplýsingum leyndum. Hann þekkti flugmanninn persónulega, að því er sky segir:

http://www.youtube.com/watch?v=gebD2TYPmpk

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.4.2014 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband