7.4.2014 | 00:23
Mikilvæg iðnaðarsvæði í austanverðri Úkraínu.
Í Seinni heimsstyrjöldinni lögðu báðir stríðsaðilar sig fram um að ná þrennu í Úkraínu, í 1. lagi kornræktarsvæðunum, í öðrulagi iðnaðarsvæðunum í Donetsk og austanverðu landinu og í þriðja lagi Krímskaga með sínum ómetanlegu flotastöð, Sevastopol.
Til þess að ná Sevastopol notuðu Þjóðverjar meðal annars langstærstu fallbyssu, sem smíðuð hefur verið í heiminum, "Gústav", en það þurfti 1500 hermenn til þess eins og skjóta úr henni.
Nú eru um 70 ár síðan Þjóðverjar neyddust loks eftir afar harða bardaga að fara á svipaðan hátt frá Krímskaga og Bretar fóru frá Dunkirk um mánaðamótin maí-júní 1940.
Munurinn var sá, að Bretar björguðu nær öllu herliði sínu en Þjóðverjar misstu meira en 100 þúsund menn í lok bardaganna um Krím.
Það er því ekkert grín fyrir Úkraínumenn að missa austustu héruð landsins í hendur Rússum og að sama skapi akkur fyrir Rússa að ná þeim á sitt vald. Meðal iðnaðarborga er Zaphorozets, þar sem hafa verið stórar bílaverksmiðjur.
Donetsk er rússnesk borg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pútín kallinn elskar allt,
einkum emmess ísinn,
appelsín og einnig malt,
Óla mest þó grísinn.
Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 01:40
Ágætur pistill, Ómar, og fróðlegur um mannfórnir Hitlersmanna á Krímskaga.
PS. Zaporozja (e.: Zaporozhya).
PPS. Og þetta er það skásta og meinlausasta sem sézt hefur hingað til frá ESB-Steina Briem.
Jón Valur Jensson, 7.4.2014 kl. 02:29
.
Innbyrtu' ekki, ungi minn,
allt of mikið glútín;
ella brjálast Briemarinn,
bakstrandi við með Litla sinn
að pissa hærra' en Pútín.
Jón Valur Jensson, 7.4.2014 kl. 02:36
... bisandi við með ...
er skárra.
Jón Valur Jensson, 7.4.2014 kl. 03:09
Jón Valur með lítinn lim,
að lóknum margir flissað,
but the Devil believes in him,
með bændum Kremlar pissað.
Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 05:35
Fallbyssan Gústav (Schwerer Gustav)sem hér er nefnd til sögunar átti sér jafn stóra tvíbura-systur að nafni Dora.
Hinn slyngi þýski hershöfðingi Manstein sem stjórnaði töku Sevastopol í júlí 1942, eftir 8 mánaða umsátur og harða bardaga, mun hafa haft fallbyssuna Dora(Dóru)til umráða en ekki Gustav (um þetta mun þó vera nokkuð lífseigur ágreiningur enn í dag). En það breytir því ekki að ekki hefur verið smíðuð stærri fallbyssa sem beitt hefur verið í hernaði. Þessar byssur munu hafa vegið hátt í 1400 tonn (hvor byssa) og gátu skotið 7 tonna kúlunni um 45 km vegalengd. Um 4000 manna lið mun hafa verið bundið við að þjónusta byssuna við Sevastopol. Upphaflega mun byssunum hafa verið ætlað það hlutverk að rjúfa frönsku Maginot-línuna fyrir þýskum herjum en til þess kom ekki þar sem Þjóðverjar sneiddu framhjá henni í norðri í gegnum Belgíu vorið 1940, eins og frægt er orðið, enda byssurnar þær arna ekki tilbúnar um það leyti. Síðar mun Hitler hafa reynt að fá Franco til að leyfa sér að fara með þær í gegnum Spán og allt til Gíbraltar til að loka Miðjarðarhafinu fyrir Bretum og Bandaríkjamönnum. Franco neitaði en lánaði honum "Bláu"-herdeildirnar (tvær) í staðinn til að nota í stríðinu við Rússa.
Tvær aðrar frægar fallbyssur að nafni Odin og Thor (mun minni en þó með víðari hlaupvídd) voru í vopnabúri Mansteins við töku Sevastopol.
The Paris Gun (Paris Geschütz, samtls um 14 stykki)sem, Þjóðverjar beittu á Vesturvígstöðvunum utan við Paris 1918 í fyrra stríði, drógu um 120 km og voru kúlurnar fyrstu manngerðu hlutirnir sem komust út fyrir gufuhvolfið. Því til að ná að koma kúlunum alla þessa vegalengd til Parísar (eins og vígstaðan var þá) þurfti að beina hlaupinu meir en 45° upp á við sem þýddi að þessar þýsku kúlur fóru mörgum áratugum á undan hinum rússneska Spútnik út fyrir gufuhvolfið, en að vísu ekki hringinn i kringum jarðkúluna(hm!.
Daníel Sigurðsson, 7.4.2014 kl. 05:59
Þetta var ótrúlegur leirburður frá þér, Steini, fyrir utan það hve níðskældinn þú gerist -- og ríst þó ekki undir nafni sem "níðskáld gott".
Greinilega er hann stuttur í þér þráðurinn núna, eitthvað viðkvæmur greyið.
Jón Valur Jensson, 7.4.2014 kl. 12:07
Engu máli skiptir hvaða skoðanir þú hefur á hinu og þessu, Jón Valur Jensson.
Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 12:23
„Engu máli skiptir hvaða skoðanir þú hefur á hinu og þessu, Jón Valur Jensson.“
Væri nú svo eru litlar líkur á að Steini legði sig niður við að svara manni hvers skoðanir skipta engu máli. Sú staðreynd að hann svarar sýnir fram á, svo ekki verður um villst, að skoðanir annarra bíta hann. Fast.
Næst gæti svo komið rökleysan að staðreyndir einar skipti máli, enda fari títtnefndur Steini eingöngu með staðreyndir. En, eins og allir hugsandi menn vita, er val birtra staðreynda byggt á skoðunum birtandans. Það er því ekki minni birting skoðana en það þegar aðrir segja milliliðalaust frá skoðunum sínum.
Og það er reyndar staðreynd að „vísa“ með fimm stuðlum í fyrripartinum er ekki snjall skáldskapur.
Pútín kallinn Elskar Allt,
EInkum Emmess Ísinn,
Silli P (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 17:35
Menn hafa alls kyns skoðanir á staðreyndum og ég birti öll blogg Ómars Ragnarssonar á Facebook án þess að vera sammála þeim öllum.
"Emmess" er hér í lágkveðu:
Pútín/ kallinn/ elskar/ allt,
einkum/ emmess/ ísinn,
appel/sín og/ einnig/ malt,
Óla/ mest þó/ grísinn.
Til herra Páls Gaimard, eftir Jónas Hallgrímsson:
"Þvílíkar/ færum/ þakkir/ vér
þér sem úr/ fylgsnum/ náttúr/unnar
gersemar/, áður/ aldrei/ kunnar,
með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."
(Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, 1. bindi, Reykjavík 1989, bls. 105.)
Hér er /-anda/ í síðustu línunni í lágkveðu.
Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 18:11
Þótt emmess sé í lágkveðu skiptir það engu máli; aukastuðull er aukastuðull hvort sem í lág- eða hákveðu er og þar að auki er ísinn ekki í lágkveðu.
Og mistök Jónasar Hallgrímssonar réttlæta ekki mistök Steina Briem. Svo má velta fyrir sér hvort Steini er ekki vanmetinn sem skáld ef hann ber sig í fullri alvöru saman við Jónas Hallgrímsson. (Þetta var skoðun en ekki staðreynd).
Silli P (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 18:53
Þér er trúlega velkomið að senda Jónasi Hallgrímssyni línu:
"með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."
En ég er ekki viss um að hann svari þér.
Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 19:06
http://www.ragnaringi.is/index.php?option=com_content&view=article&id=85:fimmti-pistill&catid=35:bragfraedipistlar&Itemid=70
Silli P (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 19:18
Sendu Jónasi Hallgrímssyni línu um þetta atriði.
Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 19:25
Nú er Stóní ráðþrota, og líklega mát. - Það þarf ekki mikið á lítilmenni og bloggsóða. - bara sannleikann um getuleysi.
Már Elíson, 7.4.2014 kl. 20:32
Sendið Jónasi Hallgrímssyni kvörtunarbréf og segið honum að hann kunni ekki að yrkja:
"með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."
Þorsteinn Briem, 7.4.2014 kl. 21:07
Vitaskuld standa stuðlar oft í lágkveðu (Steini varðist með eigin vanþekkingu).
En það er skáldaleyfi að ofstuðla; ætti raunar yfirleitt að forðast. En að jafnvel stórskáld ofstuðli á stundum, sýnir, að við eigum ekki að vera of viðkvæmir fyrir þessu. Og sjálfur ofstuðlaði ég í 1. línu minni -- og hef leikið mér að því að ofstuðla meira, gjarnan með þeirri yfirskrift, að þetta sé ofstuðlað!
Hitt kalla ég virkilegan leirburð, hvernig Steini þykist geta orðað klámhugsun sína í 2. línu seinni vísunnar : setningarfræðilega er sú hugsun vængbrotin.
Eins er þessi botn hans afleitur:
"but the Devil believes in him,
með bændum Kremlar pissað."
Sjá það ekki allir? Setningafræðileg grautarhugsun í lokalínunni (og því leirburður), og svo er stóri bragfræðigallinn: VANSTUÐLUN í 3. línunni, því að "believes" er ekki lesið með áherzlu á B-inu, heldur L-inu; ergo vantar seinni stuðul í 3. línu, og fyrra B-ið (í but) nær ekki einu sinni að stuðla við höfuðstafinn, því að þrjár kveður koma inn á milli (þ.m.t. stúfurinn: "him"), og þá brestur allt stuðlaleyfi; ergo er allur seinniparturinn óstuðlaður í reynd.
En Steini getur eflaust bætt slík tækniatriði hjá sér. Öðru máli gegnir líklega með hans Evrópusambands-meinlokur.
Það er reyndar spurning, hvort maður sem vill ekki íslenzkt sjálfsforræði -- telur okkur ekki eiga skilið fyllsta löggjafarvald -- verðskuldi að geta ort á íslenzku.
Jú, rignir ekki yfir bæði réttláta og rangláta?
Búðu nú til úr þessu vísu, Steini.
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 00:56
En stuðlar mega þó aldrei standa í tveimur lágkveðum; það vita nú allir.
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 00:59
Svo þakka ég góðan fróðleikinn frá meinem Freund Daníel Sigurðssyni.
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 01:06
Svo er þetta ekki fallega ort hjá Steina:
"Jón Valur með lítinn lim,"
því að þarna hlýtur hann að hafa áherzlu á Jón (ef þetta væri bara áherzlulítill forliður, þá væru bara 3 kveður í línunni, en eiga að vera 4, skv. því sem sést af 3. línu), en þá kemur Val- (eða Va-) í áherzlulaust atkvæði og -ur fær áherzluna! (og þetta vill Steini þá hafa fyrir réttan tvílið: "-ur með" -- og hljómar afar klúðurslega. Jafnvel er hljómurinn: "-lur með", og þar lætur ofstuðlun enn á sér bæra.
Ergo enn meiri leirburður en áður var sýnt.
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 01:15
Samkvæmt ykkar fullyrðingum kunni Jónas Hallgrímsson ekki að yrkja:
"með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 01:21
Steini vill telja, að hér byrji 3 kveður á sérhljóða hjá Jónasi:
"með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."
Við vitum allir (notalegt að geta haft þetta í karlkyni!), að málfræðilega er atkvæðaskiptingin eins og Steini sýndi þarna; m.ö.o. að "óþreyt" heyrir saman út frá uppruna.
En það þýðir ekki endilega, að þannig komi það út fyrir heyrandi eyrað. Ég varð að kyngja því í tíma hjá mínum ágæta íslenzkukennara Ólafi M. Ólafssyni (blessuð sé minning hans), að framburðarlega séð í svona tilvikum kæmi í reynd hljómurinn út svona: "með/ óþrey /tanda/ afli/ ber," sem sé: T-ið telst með -anda. Sé þetta viðhorf ÓMÓs hið rétta (og það voga ég mér ekki að efa), þá eru tveir, ekki þrír stuðlar í línunni.
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 01:28
Jónas kunni vitaskuld manna bezt að yrkja.
En skáldaleyfi eru ekki einkaleyfi lakari skáldanna.
Og ekki vanstuðlaði Jónas eins og Einhver hér!
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 01:34
Sem sagt, samkvæmt fullyrðingum Jóns Vals Jenssonar kunni Jónas Hallgrímsson ekkert í bragfræði.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 02:04
Þetta rugl þitt er á þína eigin ábyrgð, Steini. Jónas kunni alla bragfræði.
Hvergi anda ég hér á Jónas; og ekki var hlutur hans sameiginlegur Steina!
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 02:24
Sem sagt, Jón Valur Jensson fullyrðir að Jónas Hallgrímsson hafi ekki kunnað bragfræði.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 02:38
Mjög svo gáfuleg umræða hjá þér, Steini, að hafa það eitt til svara að endurtaka svona þína röngu staðhæfingu. Horfðu nú til þess, sem til þín heyrir; Jónas kemur þér ekkert við.
Annars er ég ekkert að biðja um framhald þessarar umræðu. Niðurstaðan er ljós.
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 03:49
Enn fullyrðið þið vesalingarnir að Jónas Hallgrímsson hafi ekki haft nokkurt vit á bragfræði:
"með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 12:29
Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.