8.4.2014 | 00:53
Fjarðarheiðin vegur þungt.
Flutningur afgreiðslu Norrænu frá Seyðisfirði til Eskifjarðar getur haft áhrif langt út fyrir þessa tvo staði.
Það er drjúgur munur á því hvort hinn erlendi ferðamaður er staddur innst í Reyðarfirði þegar hann ákveður, hvort hann ætlar suður með Austfjörðum eða hvort hann er staddur á Egilsstöðum.
Vegna beinna tengsla sinna við Seyðisfjörð hafa Egilsstaðir sem helsta miðstöð samgangna, verslunar og þjónustu notið þess að öll umferðin, sem kemur úr Norrænu, fer þar í gegn.
Ef Norræna leggst að á Eskifirði, mun einhver hluti umferðarinnar ekki fara í gegnum Egilsstaði, heldur halda áfram suður um til Hornafjarðar, einkum ef veðrið er betra þar en á norðanverðu landinu.
Umferð ferðamanna mun aukast um Suðurfirðina ef Norræna leggst að á Eskifirði, vegna þess að eins og nú er, aka margir um Öxi eða Breiðdalsheiði á hringferð um landið og fara framhjá leiðinni um Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Fjarðabyggð.
Það er skiljanlegt að Smyril Line vilji færa sig frá Seyðisfirði til Eskifjarðar. Tvennt kemur til: Annars vegar talsvert styttri siglingarleið Norrænu og hins vegar öryggisleysið sem fylgir veginum yfir Fjarðarheiði.
Síðustu árin hefur hún verið sérstaklega leiðinleg og það vegur þungt.
Af kynnum mínum við landshlutana í meira en hálfa öld hef ég því miður hvergi fundið fyrir eins djúpum ríg á milli byggða og á Austurlandi.
Þetta er þeim mun dapurlegra vegna þess hve Austfirðingar eru gott og skemmtilegt fólk sem býr í fallegu og fjölbreytilegu landslagi.
Ég hygg að ekkert hafi verið eins mikill dragbítur fyrir Austurland og þetta gríðarlega skæklatog. Og nú bætist þetta við. Það kann að fara svo að þingmenn kjördæmisins eigi enn einu sinni eftir að biðja Guð að hjálpa sér.
Norræna vill sigla til Eskifjarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Upp'á Heiði úti varð,
Austfirðingur margur,
finnst þó margt þar frekjuskarð,
fúll þar margur vargur.
Þorsteinn Briem, 8.4.2014 kl. 01:43
Þetta er allt hið leiðinlegasta mál, en sem Fjarðarbúi væri frábært að fá fleiri ferðamenn gegnum Fjarðabyggðarkjarnann og suður úr... Fyrst og fremst að færa þjóðveginn af Breiðdalsheiði og niður firðina.. Mun öruggari leið á allan hátt og fallegri...
Hvað ríginn varðar, þá finnst mér hann vera á verulegu undanhaldi hjá yngra fólkinu, en það er helv þrjóskan í þeim sem eldri eru sem tuða og naga hver í sínu horni
Vona að þetta ferjumál leysist farsællega og að ný Fjarðarheiðargöng yrðu sett í startklossana strax að loknum Norðfjarðargöngum....
Kristín (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 08:47
Stöðvarfjörður og Fáskrúðsfjörður eru í Fjarðabyggð. Ég tek undir það að bæjarrígurinn fyrir austan er stundum full mikill fyrir minn smekk en held þó að hann fari minnkandi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2014 kl. 09:48
Fagridalurinn,Hólmahálsinn og síðan brekkurnar við gömlu göngin geta líka verið erfið þó svo að nýju gönginn lagi ástandið að þá getur verið ansi hált á fagradalnum og viða sem dregur í skafla þar,og síðan leingist vegaleingdin fyrir flutninga aðila að norðan sem þar af leiðandi hækkar vöruverð og möðrudalsöræfin geta líka verið erfið.Þar með er nú ekki vandamálinn leist með því að flytja ferjuna á eskifjörð:hvernig væri nú að þrýsta á stjórnvöld með því að forganga rétt og hafa næstu gangnaáættlun sem fjarðarheiðargöng um það leiti sem búið yrði að opna á milli eskifjarðar og neskaupsstaðar
Einar Ármann Harðarson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 11:02
Ég er sammála því að þjóðvegur eitt eigi að fara um firðina. Ég bý á Breiðdalsvík og fer oftar firðina til Egilstaði þótt leiðin sé 10 km lengri.
Það þarf að fara í dýrar hafnarframkvæmdir til að gera aðstöðu fyrir ferjuna á Eskifirði spurning hvort fjarðarheiðargöng sé ekki ódýrari valkostur en þær framkvæmdir.
Starri Hjartarson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 13:07
Frá upphafi fannst mér þessi ákvörðun um staðarval orka mjög tvímælis, sérstaklega vegna Fjarðarheiðar sem hefur alltaf verið erviður farartálmi.
Sjálfsagt að leiðrétta þau mistök, aðalega vegna þeirra sem eru fórnarlömbin á heiðini.
Svo ekki sé talað um allan björgunarkostnaðinn.
Haraldur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 13:20
Einar Ármann, Hólmahálsinn er enginn farartálmi í dag eftir að veginum var breytt fyrir nokkrum árum. Og hvaða gömlu göng ertu að tala um, Oddsskarð? Vegurinn til Norðfjarðar skiptir engu máli í þessu sambandi.
Og það sem Haraldur nefnir... staðarákvörðunin í upphafi orkaði ekki aðeins tvímælis, hún var röng. Baráttan á sínum tíma stóð milli Reyðarfjarðar og Seyðisfjarðar en Seyðfirðingar höfðu greinilega meiri ítök í pólitíkinni, eða a.m.k. nýttu sér hana til að fá sínu fram. Sumir reyndar kenna reyðfirskum sveitarstjórnarmönnum um fyrir sofanda og sauðshátt í málinu, en það er önnur saga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2014 kl. 13:58
Mín persónulega skoðun er sú að göngin eigi að vera frá Neskaupstad til Seyðfirðinga ígegnum Mjóafjarðar með tengingu upp á Hérað. öryggi fyrir alla skiptir öllu ! og það sem er byggt á Seyðfirði til Ferjan eru til fyrirmynd. Ferjan er mikilvægt Seyðfirðinga.
Göng til Hérað frá Seyðfirði er ekki raunhæft !
Hvað um lónið sem er efst, enginn talar um það ?
Norðfjarðargöng halda áfram til Seyðisfjarðar , Já takk !
Jeff Clemmensen (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 16:37
Vrgurinn yfir ÖXI er mesta samgöngubót sem Austfirðingar geta fengið,einnig eru göng frá Seyðisfirði til héraðs nauðsinleg,þer er og verður miðstöð verslunar og þjónustu á Austurlandi.Flugvöllur, Bónus, Mjólkurstöð,Brúnás,Millan.Héraðsverk,Rafey og flairi stór fyritæki og margt fleira.
BMX (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 18:36
Vegurinn yfir ÖXI er mesta samgöngubót sem Austfirðingar geta fengið,einnig eru göng frá Seyðisfirði til héraðs nauðsinleg,þer er og verður miðstöð verslunar og þjónustu á Austurlandi.Flugvöllur, Bónus, Mjólkurstöð,Brúnás,Millan.Héraðsverk,Rafey og flairi stór fyritæki og margt fleira
B (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 18:36
Egilsstaðir besta byggð
blóm á öllum götum
Fjarðabúar freta af hrygð
fella tár í fötur
Fyndið (IP-tala skráð) 8.4.2014 kl. 20:45
Sjálfsagt að gera góðan sumarveg yfir Öxi en heilsársvegur er óraunhæfur. Þeir sem halda öðru fram átta sig ekki á rekstrarkostnaði slíks vegar á vetrum. Auk þess yrði tilraun til að gera heilsársveg þar óhemju dýr og takmörkuðu fé til vegagerðar betur varið annars staðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2014 kl. 22:55
Já, væru ekki stutt göng úr Berufirði í Breiðdal og önnur undir Breiðdalsheiði heppilegur kostur. Þá þyrfti ekki einu sinni að hugsa um Öxi.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 11:24
Göng undir Berufjörðin nýtast austfirðingum betur en Axarskaftið Öxi nýtist ekki austfirðingum nema þó kannski þeim fá Seiðsfirðingum sem komast yfir heiðina.
Í mörgum tilvikum eru jarðgöng hagkvamari en fjallvegir en taka hinsvegar lengri tíma að borga sig. Það er kostnaður við að halda fjallvegum opnum og þeir þurfa sitt viðhald. Sjalgæft er að það snjói inn í jarðgöngum og undirlag þar stapilla.
Vegurinn um Kambanesskriður reyndist kosta svipað og að grafa göng (en var reyndar ekki vitað áður en farið var í framkvæmdina) Þvi hefðu göng þar verið hagkvæmari kostur. Ég tel að hagkvæmara sé að fara firðina og þá frekar að setja göng undir Þórdalsheiði fyri þá sem þurfa að skreppa í Bónus eða í flug.
Starri Hjartarson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.