Hómópatía gerði víst gagn og nálarstungur gera það !

Fréttin um að hómópatía og "lyfjalausar lækninar" geri ekki gagn felur í sér ansi mikla alfhæfingu og getur skapað misskilning. Mér rennur blóðið til skyldunnar gagnvart bæði hómópatíu og þeirri "lyfjalausu lækningu" sem felst í nálastungum.

Runólfur Bjarnason í Hólmi, langafi minn, var hómópati eða smáskammtalæknir, hafði til þess tilskilin leyfi og bjargaði áreiðanlega lífi og heilsu fjölda fólks í Vestur-Skaftafellssýslu meðan hans naut við.

Um 1890 var sýslan vegalaus með óbrúuð stórfljót, ekkert rafmagn og engin samgöngutæki nema hestinn. Fólkið bjó í torfbæjum og lífsbaráttan var afar hörð í landi, sem ekki gat brauðfætt vaxandi þjóð.

Þegar á bjátaði var ekki hægt að hringja á hjúkrunarfræðing eða lækni eða þyrlu Landhelgisgæslunnar eða fara á heilsugæslustöð. Köllun Runólfs Bjarnasonar átti hug hans allan, allur tími hans fór í lækningar og lækningaferðalög og Rannveig Bjarnadóttir, langamma mín varð að sjá um búskapinn að mestu.

Börnin voru átta og sulturinn svo mikill að þau Runólfur og Rannveig neyddust til að skipta á Ólöfu, ömmu minni, þá sjo ára, og kú. Langafi fór með ömmu austur í Öræfi og kýr var leidd til baka.

Líknandi starf hómópatans varð að hafa forgang og lækningar hans voru ekki lyfjalausar, heldur bjó hann sjálfur til ýmis lyf og fékk eitt þeirra meira að segja alþjóðlega viðurkenningu. 

Enginn skyldi því tala niður til lækninga hómópatanna þótt nú sé öldin önnur.

Kátlegt er þegar sagt er um hinar "lyfjalausu" lækningar sem felast í nálastungum, að það séu "óhefðbundnar lækningar" og því að litlu hafandi, en að vestrænar lækningaaðferðir, sem eru kannski sumar ekki nema nokkurra ára eða áratuga gamlar séu nefndar "hefðbundnar lækningar."

Ég get vitnað um það af reynslu sjálfs mín, að nálastungulækningar geta gert gagn í tilfellum þar sem ekkert annað dugði.  

Fyrir um áratug fóru frammámenn í íslenskum lækningum í heimsókn til Kína og þegar heim kom far sagt frá því að hugsanlega væri hægt að nýta kínverska þekkingu.

Mætti hugsa sér að einhverjir íslenskir læknar færu á stutt námskeið þangað.

Nálastungulæknirinn, sem bjargað hefur mér þurfti hins vegar fram undir þetta að sæta því að litið væri niður á margra ára háskólanám hans í Bandríkjunum á sviði nálastungulækninga sem óhefðbundnar skottulækningar sem "gerðu ekki gagn".

Það sýnir mikið yfirlæti og dramb þegar sagt er að lækningaaðferðir, sem eiga þúsunda ára reynslu að baki séu "óhefðbundnar lækningar" og hindurvitni á sama tíma og nokkurra ára eða áratuga gamlar lækningaaðferðir á Vesturlöndum séu "hefðbundnar lækningar" og það eina sem geri gagn.      


mbl.is Hómópatía geri ekki gagn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stundum gera lyfleysur gagn, ef fólk heldur að það sé að taka raunverulegt lyf. Oft er það þó ímyndun og í stuttan tíma. Fólk "heldur" því að lyfið (lyfleysan) sé að gera gagn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.4.2014 kl. 14:28

2 identicon

Mörg lyf hómópata innihalda lyfvirk efni.
En ekki er alltaf gefið upp hvað það er.
Dóttir mín kvefaðist illilega ung, og fékk það mikið í berkjurnar að það "festist". "Hefðbundna" lækningin voru púst og fúkkalyf. Aftur og aftur. Svo var mér bent á að prófa ákveðinn grasalækni. Gerður var mjöður til að gefa, og bingó. Engin fúkkalyf eftir það.
Mörg náttúruleg vara hefur lyfvirk áhrif, - engifer slær á flökurleika, kamilla er róandi o.s.frv. Ginseng er örvandi, og það kílaði hjá mér húmorinn að lesa um það í lyfjahandbókinni, - þar var engin virkun viðurkennd, - en hins vegar "aukaverkanir" eins og svefnleysi og ofvirkni.
Ekki er heldur langt síðan að hnykklækningar hlutu náð í augum hinna hefðbundnu, bara áratugur eða tveir. Og nálastungur? Þær eru a.m.k. notaðar sem sársaukaminnkandi aðferð á sumum fæðingadeildum, og eru þá framkvæmdar af ljósmæðrum. Virkar, - segir konan mín ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.4.2014 kl. 15:12

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Það er fáránleg afneitun sumra lækna á staðreyndum, að halda því fram að hómópatía geri ekki meira gagn en lyfleysur. Það er greinilegt, að örvænting okrandi lyfjarisanna er mikil, fyrst þeir leggjast svona lágt í rógburðinum og lygunum. Stjórnendur þeirra risa hafa enga skynjun né skilning á því, að heildrænar lækningar og vísindalækningar geta starfað samhliða og í sátt.

Svo væri réttast að drómasýkinga-sóttvarnalæknisembættið skaðlega og óábyrga yrði lagt niður á Íslandi af mannúðarástæðum, áður en fleiri skaðar eiga sér stað frá þeirri samviskulausu og fáfræði/siðblindnistýrðu stofnun. Burt með allar falskar mafíustimpilstofnanir.

Fleiri tugir tamiflu-bólusettra einstaklinga í Noregi hefur fengið viðurkenndar skaðabætur vegna drómasýki af völdum þessa eiturs, svo það virðist vera álíka hættulegt sóttvarnarlæknisembætti þar í landi. Tamiflu er skaðlegra en lyfleysur, og það var vitað áður en það var keypt til landsins og notað á alla sem trúðu sóttvarnarlækni. Hann getur ekki afsakað sig með því að sannleikurinn hafi ekki verið þekktur um skaðsemina.

Svo heyrist ekkert í landlæknis-embættisliðinu út af þessum stóralvarlegu og óábyrgu embættisglæpum?

Það væri hægt að skrifa óskaplega mikið um alla þessa lækniskerfis-glæpi stjórnsýslunnar til viðbótar, en þetta dugar þeim í bili, til að afsaka/ljúga/svíkja sig út úr.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.4.2014 kl. 21:17

5 identicon

http://www.howdoeshomeopathywork.com/

Ingi Björn Arnarson (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 00:19

6 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Góð grein Ómar,grasablöndur afa þíns hafa greinilega gert mörgum gagn.

Það er samt regin munur á grasalækningum og hómopatíu á íslensku, smáskammtalækningar. Í hómopatiu eru virk efni þynnt svo mikið út að nánast eða eingöngu "orka" virka efnisins er eftir í vökvanum. Það er sagt ví fréttinni vera gagnslaust ekki jurtablöndur. Nálastungur hafa verið stundaðar í austurlöndum í 5000 ár. Ekki nein tískubóla eða skottulækningar Fróðlegt að rifja upp að orðið skottulæknir þýðir skjót afgreiðsla - samaber að skottast. Hver og einn getur svo velt fyrir sér hvort hann hafi í veikindum orðið fyrir barðinu á of skjótri afgreiðslu á kostnað nákvæmni og ígrundun.

Anna Björg Hjartardóttir, 13.4.2014 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband