RAGGI BJARNA - ÓTRÚLEGUR!

Áheyrendur í troðfullu Háskólabíói áttu frábæra stund í kvöld með Ragga Bjarna, Eyvöru Pálsdóttur, Sinfóníuhljómsveitinni og Selkórnum. 72ja ára gamall virðist "karlinn með hendina" fara batnandi með hverju árinu og stóð sig aldeilis ótrúlega vel. Þeir hafa ekki gert þetta betur á þessum aldri hinir frægu kollegar hans í Ameríku.

Eyvör gat ekki fengið betri söngvara til að syngja með dúetta og brilleraði sjálf með sinni einstöku túlkun á lögunum sem hún söng. Tónleikarnir voru öllum til sóma og Landsbankinn á sérstakar þakkir skildar fyrir að standa að þeim og styðja þá.

Á síðustu stundu tókst að taka upp mynd og hljóð og bjarga með því menningarverðmætum  til framtíðar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar !

Þakka þér góð skrif.

Ég er forvitin: Hverjir tóku tónleikana hans Ragga Bjarna upp ? Veistu hvort stendur til að gefa út geisladisk (alltsvo músík - ekki mynd) ? Með kveðju frá Litlu flugunni.

Lana Kolbrún Eddudóttir (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 19:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sæl, Lana Kolbrún. Ég hef lengi verið aðdáandi þinn í leynum fyrir alla þína góðu tónlistarþætti. Ég veit ekki hver tók upp tónlistina. Hún var tekin á margar rásir. Ég og tveir vinir mínir, Friðþjófur Helgason og Jóhann Ísberg, sáum fram á menningarslys og tókum tónleikana upp á myndband.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband