Kostnaðurinn við skýrsluna gerður að aðalatriði.

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum stórs hluta íslensku þjóðarinnar við Hruninu og því sem reynt hefur verið að gera síðan til að gera upp við það og orsakir þess.

Í fyrstu virtist mikill og yfirgnæfandi stuðningur við uppgjör og úrbætur og reiðin var mikil.

En smám saman fór dæmið að snúast við. Smám saman hefur fyrsta skýrslan á vegum Alþingis, skýrsla rannsóknarnefndarinnar um aðdraganda Hrunsins horfið af sjónarsviðinum.

Þótt yfirgnæfandi meirihluti atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp stjórnlagaráðs vildi láta leggja það til grundvallar hefur "elítan" eins og einn af andstæðingum þess í háskólasamfélaginu kallaði sjálfan sig og skoðanasystkin sín ásamt fyrrverandi stjórnarandstöðu og slöppum stjórnarþingmönnum þess tíma tekist að kalla yfir okkur ástand, sem er alveg hliðstætt því sem ríkti á tímum ótal fyrri stjórnarskrárnefnda í 70 ár, sem ekki tókst að efna loforðið sem gefið var við lýðveldisstofnun um nýja stjórnarskrá.

Síðan kom rannsóknarskýrslan um Íbúðarlánasjóð, og þá tókst að blása það upp sem aðalatriði hvað skýrslan og rannsóknin hefðu kostað og að jafnvel yrði nauðsynlegt að skipa rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á þeim kostnaði og starfi nefndarinar.

Sami söngur hófst samstundis á útvarpsrásunum í dag varðandi skýrslu rannsóknarnefndarinnar um sparisjóðina.

Þannig tekst að eyða og drepa á dreif flestu því sem læra hefði mátt af Hruninu og í staðinn grátbeðið um sömu valdaöfl og sama ástand og var í aðdraganda Hrunsins.   


mbl.is Ákveðnir aðilar nutu fyrirgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjölmargir vilja ekki fara að lögum og reglum sem þeim sjálfum finnst ekki skynsamlegar eða þeir geta grætt á að brjóta.

Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 00:55

2 identicon

Sæll Ómar

Ég þakka mikið fyrir þig. Gleðigafann sem þú hefur verið í gengum tíðina og núna með þessari síðu þinni. Ég er einn af þeim sem lít alltaf á það sem þú ert að skrifa á hverjum degi. Auðvitað er ég ekki alltaf alveg sammála þér en þó oftastnær.

Ég segi bara takk, takk, takk................................

Kv. Björn 

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 01:24

3 identicon

Það hafa allir vitað af þessari spillingu sem grasseraði í sparisjóðunum hér fyrir sunnan, þar sem þjófar og illmenni sátu í stjórnum sparisjóðanna. Hvernig væri núna, þótt langt sé um liðið, að taka puttann ú gatinu og refsa þessum mafíósum. Og setja líka SJS í steininn þar sem hann á heima.

Mér varð óglatt að heyra viðtölin í fréttunum í kvöld, þar sem hver tuska talaði um þessi bankarán (sparisjóðarán) eins og þetta væri bara sjálfsagður hlutur í staðinn fyrir alvarleg lögbrot. En auðvitað verður engum refsað fyrir þessa yfirveguðu og ítrekuðu glæpastarfsemi af hálfu stjórna þessara sparisjóða frekar en fyrri daginn í þessu andskotans bananalýðveldi sem Ísland er.

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 01:56

4 Smámynd: Hnutur

Skýrslan er kattarþvottur á afglöpum ríkisstjórnar Jóhönnu og sérstaklega á Steingrími. Núna er stutt í kattarsápuna. Hægt að vera vitur eftirá. Ömurlegt að hlusta á Spegilsviðtalið við hreinsitæknana. Þar fór saman viljinn og hugurinn fyrirspyrjanda og  nefndarinnar.

Hnutur, 11.4.2014 kl. 07:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, til einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."

Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 10:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gæti best trúað að glæpamennirnir í bönkunum og sparisjóðunum hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 10:22

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.4.2014 (í dag):

"Fjármálaráðuneytið opnaði reikning í Sparisjóði Keflavíkur stuttu eftir fall stóru bankanna haustið 2008 og lagði inn skattgreiðslur sveitarfélaga á Suðurnesjum, alls um milljarð króna.

Þetta var gert til að láta líta út fyrir að sparisjóðurinn hefði meira laust fé til umráða en í raun.
"

Ekki eðlilegt hvernig farið var að

Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 10:34

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið virist vera að talsverður hluti þjóðar - vilji bókstaflega ekkert læra af hruninu.

Ekki nóg með það heldur vill þessi sami hluti hefja dansin í kringum gullkálfinn aftur sem fyrst.

Er nefnilega svo merkilegt að fljótlega eftir hrun fór að bera á því að fólk vildi fá 2007 aftur.

Jafnframt er engu líkara en reiðin eftir hrun hafi að hluta til verið vegna þess að í ótrúlega margir virðast hafa átt hlutabréf í bönkunum og öllum töfrafélögum þeirra.

Að í fyrstu hafi fólk ímyndað sér að það gæti enduheimt þetta fé að einhverju leiti.

Ofannefnt spilar svo inní afhverju sumir vildu alls ekki ,,borga icesave" eins og kallað var. það var vegna þess að þeir sjálfir höfðu misst stórar upphæðir þegar hlutabréfin urðu nánast að engu.

Með ofansagt í huga er samt í raun alveg óskiljanlegt afhverju fólk vill fá sama kerfi aftur. Skuli vilja 2007 aftur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2014 kl. 12:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu því að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.

Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 12:40

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Almennt séð, finnst mér merkilegt hve lítil umræða hefur verið um atriðið er eg nefni ofar. Nefnilega, að talsverður hluti fólks á Íslandi virðist hafa keypt bréf í þessum töframfélögum þeirra sjalla og framsóknarmanna.

Eg þekki nokkur dæmi sjálfur þar sem fólk, bara venjulegt fólk, eins og sagt er, var að taka fáránlega áhættu varðandi kaup á slíkum bréfum. Jú jú, það má alveg segja að bankar og svoleiðis hafi borið líka ábyrgð því þeir hvöttu fólk áfram frekar en hitt á tímabili með ævintýranlegum tilfæringum - en það hve fólk margt féll fyrir þessu sýnir hve allt var orðið bjagað hérna af látlausum áróðri og hreinlega ósannindum og fjölmiðlar brugðust gjörsamlega hlutverki sínu.

Það er líka eitt sko, að það er óðum að gleymast æðið sem var í kringum þetta. Það var stanslaust í fjölmiðlum í fleiri ár fréttir um gríðarlega hækkun margra bréfafélaga á stuttum tíma. Hagnaðurinn gat orðið mikill á stuttum tíma. Án ef högnuðust einhverjir á þessu - þ.e.a.s. ef þeir hafa farið út úr dæminu á réttum tíma.

Ef maður horfir á ýmislegt sem sagt var fyrir hrun - bara rétt fyrir hrun - er alveg augljóst að hérna lifðu menn barasta í einhverri bubble algjörlega heilaþvegnir af framsóknarmönnum og sjöllum.

http://www.youtube.com/watch?v=1rXFNxRpHyk

Það er líka alveg furðulegt viðhorf stjórnvalda sem ítrekað kemur fram fyrir og eftir hrun, að ríkisvald komi bankar bara ekkert við. Það séu bara einhverjir menn útí bæ sem reki banka rétt eins og sjoppu útá horni o.s.frv.

Þetta er bara sjónarmið sem ætti að dæma hvern stjórnmálamann úr leik.

Vegna þess einfaldlega, að bankastarfsemi er þess eðlis að hún er svo mikilvæg almennu efnahagslíki landa og stöðugleika. Það að bankakerfi er illa rekið og á óábyrgan hátt er aldrei einkamál eigandanna. Það kemur allri þjóðinni við. Það hefur áhrif á alla þjóðina.

Ennfremur þessi afneitun hjá mörgum Íslendingum enn í dag, að ef vel á að vera í einkareknu bankakerfi - þá verður ríkið alltaf að vera í stakk búið að geta tekið bankakerfi yfir.

Ísland var svo lang, langt frá því að geta það. Slíkt var ábyrgðarleysið og vitleysisgangurinn sem sjallar voru búnir að koma landinu í.

Það er alveg merkilegt að sjallaflokkur hafi enn yfir 20% fylgi þegar hrunið fletti lygavaðlinum og spillingunni í burtu og sjallaflokkur sást berstrípaður. Og var það ófögur sjón eins og gefur að skilja. Samt kýs yfir 20% þjóðar enn sjallaflokk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.4.2014 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband