4.3.2007 | 00:33
GRÆN ATKVÆÐI FRÁ MIÐJUNNI OG HÆGRI
Stundum þarf að leiðrétta þegar ónákvæmt er eftir haft. Haft var eftir mér í útvarpsviðtali að fyrirhugað framboð sem snerist um "umhverfi, nýsköpun og velferð" yrði hægra megin við miðju. Ég orðaði það ekki svona heldur að stefnt væri að því að það fengi einkum græn atkvæði frá miðjunni og hægri vegna þess að úti á vinstri kantinum væri grænt framboð sem vinstri sinnað fólk gæti kosið.
Athugasemdir
Ég mundi nú ekki gráta þó við fengjum eitthver atkvæði frá Samfylkingunni líka
Sigríður Jósefsdóttir, 4.3.2007 kl. 00:41
Allt er vænt sem vel er grænt, ekki satt ?
Púkinn, 4.3.2007 kl. 01:13
Olræt, Ómar, en hvað áttu nákvæmlega við með "hægra megin við miðju"? Það hlýtur að vera aðalatriðið fyrir þá sem eru óákveðnir. "Vinstri", "miðja" og "hægri" geta nú verið ansi loðin hugtök.
Steini Briem (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 01:23
Ég öfunda þig nú ekki Ómar að stilla upp stefnuskrá og lista með þetta eina hjartans mál þitt.
Það er t.d. mikil munur á hugmyndafræði manneskju sem einungis vill borða afurðir grænmetis þannig að plantan lifi nýtinguna af og hún skaðist ekki og annari manneskju sem borðar að mestu grænmeti en lætur fisk, kjúkling og mjólkurafurðir fylgja stöku sinnum með. Báðar manneskjurnar kalla sig grænmetisætur, þó það sé himinn og haf á milli þeirra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2007 kl. 10:46
Ómar.
Höfuðmarkmið og meginstefnumál framboðsins þurfa að vera skýr og vel framkvæmanleg. Og þau þurfa að snerta við kjósendum. Kjósendur munu svo sjálfir sjá um raða framboðinu á línu milli vinstri og hægri. Hafðu ekki áhyggjur af því.
Listar framboðsins þurfa að vera mannaðir traustvekjandi fólki (ekki endilega fólki sem flúið hefur í örvæntingu frá einum flokki til annars í leit að þingsæti).
Kosningabaráttu framboðsins þarf að reka með hugmyndaauðgi og hugviti. FLOKKARNIR sitja einir að fé úr sjóðum almennings.
Skýr og knýjandi stefnumál, vel mannaðir listar og hugvitssamlega rekin kosningabarátta mun skila framboðinu rífandi fylgi. Meiri líkur en minni eru á að eitthvað fari úrskeiðis, en þetta er áhætta sem verður að taka.
Framboðið getur aldrei orðið til annars en góðs. Spilltir stjórnarflokkar og hálfspillt stjórnarandstaða mega ekki að völdin séu frátekin fyrir þá. Þess sjást merki.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 12:18
Tími einása hægri-vinstri pólitíkur er liðinn. Nútíminn snýst um að taka vel grundaða afstöðu í hverju máli fyrir sig. Flokkur sem vill hafa náttúruvernd sem einn af grunvallarþáttum í ákvörðun er flokkur sem vill bjarta framtíð. Flokkur sem metur manngildi og náttúru ofar eftirsókn í gegndarlausa neyslu. Flokkur sem beitir sér fyrir nýsköpun í atvinnulífi, fjórri nýtingu á menntun og menningu. Flokkur sem styður
Flokkur sem vill að einstaklingar fái að njóta sín án þess að ganga á möguleika framtíðarinnar er flokkurinn sem ég il kjóst - ef það heitir hægri grænt er það allt í lagi -
Er flokkur sem
asta (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 17:14
Hægri, vinstri, miðja, hægri græn, vinstri græn, miðju græn, fölbleik, hægribleik, vinstri bleik.........give me a brake. Hvernig í veröldinni halda menn að hægt sé að bjóða fram stjórnmálaafl sem ætlar sér eingögu eitt málefni? Halló, eru menn almennt orðnir algerlega kexruglaðir? Þeir sem ekki bjóða fram lista, sem hafa lausnir og niðurstöður í öllum málaflokkum þjóðlífsins, ættu að hugsa sinn gang tvisvar, ef ekki þrisvar, áður en vaðið er af stað í framboð með tæplega fokhelda málefnaskrá.
Halldór Egill Guðnason, 4.3.2007 kl. 18:13
Sæll Ómar
Þakka þér þitt góða og mikla starf.
- En ertu ekki of góður við VG þegar þú segir svo oft eins og í fréttum áðan að þeir séu fullkomlega heilir í sinni umhverfisstefnu.
-Bæði vegna þess að þeir sem ekki eru jafn rauðir og VG geta talið að þú sért í raun VG-maður sem viljir bara fá fylgi fyrir þá frá hægri og hvorki viljir né getir farið í stjórn nema liða SJS til valda einnig,
-og að persónulega tel ég VG og ekki nokkurn flokk geta með réttu kallað sig grænan á Íslandi ef hann tekur ekki á uppblæstri og skógareyðingu vegna lausagöngu og ofabeitar búfjár og/eða eyðingu vistkerfa hafsbotnsins vegna togaveiða, en það hefur VG ekki gert. VG er bara eins og Alþýðubandalagið á móti stóriðju. Hjá sósíalistunum var það vegna tenglsa stóriðju og heimskapítalismans en hjá VG hefur verið breitt yfir nafn og númer en markmiðið það sama barist gegn heimskapítalista-stóriðju en nú sagt vera vegna umhverfismála - enn ekkert hreyft við okkar versta manngerða umhverfisvanda, ofbeit, eyðingu eld(gosa)minja, tortíming viskerfa hafsbotsins, umgegni við okkar næsta umhverfi....
Helgi Jóhann Hauksson, 4.3.2007 kl. 20:39
styð þig Ómar til þings, líst vel á það sem þið eruð að gera
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 4.3.2007 kl. 20:54
Bið spennt eftir stefnuskrá flokksins!
G.Helga Ingadóttir, 4.3.2007 kl. 21:19
Eitt sinn hægri vinstri snúæddu að stjórnar-bænumMargrét og Ómar eru núí einum hægri-grænum
Vilborg Traustadóttir, 4.3.2007 kl. 21:40
Eitt sinn hægri vinstri snú,æddu að stjórnar-bænum. Margrét og Ómar eru nú, í einum hægri-grænum.
Vilborg Traustadóttir, 4.3.2007 kl. 21:41
Veistu Ómar hvar miðjan er í pólutík.Er frjálshyggjan og græðgin allta hægra megin?Nei hún er alls staðar til staðar.Er hinn almenni daglaunamaður eða láglaunamaður alltaf til vinstri,nei þeir eru reyndar flestir í Sjálfstæðisfl.Er flokkur allra stétta eins og Sjálfstæðisfl.skilgreinir sig hægri flokkur?Náttúrlega ekki.Þess vegna getur þú ekki teigt gænu ábreiðuna yfir miðjuna til hægri.Þið ættuð ekki að vera skilgreina markmið ykkur í landverndarmálum með græna litnum,það eru allir apa þetta eftir VG.Viskulegra væri að full rannsaka og skilgreina þau svæði til lands og sjávar,sem við ætlum að standa vörð um gegn ásækni auðhyggjunnar og græðginnar.
Kristján Pétursson, 4.3.2007 kl. 21:54
Það er engin hætta á að jarðvegseyðingin verði útundan hjá nýju grænu framboði, enda lenti ég fyrst í orrahríð vegna umfjöllunar um umhverfismál í Sjónvarpinu þegar ég gerði hverja fréttina og hvern sjónvarpsþáttinn af öðrum um þau mál.
Ómar Ragnarsson, 4.3.2007 kl. 23:32
Sæll Ómar, ef framboð ykkar er í samræmi við þær hugsjónir sem ræddar hafa verið og þið fáið GÓÐA menn alstaðar frá vinstri og hægri skal ekki vanta mitt atkvæði. Skal meira að segja skrá mig úr VG og aðstoða málflutning sem hlúir að framtíð hinna ókomnu.
Jón Þ. Sigurðsson
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 23:35
En felur það að framboðið stefni að atkvæðum frá miðjunni og hægri ekki óhjákvæmilega í sér að hugmyndafræði þess þarf að vera á þeim slóðum? Eigi hægri sinnað fólk að ljá framboðinu atkvæði sín þarf það að geta treyst því að svo sé í raun. Af sömu sökum mætti framboðið ekki útiloka fyrirfram samstarf við núverandi stjórnarflokka þó vitaskuld yrði enginn afsláttur gefinn af prinsippum í umhverfismálum ef til slíks samstarfs kæmi.
Þorsteinn Magnússon, 4.3.2007 kl. 23:36
Hárrétt hjá þér Helgi J. Hauksson.
Mér hefur lengi fundist að í áróðri VG fyrir umhverfisvernd að andúðin sé fyrst og fremst á stórfyirtækjum og kapitalismanum. Þess vegna hef ég sagt hér áður að þeir séu úlfar í sauðagæru. Það hangir svo margt ógeðfelt á spítu þeirra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2007 kl. 09:31
Ég er búinn að bíða eftir að heyra um framboð frá ykkur síðan ég heyrði í Jóni Baldvini í Silfri Egils fyrir nokkrum vikum og kveikti það fyrst í mér varðandi Hægri grænt framboð, í sjálfu sér hef ég ekki heyrt neitt frá þér Ómar né Margréti varðandi efnahagsstefnu eða velferðarmál, þar sem þið eruð í raun bæði óþekktar stærðir í pólitík væri ekki best að næla í Jón Balvin sem allavega náði svona vel til mín , ég veit ekki um aðra ?
Atli (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 10:55
Ómar, ef maður skoðar "landakortið" á síðunni Political Compass og leikur sér að því að leggja núverandi íslenska stjórnmálaflokka inn á það, þá sést berlega að svæðið fyrir sunnan "miðbaug" er því sem næst alveg óbyggt.
Það eru engir sannfærandi valkostir í boði fyrir fólk sem aðhyllist sem minnstar miðstýrðar aðgerðir ríkisins - hvort sem það hallast til vinstri eða hægri.
...mér datt í hug að benda á þennan punkt.
Már (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.