11.4.2014 | 13:23
Rústa öllu bótalaust og sjá svo til.
Nú hefur það verið gefið út að á næsta ári verði allt kennslu- og einkaflug útlægt gert af Reykjavíkurflugvelli og að ágætt væri að það flyttist til útlanda.
Innan árs á að rífa bótalaust niður 8000 fermetra húsnæði í Fluggörðum og einnig eyðilagðar bótalaust akbrautir um svæðið og rafmagns-, síma- og klóakleiðslur, sem lagðar voru á kostnað eigenda skýlanna á sínum tíma.
85 flugvélum verður hent í burtu svo og kennslustarfi, sem snertir hundruð fólks án þess að þess sjáist nokkurn stað að neitt verði gert til að koma því fyrir annars staðar nema þá að farið sé til útlanda með það allt.
Í besta falli á kannski að sjá til hvort uppfyllt verði innistæðulaust loforð um að finna starfseminni annan stað, sem augljóslega á að svíkja.
Það er engin furða þótt bæði Reykjanesbær og Árborg lýsi yfir áhuga á að fá flugstarfsemi til sín því að báðir aðilar vita að slík starfsemi sogar til sín aðra starfsemi og byggð, þvert ofan í það sem ráðamenn í Reykjavík virðast halda.
Eins og sést fyrir tilviljun á myndinni, sem mbl.is hefur látið taka fyrir sig af Selfossflugvelli í tilefni fréttarinnar, er ég þegar flúinn með TF-FRÚ þangað eftir háveturinn hér í Reykjavík, en flugvélin hefur reyndar verið fyrir austan fjall nær samfellt síðustu þrjú ár. ´
Þetta sést betur ef tvísmellt er á mynd mbl.is og þá sést líka hve stutt er í næstu byggð við völlinn.
Ætlaði að birta nýjar myndir mínar af vellinum, en einhver tæknihindrun kom upp sem hindrar það. Samt hefur mér tekist að setja hana á facebook-síðuna.
Það getur að vísu kostað það að þurfa að fara daglega austur til að snúa henni rétt upp í vindinn, svo hún skemmist ekki en þannig er það bara, sennilega gott fordæmi fyrir þá kennara og nemendur sem eiga að aka fram og til baka til flugkennslu framtíðarinnar, ef hún verður ekki farin úr landi.
Flugklúbbur Selfoss á að baki stórvirki við að leggja þennan flugvöll, reisa þar þrjú skýli, og lítið hús, ígildi flugstöðvar og flugturn.
Ég sé hins vegar ekki hvar á að koma fyrir 85 flugvélum þarna, enda sést á myndinni að FRÚin er öðrum megin bundin niður í 33ja ára gamlan fornbíl til að halda henni fastri.
Það er styttra í næstu byggð frá þessum velli en í Reykjavík en samt er flugið velkomið eins og það er annars staðar á landinu, nema í Reykjavík, hvað snertir valdamenn borgarinnar.
Yfir 70% borgarbúa vilja að vísu að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í borginni samkvæmt skoðanakönnunum, en valdamenn hafa þann vilja að engu þótt þeir biðli nú til borgarbúa um að fá að vera þjónar almennings.
Kennsluflugið velkomið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kennsluflugið velkomið til Selfossflugvallar
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:26
Ef menn telja sig eiga rétt á skaðabótum geta þeir leitað til dómstóla.
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:30
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:33
Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgjandi því að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu.
20.10.2013:
Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa
Og undirskriftir í fyrra varðandi Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um Reykjavíkurflugvöll.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:35
26.3.2014:
"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.
Björt Framtíð fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.
Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri grænir einn hvor."
Samfylkingin stærst í borginni - Sjálfstæðisflokkurinn þriðji stærstur
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:39
Þriðjungi færri styðja Sjálfstæðisflokkinn í borginni en 2010 - Fengi fjóra borgarfulltrúa af fimmtán
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:40
Og fylgi Sjálfstæðisflokksins er nú einnig það sama á landsvísu, um 24%.
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:41
"Framsóknarflokkurinn hefur mælst með um 3% fylgi í Reykjavíkurborg og nær samkvæmt því ekki inn manni í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði."
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 13:43
Hvað er athugavert við það að æfinga og kennsluflug flytjist frá Reykjavík? Og hvað er athugavert við það að miðstöð innanlandsflugs flytjist til Keflavíkur? Þarf allt að vera í göngufæri hagsmunapotara? Og er ekki umræðan um störfin sem "tapast" dálítið skrumkennd? Ómar, hættu að berjast við vindmyllur. Flugvöllurinn í Vatnsmýri mun heyra sögunni til vegna þess að flugvöllur inni í miðri borg er tímaskekkja. Og örþjóð hefur ekki efni á að reka 2 alþjóðaflugvelli svo að segja ofan í hvorum öðrum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.4.2014 kl. 13:47
Hvað er athugavert við það að skólastarf almennt, flytjist frá Reykjavík? Hvað er athugavert við það að miðstöð siglinga og landflutninga flytjist til Keflavíkur og Njarðvíkur? Þarf allt að vera í göngufæri hagsmunapotara? Og er ekki umræðan um störfin sem "tapast" svolítið skrumkennd?
Reykjavíkurflugvöllur er ekki inni í miðri borg heldur í 4 kílómetra fjarlægð frá þungamiðju borgarbyggðarinnar og fimm kíómetra fjarlægð frá stærstu krossgötum landsins.
Aðflug og fráflug frá þeirri flugbraut Reykjavíkurflugvallar sem langmest yrði notuð, ef hún yrði lengd, er á annan veginn yfir sjó og hinn vegin yfir autt svæði Öskjuhlíðar og Fossvogsdals.
Allir Íslendingar, sem hafa flogið til borga erlendis, hafa séð að víðast hvar er flogið yfir þétta byggð.
Flugvellirnr City of London og Bromma í Stokkhólmi eru dæmi um flugvelli nálægt miðju borgarbyggðar og meðal fjarlægð flugvalla frá borgarmiðjum í heiminum er 7 kílómetrar.
Hér er ætlunin að hafa þessa vegalengd 46 kílómetra og í ofanálag í öfugri átt við allar flugleiðir innanlands, sem er algert einsdæmi í heiminum.
Innanlandsflugið er ígildi járnbrautanna erlendis og engum dettur í hug að færa plássfrekar járnbrautarleiðir og járnbrautarmiðstöðvar út úr borgunum.
Ekki frekar en að mönnum detti í hug að reisa íbúðabyggðir þar sem Miklabrautin er nú, af því að hún tekur 50 hektara, sem er helmingurinn af rými Reykjavíkurflugvallar.
Ómar Ragnarsson, 11.4.2014 kl. 14:05
Fjölmargir flugvellir við höfuðborgir Evrópu eru bæði innanlands- og millilandaflugvellir.
"Stockholm Arlanda Airport is located 37 km north of Stockholm."
"Oslo Airport, Gardermoen is located 35 km north-northeast of Oslo city center."
"Helsinki Airport is located 17 km north of Helsinki city centre."
"London Heathrow Airport lies 22 km west of Central London."
"Paris-Charles de Gaulle Airport is located 25 km to the northeast of Paris."
"Berlin-Schönefeld Airport is located 18 km southeast of the city centre."
"Vienna International Airport is located 18 km southeast of central Vienna, Austria."
"Fiumicino Airport, is located 35 km west southwest of Rome's historic city centre."
"Athens International Airport is located 20 km to the east of central Athens (30 km by road, due to intervening hills)."
"Henri Coandă International Airport is located 16.5 km northwest of the city of Bucharest, Romania."
"Ljubljana Jože Pučnik Airport is located 19 km north of Ljubljana, Slovenia."
"Budapest Liszt Ferenc International Airport is located 16 kilometres east-southeast of the centre of Budapest, Hungary."
"Skopje "Alexander the Great" Airport is located 17 km southeast of Skopje, Macedonia."
"National Minsk Airport is located 42 km to the east of the capital Minsk [Hvíta-Rússlandi]."
"Moscow Domodedovo Airport is located 42 kilometres south-southeast of the centre of Moscow."
"Boryspil International Airport is located 29 km east of Kiev, Ukraine."
"Tbilisi International Airport is located 17 km southeast of the capital Tbilisi, Georgia."
"Heydar Aliyev International Airport is located 20 km northeast of the capital Baku, Azerbaijan."
"Almaty International Airport is located 18 kilometers from the centre of Almaty, the largest city in Kazakhstan."
"Esenboğa International Airport is located 28 km northeast of Ankara, the capital city of Turkey."
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 14:12
Vilja flytja Heathrow-flugvöll austur fyrir London
Þorsteinn Briem, 11.4.2014 kl. 14:13
Það er gott að þú nennir að berjast fyrir flugvellinum en það hjálpar ekki málstaðnum að halda því fram að:
"Reykjavíkurflugvöllur er ekki inni í miðri borg"
Augljóslega flokkast þessi staðhæfing undir þrætubókarrökfærslu.
ps. herra Steini Briem, þú ættir að kynna þér almennar samskiptareglur í athugasemdakerfum
Jens (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 16:01
Reykjavíkurflugvöllur er á fínum stað nálægt miðborg. Skilyrði veðursleg ágæt, og samgöngulega greiðfært. Allt til alls á staðnum og hægt væri að gera miklu meira.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2014 kl. 16:07
Svakalega rekur þú, Steini Briem, mikla hentistefnu þegar þú velur þér flugvelli til að taka sem dæmi. Því ætla ég að koma með nokkur andsvör:
Hliðstæða Reykjavíkurflugvallar í Ósló yrði líklega Kjeller flugvöllur, allavega hvað varðar kennsluflug, en hann er 17 km frá miðborginni.
Í Stokkhólmi má nefna Bromma, eins og Ómar er þegar búinn að gera.
Þú mátt endilega skoða Helsinki Malmi flugvöll, 10 km frá miðborginni.
Svo má taka dæmi um London City, practically í miðborg Lundúna.
París-Le Bourget er 11 km frá miðborginni.
Og svo tókstu ömurlegt dæmi um Schönefeld, þegar aðalflugvöllur Berlínarborgar er Tegel, 8 km frá miðborginni.
Þú mátt gjarnan tileinka þér þau almennu vinnubrögð í rökræðum að velja þér ekki einungis þau dæmi sem henta þínum málstað, það er ömurlegt.
Úlfur Þór (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.