Hver hefði trúað því að nokkur vörn fyndist gegn alnæmi?

Enn er í minni hrollvekjan sem birtist heiminum þegar alnæmi fór að breiðast út og virtist gersamlega óstöðvandi. Lengi vel var svo að sjá að engin ráð myndu finnast við þessum skelfilega sjúkdómi.

En smám saman hefur læknavísindunum tekist að veita þessum skaðvaldi mótspyrnu sem veitir mörgum vonir, sem áður hefðu þótt fjarstæðukenndar.

Alnæmi herjar nú einna verst á fátækt ungt fólk í þróunarlöndunum, einkum í fátækrahverfum borganna, þar sem fjárskortur veldur skortir þekkingu til forvarna og úrræða.

Það virðist oft tilviljunum háð hvernig læknavísindunum gengur í baráttu við sjúkdóma.

Ef nú er að finnast nýtt ráð við krabbameini í blöðruhálskirtli eru það ekki lítil tíðindi, svo mjög sem sá sjúkdómur hefur færst í aukana á síðustu árum.  

Stundum jaðrar árangurinn í baráttu við einstaka sjúkdóma við kraftaverk en síðan koma upp tilfelli eins og það að ekki skuli enn hafa fundist nein ráð við eins algengum og "aumingjalegum" kvilla eins og kvefi.

Sjúklingur með kvef sem kemur til Saxa læknis fær áreiðanlega fram í sig hin þekktu orð hans: "Þú ert alveg ómögulegur sjúklingur, - það er aldrei neitt almennilegt að þér."     


mbl.is Ný meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að lækna krabbamein heima hjá sér með matarsóda, magnesíum klóríð og sítrónuvatni.

Hans (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband