Vanmat á gildi flugs.

Ein af röksemdunum gegn tilvist Reykjavíkurflugvallar er sú, að við séum svo lítil þjóð, að við höfum ekkert að gera með tvo alþjóðaflugvelli á sama landshorninu. Þannig hefðu til dæmis Lúxemborgarar aðeins einn alþjóðaflugvöll og það fyndist þeim feykinóg.  

Þetta væri út af fyrir sig rétt ef Íslendingar byggðu land, sem væri á meginlandi Evrópu eða Ameríku eins og til dæmis Lúxemborg.

En þannig er það ekki. Ísland er eyja í 1300 kílómetrar til næstu alþjóðaflugvalla í öörum löndum, margfalt lengra en frá flugvöllum í löndunum þar, þar sem stuttar vegalengdir eru til varaflugvalla.  

Samkvæmt alþjóðaflugreglum er flugvélum sem hefja sig til flugs get skylt að vera með varaeldsneyti sem dugar til að lenda á varaflugvelli, ef bilun verður eftir flugtak eða flugbrautin, sem farið er af, lokast, til dæmis vegna slyss. Flugtíminn til varaflugvallarins má ekki vera lengri en klukkustund.  

Sem betur fer er Reykjavíkurflugvöllur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll.  

Þetta er líka mikilvægt varðandi skyggni í flugtaki, sem oft er mun lakara en í Reykjavík, af því að Reykjavík er veðurfarslega mun betur sett en Keflavík. Vegna tilvistar Reykjavíkurflugvallar er mögulegt að fara í loftið í Keflavík allt niður í 200 metra brautarskyggni, eins og var til dæmis á laugardegi fyrir hálfum mánuði, en þá var Keflavíkurflugvöllur lokaður fyrir lendingar, af því að það þarf 800 metra brautarskyggni til að lenda.

Á sama tíma var nóg skyggni á Reykjavíkurflugvelli til lendinga og flugtaka. 

En er þá ekki hægt að nota Egilsstaðaflugvöll sem varaflugvöll við flugtak í Keflavík?

Nei. Það er alþjóðlegt skilyrði að það taki ekki meira en klukkustund að fljúga til varaflugvallar ef eitthvað bjátar á eftir flugtak. Ef vél missir út annan hreyfilinn í flugtaki nær hún ekki til Egilsstaða á þeim tíma með því að fljúga aðeins á öðrum hreyflinum vegna takmarkaðrar getu til að klifra upp í hagkvæma hæð sem hefur í för með sér of hægan flughraða.

Hvergi í löndunum í kringum okkur, austan hafs og vestan, þurfa flugvélar viðkomandi lands að sæta því að vera með flugþol til 1300 kílómetra flugs við flugtak.

Þetta þýðir að burðast verður með óþarfa aukaeldsneyti upp á 9 tonn við hvert flugtak og henda út farþegum eða farmi sem því nemur.

Icelandair er að taka í notkun þotur, sem hafa minni flutningsmöguleika, miðað við þarfir á brautarlengdum, en Boeing 757.

Velgengni í sjávarútvegi byggist nú á því að tryggja nógu mikla örugga flutninga á ferskum fiski til markaða í nágrannalöndunum og skerðing á möguleikum flugsins til þess er fráleit.

Þar að auki njóta íslenskir flugrekendur þess að geta vegna þessa öryggis fengið góð afgreiðslurými á bestu flugvöllum erlendis, af því að skilyrði fyrir því er að flugáætlanir standist.

Þetta er til dæmis afar mikilvægt á Heathrow flugvelli þar sem slegist er um bestu rýmin.

En sumum virðist liggja það í léttu rúmi að lemstra sem allra mest þá lífæð utan lands og innan sem flugið er með því að lengja ferðaleiðir innanlands fram og til baka um 170 kílómetra og bæta skerðingu á möguleikum í millilandafluginu líka við.  


mbl.is Fargjöld munu hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veit ekki til þess að nokkur maður sé á móti flugi og flugvöllum.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 12:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi eru varavellir fyrir Keflavíkurflugvöll.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 12:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.

Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.

Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.

Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 13:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 13:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þétt byggð er hins vegar ekki við fyrirhugaðan flugvöll á Hólmsheiði.

Hljóðspor næði þar hvergi inn yfir þétta byggð og Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) komust að þeirri niðurstöðu í nýlegri skýrslu að afrennsli frá Hólmsheiði ógni ekki brunnsvæðum eða nágrenni vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins.

Í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands, sem byggð er á veðurfarsmælingum á sex og hálfs árs tímabili, segir að nýtingarhlutfall flugvallar á Hólmsheiði yrði um 97%.

Og nýtingarhlutfall flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu er heldur ekki 100%.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 13:18

7 identicon

'Omar minn. Þegar að ég segi fólki að við notum Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll er svarið oftast;" En þið lendið aldrei í Reykjavík."!!?? "Say no more" Sé að Steini Briem er að grafa upp flugslys sem tengjast Reykjavíkurflugvelli. Hversu mörg voru bílslysin á þessum tíma á svæðinu ?

Einar Dagbjartsson (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 14:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 15:02

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Flestir flugfarþegar eru karlmenn á aldrinum 30-35 ára, sem nota flugið vegna vinnu eða viðskipta.

Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum.

Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."

Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014


Það er stefna Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn verði fluttur af Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað í Reykjavík en ef menn vilja það ekki endar það sjálfsagt með því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2022, eftir átta ár, þegar flugvöllurinn verður farinn af Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 12.4.2014 kl. 15:05

10 identicon

Greinargóð grein hvá Ómari. Margar hliðar eru á flugvallarmálinu, við vitum hvað við höfum en vitum ekki hvað er í boði ef Rvk-völlur verður lagður af. 

 Steini Briem, þú verður að vanda þinar rökræður, annars eru skrif þín líkari slæmri mengun.

Auðvitað er er slysahætta af hverskyns ferðamáta, flugi eins og akstri eða siglingum. Þó er flugið öruggasti ferðamátinn. Minnkun á flugi = fjölgun á bílslysum. Og auðvitað er meiri hætta á flugslysum við flugvelli en annarstaðar, en hættan fyrir þá sem eru á jörðu niðri er hverfandi, t.d. er margfalt meiri hætta að keyrt verði á gangandi vegfaranda, eða einhver drukkni í höfninni.

Að flestra mati er Rvk- flugvöllur mjög mikilvægur fyrir Íslenska flugstarfsemi. Ekki verður séð að raunhæft sé að leggja hann niður næstu 30-40 árin. Allavega stangast krafa um lokun vallarins á við almannahagsmuni.  

Kristjan Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 01:57

11 identicon

Þessi breyting að Reykjavík hætti að vera varaflugvöllur gerir allt millilandaflug og alla flugflutninga dýrari, einfaldlega af því að vélarnar munu þyngjast nokkuð út af aukaeldsneyti sem svarar hinum auknu vegalengdum.
Þetta er afar auðvelt að reikna út án mikillar skekkju.
Selfoss gæti sossum tekið yfir innanlandsflugið með aðstöðubót, - þar er skýjafar hagstæðara en á Hólmsheiði og styttri flugvegalengd austur og norðaustur um. Það er verra með akstursvegalengdina í bæinn. Kemur betur út en Keflavík þó, því þar er aksturstíminn bara aðeins styttri en á Selfoss, en flugið lengra til allra annarra nema kannski Ísafjarðar.
Kennsluflug, tja, - vel hægt frá Selfossi, en n.b. að flestir nemendur eru frá Reykjavíkursvæðinu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2014 kl. 17:30

12 identicon

Finnst þetta alltaf jafn kjánalegt og greinilega ætlað að líta illa út eins og það sé verið að borga undir bossann á einhverjum ríkisbubbum:  "Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum."

Hvaða máli skiptir það HVER greiðir fargjaldið?  Er ekki nægilegt að það er greinilega eftirspurn eftir fluginu og einkaaðilar, opinberir aðilar og alls kyns fyrirtæki sjá sér hag í því að nota það?   Það er amk minn skilningur á sætanýtingunni...

Matthías Arngrímsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 12:22

13 identicon

Það er vinsæl upphrópun að innanlandsflugi sé haldið uppi af opinberum starfsmönnum. Þetta var kannað um árið og í ljós kom að opinberir starfsmenn telja 11% farþega. Flestir svarenda eða 49% fljúga á eigin vegum og 40% á vegum einkafyrirtækis. Á vegum ríkisins fljúga 6% og svo 5% á vegum sveitarfélaga. (mynd 13)

Þannig að 89% fargjalda eru greidd af einkaaðilum.

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/2006_konn_far_flug/$file/Far%C3%BEegar%20innanlandsflug%202006_L2_.pdf

Ingvar Tryggvason (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 15:39

14 identicon

Góð grein hjá þér Ómar, sem endranær.

Þessi Steini Briem virðist vakta bloggið hjá þér til að copy/paste-a sömu rulluna í hvert skipti sem þú skrifar um Reykjavíkurflugvöll. Gaman að því...

Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 17:14

15 identicon

Merkilegt að fylgjast með þessari umræðu.Ég er sammála einhverjum hér að ofan að Steini er slæm mengun hann svarar eins með sömu rökum trek í trek...en í svörunum eru samt engin svör...þannig að Slæm mengun er í raun góðyrði yfir málsstað Steina. Það sem pirrar mig mest í þessu öllu er þessi fyrirhyggju stjórnmála vitleysa sem er yfir okkur að ganga. Skiptir ekki máli hvort að við erum að tala um Flugvöllin eða ESB. Það er búið að sýna fram á vilja landsmanna með undirskriftum og það eru allir stjórnmálamenn að tala fyrir því að beint lýðræði eigi að auka.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband